Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Bjarki Sigurðsson skrifar 16. desember 2025 19:00 Sergio Herrero býr í Dubai þar sem hann að eigin sögn malar gull með aðstoð gervigreindar. Nú er hann að færa sig inn á NFT-markaðinn. Instagram Foreldrar ungra manna sem borgað hafa Íslendingi margar milljónir eftir loforð um að þeir yrðu ríkir með gervigreindarmarkaðssetningu hafa miklar áhyggjur af sonum sínum. Nýjasta útspil mannsins er sala á myllumerkjum, sem hann segir fólk geta grætt fúlgur fjár á. Fyrr í vetur fjallaði fréttastofa um Sergio Herrero, tvítugan Íslending, sem auglýsir námskeið í gervigreindarsamstarfi. Námskeiðið kostaði rúma milljón og færu þeir sem greiddu upphæðina í læri til hans, og fengju að heyra hvernig hann græddi pening. Lærisveinarnir myndu svo sjálfir eiga séns á gulli og grænum skógum. Foreldrar áhyggjufullir Fjölmargir hafa sakað Sergio um svindl og sagt að þetta sé svokallað lærifeðrasvindl, sem svipar til píramídasvindls. Þeir sem hafa greitt Sergio eru flestir ungir menn og flaug hópur þeirra í síðasta mánuði til Dúbaí þar sem Sergio dvelur sjálfur. Einhverjir mannanna eru komnir heim en aðrir eru þar enn. Eftir umfjöllun fréttastofu hafa foreldrar og aðstandendur nokkurra þeirra haft samband. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa miklar áhyggjur af drengjunum sínum. Þeir geti ekki útskýrt hvernig þeir ætla að græða pening og hafa foreldrarnir áhyggjur af því hvað gerist verði þeir blankir. Erfitt sé að ná til þeirra. Kominn í NFT-bransann Nú virðist Sergio hafa lagt gervigreindarsamstarfið til hliðar og sömuleiðis hætt að taka við lærisveinum. Nú fjalla allar færslur hans um fyrirtækið Xtrends sem hann er á bak við ásamt erlendum einstaklingum. Xtrends virkar þannig að fólk kaupir myllumerki í formi NFT. NFT stendur fyrir non-fungible token eða virðisbreytilegt skírteini. Hvert myllumerki kostar rúmar þrjátíu þúsund krónur og selst hafa rúm fjögur hundruð stykki. Hvað er svo hægt að gera við merkin er svo óljósara. Þau eru með öllu verðlaus nema einhver annar vilji kaupa merkið. Þú átt ekki myllumerkið að neinu leyti, nema hjá Xtrends. Næsta Bitcoin? Í auglýsingum er reynt að þrýsta á fólk að kaupa merkin strax, enda verði þau fljótt mun verðmætari. Stofnendurnir líkja sjálfir Xtrends við Bitcoin, að því leyti að virðið muni margfaldast innan skamms tíma og það geti verið slæmt að missa af lestinni. Engin rök eru færð fyrir því hvers vegna merkin eigi eftir að verða svo verðmæt. NFT-markaðurinn var eitt sinn talinn vera næsta tæknibylting og náðu viðskipti með NFT hámarki síðsumars 2021. Tæpu ári síðar sprakk bólan hins vegar og virði flestra NFT féll um áttatíu til 95 prósent. Gervigreind Sameinuðu arabísku furstadæmin Rafmyntir og sýndareignir Samfélagsmiðlar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Sjá meira
Fyrr í vetur fjallaði fréttastofa um Sergio Herrero, tvítugan Íslending, sem auglýsir námskeið í gervigreindarsamstarfi. Námskeiðið kostaði rúma milljón og færu þeir sem greiddu upphæðina í læri til hans, og fengju að heyra hvernig hann græddi pening. Lærisveinarnir myndu svo sjálfir eiga séns á gulli og grænum skógum. Foreldrar áhyggjufullir Fjölmargir hafa sakað Sergio um svindl og sagt að þetta sé svokallað lærifeðrasvindl, sem svipar til píramídasvindls. Þeir sem hafa greitt Sergio eru flestir ungir menn og flaug hópur þeirra í síðasta mánuði til Dúbaí þar sem Sergio dvelur sjálfur. Einhverjir mannanna eru komnir heim en aðrir eru þar enn. Eftir umfjöllun fréttastofu hafa foreldrar og aðstandendur nokkurra þeirra haft samband. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa miklar áhyggjur af drengjunum sínum. Þeir geti ekki útskýrt hvernig þeir ætla að græða pening og hafa foreldrarnir áhyggjur af því hvað gerist verði þeir blankir. Erfitt sé að ná til þeirra. Kominn í NFT-bransann Nú virðist Sergio hafa lagt gervigreindarsamstarfið til hliðar og sömuleiðis hætt að taka við lærisveinum. Nú fjalla allar færslur hans um fyrirtækið Xtrends sem hann er á bak við ásamt erlendum einstaklingum. Xtrends virkar þannig að fólk kaupir myllumerki í formi NFT. NFT stendur fyrir non-fungible token eða virðisbreytilegt skírteini. Hvert myllumerki kostar rúmar þrjátíu þúsund krónur og selst hafa rúm fjögur hundruð stykki. Hvað er svo hægt að gera við merkin er svo óljósara. Þau eru með öllu verðlaus nema einhver annar vilji kaupa merkið. Þú átt ekki myllumerkið að neinu leyti, nema hjá Xtrends. Næsta Bitcoin? Í auglýsingum er reynt að þrýsta á fólk að kaupa merkin strax, enda verði þau fljótt mun verðmætari. Stofnendurnir líkja sjálfir Xtrends við Bitcoin, að því leyti að virðið muni margfaldast innan skamms tíma og það geti verið slæmt að missa af lestinni. Engin rök eru færð fyrir því hvers vegna merkin eigi eftir að verða svo verðmæt. NFT-markaðurinn var eitt sinn talinn vera næsta tæknibylting og náðu viðskipti með NFT hámarki síðsumars 2021. Tæpu ári síðar sprakk bólan hins vegar og virði flestra NFT féll um áttatíu til 95 prósent.
Gervigreind Sameinuðu arabísku furstadæmin Rafmyntir og sýndareignir Samfélagsmiðlar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Sjá meira