Draumalið Domino´s deildar karla | Myndskeið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2020 20:30 Draumalið Benedikts Guðmundssonar. Körfuboltakvöld/Skjáskot Benedikt Guðmundsson og Kristinn Friðriksson tveir af álitsgjafar Domino´s Körfuboltakvölds völdu draumalið leiktíðarinnar í síðasta þætti sem var jafnframt síðasti þáttur vetrarins. Lið þeirra voru nær alveg eins. Liði Benedikts er eftirfarandi: Dominykas Milka [Keflavík[, Mike Craion [KR], Georgi Boyanov [ÍR], Ægir Þór Steinarsson [Stjarnan] og Hörður Axel Vilhjálmsson [Keflavík]. Benedikt rökstuddi lið sitt á skemmtilegan hátt. „Þetta var auðvelt val með Milka. Hann er langbesta „fimman“ í deildinni og er fyrsti maður á blað.“ Hinn 27 ára gamli Milka var með 20.9 stig að meðaltali í leik, 12.1 frákast og 3.1 stoðsendingu. „Herra Bankastræti, Craion, kemur þarna inn sem eini Kaninn og mér fannst Kanarnir í vetur ekkert spes. Þetta er ekki okkar besta tímabil með Kana, Craion var „solid“ en hvort hann hafi unnið fyrir öllum laununum sínum veit ég ekki.“ Craion var með 19 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og 3.8 stoðsendingar. „Svo erum við með Boyanov. Þetta er eitt skýrasta dæmi sem ég hef séð um hvernig einn maður getur svínvirkað í einu kerfi og verið eins og kjáni í öðru. Hann kemur til Keflavíkur og er látinn fara á undirbúningstímabilinu, hann passaði engan veginn inn þar. Svo kemur hann inn í ÍR þar sem besta skipulagið er sem minnst skipulag. Þar svínvirkar hann og átti alveg sóðalegt tímabil.“ Bojanov var með 20.6 stig að meðaltali í leik í vetur, tók að meðaltali 10.2 fráköst og gaf 2.5 stoðsendingar. Eini munur liðanna er sá að Kristinn velur Mario Matasovic, leikmann Njarðvíkur, í staðinn fyrir Boyanov. Matasovic er með 14.4 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og tvær stoðsendingar. „Ég er mjög hrifinn af þessum strák. Alveg sama hvernig Njarðvík spilaði þá var hann alltaf góður. Ég hef heyrt það að ef þú ætlar að spila kerfi þá tekuru Boyanov út af,“ sagði Kristinn um val sitt á Matasovic. „Ég er ekki að fara láta þetta lið spila nein kerfi,“ svaraði Benedikt um hæl. Að lokum voru báðir með landsliðsmennina Ægi Þór Steinarsson og Hörð Axel Vilhjálmsson. Þó báðir séu leikstjórnendur þá getur Hörður Axel vel spilað „án þess að hafa boltann“ eins og Kristinn orðaði það. Ægir Þór var með 13.3 stig að meðaltali í leik, 7.8 stoðsendingar og 4.9 fráköst. Hörður var með 11.5 stig að meðaltali í leik, 9.0 stoðsendingar og 3.9 fráköst. Draumalið Kristins Friðrikssonar var nær alveg eins og lið Benedikts.Körfuboltakvöld/Skjáskot Að lokum birti Kjartan Atli sitt draumalið en það var langt því frá að vera líkt og hin tvö. Umræðuna og lið Kjartans má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Draumalið Domino´s Körfuboltakvölds Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira
Benedikt Guðmundsson og Kristinn Friðriksson tveir af álitsgjafar Domino´s Körfuboltakvölds völdu draumalið leiktíðarinnar í síðasta þætti sem var jafnframt síðasti þáttur vetrarins. Lið þeirra voru nær alveg eins. Liði Benedikts er eftirfarandi: Dominykas Milka [Keflavík[, Mike Craion [KR], Georgi Boyanov [ÍR], Ægir Þór Steinarsson [Stjarnan] og Hörður Axel Vilhjálmsson [Keflavík]. Benedikt rökstuddi lið sitt á skemmtilegan hátt. „Þetta var auðvelt val með Milka. Hann er langbesta „fimman“ í deildinni og er fyrsti maður á blað.“ Hinn 27 ára gamli Milka var með 20.9 stig að meðaltali í leik, 12.1 frákast og 3.1 stoðsendingu. „Herra Bankastræti, Craion, kemur þarna inn sem eini Kaninn og mér fannst Kanarnir í vetur ekkert spes. Þetta er ekki okkar besta tímabil með Kana, Craion var „solid“ en hvort hann hafi unnið fyrir öllum laununum sínum veit ég ekki.“ Craion var með 19 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og 3.8 stoðsendingar. „Svo erum við með Boyanov. Þetta er eitt skýrasta dæmi sem ég hef séð um hvernig einn maður getur svínvirkað í einu kerfi og verið eins og kjáni í öðru. Hann kemur til Keflavíkur og er látinn fara á undirbúningstímabilinu, hann passaði engan veginn inn þar. Svo kemur hann inn í ÍR þar sem besta skipulagið er sem minnst skipulag. Þar svínvirkar hann og átti alveg sóðalegt tímabil.“ Bojanov var með 20.6 stig að meðaltali í leik í vetur, tók að meðaltali 10.2 fráköst og gaf 2.5 stoðsendingar. Eini munur liðanna er sá að Kristinn velur Mario Matasovic, leikmann Njarðvíkur, í staðinn fyrir Boyanov. Matasovic er með 14.4 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og tvær stoðsendingar. „Ég er mjög hrifinn af þessum strák. Alveg sama hvernig Njarðvík spilaði þá var hann alltaf góður. Ég hef heyrt það að ef þú ætlar að spila kerfi þá tekuru Boyanov út af,“ sagði Kristinn um val sitt á Matasovic. „Ég er ekki að fara láta þetta lið spila nein kerfi,“ svaraði Benedikt um hæl. Að lokum voru báðir með landsliðsmennina Ægi Þór Steinarsson og Hörð Axel Vilhjálmsson. Þó báðir séu leikstjórnendur þá getur Hörður Axel vel spilað „án þess að hafa boltann“ eins og Kristinn orðaði það. Ægir Þór var með 13.3 stig að meðaltali í leik, 7.8 stoðsendingar og 4.9 fráköst. Hörður var með 11.5 stig að meðaltali í leik, 9.0 stoðsendingar og 3.9 fráköst. Draumalið Kristins Friðrikssonar var nær alveg eins og lið Benedikts.Körfuboltakvöld/Skjáskot Að lokum birti Kjartan Atli sitt draumalið en það var langt því frá að vera líkt og hin tvö. Umræðuna og lið Kjartans má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Draumalið Domino´s Körfuboltakvölds
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum