Draumalið Domino´s deildar karla | Myndskeið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2020 20:30 Draumalið Benedikts Guðmundssonar. Körfuboltakvöld/Skjáskot Benedikt Guðmundsson og Kristinn Friðriksson tveir af álitsgjafar Domino´s Körfuboltakvölds völdu draumalið leiktíðarinnar í síðasta þætti sem var jafnframt síðasti þáttur vetrarins. Lið þeirra voru nær alveg eins. Liði Benedikts er eftirfarandi: Dominykas Milka [Keflavík[, Mike Craion [KR], Georgi Boyanov [ÍR], Ægir Þór Steinarsson [Stjarnan] og Hörður Axel Vilhjálmsson [Keflavík]. Benedikt rökstuddi lið sitt á skemmtilegan hátt. „Þetta var auðvelt val með Milka. Hann er langbesta „fimman“ í deildinni og er fyrsti maður á blað.“ Hinn 27 ára gamli Milka var með 20.9 stig að meðaltali í leik, 12.1 frákast og 3.1 stoðsendingu. „Herra Bankastræti, Craion, kemur þarna inn sem eini Kaninn og mér fannst Kanarnir í vetur ekkert spes. Þetta er ekki okkar besta tímabil með Kana, Craion var „solid“ en hvort hann hafi unnið fyrir öllum laununum sínum veit ég ekki.“ Craion var með 19 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og 3.8 stoðsendingar. „Svo erum við með Boyanov. Þetta er eitt skýrasta dæmi sem ég hef séð um hvernig einn maður getur svínvirkað í einu kerfi og verið eins og kjáni í öðru. Hann kemur til Keflavíkur og er látinn fara á undirbúningstímabilinu, hann passaði engan veginn inn þar. Svo kemur hann inn í ÍR þar sem besta skipulagið er sem minnst skipulag. Þar svínvirkar hann og átti alveg sóðalegt tímabil.“ Bojanov var með 20.6 stig að meðaltali í leik í vetur, tók að meðaltali 10.2 fráköst og gaf 2.5 stoðsendingar. Eini munur liðanna er sá að Kristinn velur Mario Matasovic, leikmann Njarðvíkur, í staðinn fyrir Boyanov. Matasovic er með 14.4 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og tvær stoðsendingar. „Ég er mjög hrifinn af þessum strák. Alveg sama hvernig Njarðvík spilaði þá var hann alltaf góður. Ég hef heyrt það að ef þú ætlar að spila kerfi þá tekuru Boyanov út af,“ sagði Kristinn um val sitt á Matasovic. „Ég er ekki að fara láta þetta lið spila nein kerfi,“ svaraði Benedikt um hæl. Að lokum voru báðir með landsliðsmennina Ægi Þór Steinarsson og Hörð Axel Vilhjálmsson. Þó báðir séu leikstjórnendur þá getur Hörður Axel vel spilað „án þess að hafa boltann“ eins og Kristinn orðaði það. Ægir Þór var með 13.3 stig að meðaltali í leik, 7.8 stoðsendingar og 4.9 fráköst. Hörður var með 11.5 stig að meðaltali í leik, 9.0 stoðsendingar og 3.9 fráköst. Draumalið Kristins Friðrikssonar var nær alveg eins og lið Benedikts.Körfuboltakvöld/Skjáskot Að lokum birti Kjartan Atli sitt draumalið en það var langt því frá að vera líkt og hin tvö. Umræðuna og lið Kjartans má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Draumalið Domino´s Körfuboltakvölds Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Benedikt Guðmundsson og Kristinn Friðriksson tveir af álitsgjafar Domino´s Körfuboltakvölds völdu draumalið leiktíðarinnar í síðasta þætti sem var jafnframt síðasti þáttur vetrarins. Lið þeirra voru nær alveg eins. Liði Benedikts er eftirfarandi: Dominykas Milka [Keflavík[, Mike Craion [KR], Georgi Boyanov [ÍR], Ægir Þór Steinarsson [Stjarnan] og Hörður Axel Vilhjálmsson [Keflavík]. Benedikt rökstuddi lið sitt á skemmtilegan hátt. „Þetta var auðvelt val með Milka. Hann er langbesta „fimman“ í deildinni og er fyrsti maður á blað.“ Hinn 27 ára gamli Milka var með 20.9 stig að meðaltali í leik, 12.1 frákast og 3.1 stoðsendingu. „Herra Bankastræti, Craion, kemur þarna inn sem eini Kaninn og mér fannst Kanarnir í vetur ekkert spes. Þetta er ekki okkar besta tímabil með Kana, Craion var „solid“ en hvort hann hafi unnið fyrir öllum laununum sínum veit ég ekki.“ Craion var með 19 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og 3.8 stoðsendingar. „Svo erum við með Boyanov. Þetta er eitt skýrasta dæmi sem ég hef séð um hvernig einn maður getur svínvirkað í einu kerfi og verið eins og kjáni í öðru. Hann kemur til Keflavíkur og er látinn fara á undirbúningstímabilinu, hann passaði engan veginn inn þar. Svo kemur hann inn í ÍR þar sem besta skipulagið er sem minnst skipulag. Þar svínvirkar hann og átti alveg sóðalegt tímabil.“ Bojanov var með 20.6 stig að meðaltali í leik í vetur, tók að meðaltali 10.2 fráköst og gaf 2.5 stoðsendingar. Eini munur liðanna er sá að Kristinn velur Mario Matasovic, leikmann Njarðvíkur, í staðinn fyrir Boyanov. Matasovic er með 14.4 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og tvær stoðsendingar. „Ég er mjög hrifinn af þessum strák. Alveg sama hvernig Njarðvík spilaði þá var hann alltaf góður. Ég hef heyrt það að ef þú ætlar að spila kerfi þá tekuru Boyanov út af,“ sagði Kristinn um val sitt á Matasovic. „Ég er ekki að fara láta þetta lið spila nein kerfi,“ svaraði Benedikt um hæl. Að lokum voru báðir með landsliðsmennina Ægi Þór Steinarsson og Hörð Axel Vilhjálmsson. Þó báðir séu leikstjórnendur þá getur Hörður Axel vel spilað „án þess að hafa boltann“ eins og Kristinn orðaði það. Ægir Þór var með 13.3 stig að meðaltali í leik, 7.8 stoðsendingar og 4.9 fráköst. Hörður var með 11.5 stig að meðaltali í leik, 9.0 stoðsendingar og 3.9 fráköst. Draumalið Kristins Friðrikssonar var nær alveg eins og lið Benedikts.Körfuboltakvöld/Skjáskot Að lokum birti Kjartan Atli sitt draumalið en það var langt því frá að vera líkt og hin tvö. Umræðuna og lið Kjartans má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Draumalið Domino´s Körfuboltakvölds
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum