Ríkisstjóri Georgíu segist nýbúinn að fá vel þekktar upplýsingar um faraldurinn Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2020 15:05 Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu. Vísir/Getty Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. Þær upplýsingar hafa legið fyrir frá því í janúar en Kemp segir æðsta lækni ríkisins hafa frætt sig um þetta og gerbreytir það stöðunni, að sögn ríkisstjórans. Kemp, sem varð ríkisstjóri í umdeildum kosningum árið 2018, hefur barist gegn því að setja á samkomubann í ríkinu en skipti um skoðun í gær. Á blaðamannafundi sagði hann áðurnefndar upplýsingar hafa fengið sig til að skipta um skoðun. Anthony S. Fauci er sérfræðingur í sóttvörnum og forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Hann hefur verið einn helsti ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Gegnt svipuðu hlutverki og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hér á landi. Fauci sagði á blaðamannafundi í lok janúar að gögn frá Þýskalandi bentu til þess að fólk sem sýndi ekki einkenni gæti smitað aðra. Þann 4. febrúar sagði hann það svo staðfest frá Kína og þann 1. mars tilkynntu Sóttvarnir Bandaríkjanna að fólk án einkenna gæti dreift veirunni. Yfirmaður CDC sagði á mánudaginn að mögulega væri fjórðungur allra þeirra sem smitaðist án einkenna. Sóttvarnateymi Hvíta hússins ítrekaði svo þann 14. mars að dreifing veirunnar í gegnum fólk sem virðist heilbrigt sé sífellt stærra vandamál. Búið er að gera mikið grín að Kemp fyrir yfirlýsinguna í gær en einnig gagnrýna hann harðlega. Sömuleiðis hefur yfirlýsingin vakið spurningar um á hverju Kemp hafi hingað til byggt ákvarðanir sínar, sem hafa áhrif á alla íbúa Georgíu. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa 4,748 smit greinst í Georgíu og eru 154 dánir. Á Covid.is kemur fram að fólk virðist ekki vera smitandi á meðgöngutíma sýkingar áður en einkenni koma fram. Sumir fái hins vegar lítil sem engin einkenni og geta þó verið smitandi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Sjá meira
Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. Þær upplýsingar hafa legið fyrir frá því í janúar en Kemp segir æðsta lækni ríkisins hafa frætt sig um þetta og gerbreytir það stöðunni, að sögn ríkisstjórans. Kemp, sem varð ríkisstjóri í umdeildum kosningum árið 2018, hefur barist gegn því að setja á samkomubann í ríkinu en skipti um skoðun í gær. Á blaðamannafundi sagði hann áðurnefndar upplýsingar hafa fengið sig til að skipta um skoðun. Anthony S. Fauci er sérfræðingur í sóttvörnum og forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Hann hefur verið einn helsti ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Gegnt svipuðu hlutverki og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hér á landi. Fauci sagði á blaðamannafundi í lok janúar að gögn frá Þýskalandi bentu til þess að fólk sem sýndi ekki einkenni gæti smitað aðra. Þann 4. febrúar sagði hann það svo staðfest frá Kína og þann 1. mars tilkynntu Sóttvarnir Bandaríkjanna að fólk án einkenna gæti dreift veirunni. Yfirmaður CDC sagði á mánudaginn að mögulega væri fjórðungur allra þeirra sem smitaðist án einkenna. Sóttvarnateymi Hvíta hússins ítrekaði svo þann 14. mars að dreifing veirunnar í gegnum fólk sem virðist heilbrigt sé sífellt stærra vandamál. Búið er að gera mikið grín að Kemp fyrir yfirlýsinguna í gær en einnig gagnrýna hann harðlega. Sömuleiðis hefur yfirlýsingin vakið spurningar um á hverju Kemp hafi hingað til byggt ákvarðanir sínar, sem hafa áhrif á alla íbúa Georgíu. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa 4,748 smit greinst í Georgíu og eru 154 dánir. Á Covid.is kemur fram að fólk virðist ekki vera smitandi á meðgöngutíma sýkingar áður en einkenni koma fram. Sumir fái hins vegar lítil sem engin einkenni og geta þó verið smitandi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Sjá meira