Selshamurinn valin í aðalkeppni Huesca kvikmyndahátíðarinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. apríl 2020 12:00 Stilla úr stuttmyndinni Selshamurinn. Með aðalhlutverk fara Björn Thors og Bríet Sóley Valgeirsdóttir. Mynd/Markus Englmair Stuttmynd Uglu Hauksdóttur, Selshamurinn, hefur verið valin í aðalkeppni hinnar virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Huesca á Spáni. Þetta er í 48. skipti sem þessi hátíð er haldin en vegna kórónuveirunnar mun hún fara fram á stafrænu formi dagana 12. - 20. júní næstkomandi. Selshamurinn verður heimsfrumsýnd á hátíðinni. Myndin er skrifuð og leikstýrð af Uglu Hauksdóttur og framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Meðframleiðandi er Gunnhildur Helga Katrínardóttir og yfirframleiðandi Guðmundur Arnar Guðmundsson. Með aðalhlutverk fara Björn Thors og Bríet Sóley Valgeirsdóttir. „Selshamurinn fjallar um hina fimm ára gömlu Sól sem býr með föður sínum í afskekktu húsi við hafið. Ímyndunarafl hennar tekst á flug í tómarúmi einmanalegra daga á meðan faðir hennar tekst á við tónsmíðar. Þegar Sól skynjar trega föður síns, sem er henni óskiljanlegur, finnur hún hugarró í gamalli íslenskri þjóðsögu,“ segir Ugla um myndina. Mynd/Daníel Imsland Valin úr hópi 2.000 mynda Selshamurinn er ein af 31 mynd í alþjóðlegri stuttmyndakeppni hátíðarinnar en hátt í 2.000 myndir voru sendar inn frá 93 löndum. Aðeins tvær myndir voru valdar inn frá Norðurlöndunum í ár. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Huesca er á skrá Bandarísku kvikmyndaakademíunnar sem stendur fyrir Óskarsverðlaununum og vinningsmyndir hátíðarinnar koma þar með til greina í Óskarsval vegna stuttmynda. Ugla Hauksdóttir útskrifaðist sem leikstjóri og handritshöfundur úr Columbia University árið 2016 og hefur síðan þá starfað við sjónvarpsleikstjórn bæði á Íslandi og erlendis. Árið 2018 leikstýrði Ugla tveimur þáttum af Ófærð og fékk í kjölfarið boð um að leikstýra þremur þáttum af Amazon seríunni Hanna sem frumsýnd verður í sumar. Ugla Hauksdóttir leikstjóri við tökur á stuttmyndinni Selshamurinn.Julie Rowland Nýlega hlotnaðist Uglu sá mikli heiður að vera boðið inngöngu í Leikstjórasamband Bandaríkjanna eða Directors Guild of America, og mun hún á þessu ári leikstýra tveimur þáttum af Amazon seríunni The Power sem byggð er á metsölubók eftir Naomi Alderman. Bíó og sjónvarp Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Sjá meira
Stuttmynd Uglu Hauksdóttur, Selshamurinn, hefur verið valin í aðalkeppni hinnar virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Huesca á Spáni. Þetta er í 48. skipti sem þessi hátíð er haldin en vegna kórónuveirunnar mun hún fara fram á stafrænu formi dagana 12. - 20. júní næstkomandi. Selshamurinn verður heimsfrumsýnd á hátíðinni. Myndin er skrifuð og leikstýrð af Uglu Hauksdóttur og framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Meðframleiðandi er Gunnhildur Helga Katrínardóttir og yfirframleiðandi Guðmundur Arnar Guðmundsson. Með aðalhlutverk fara Björn Thors og Bríet Sóley Valgeirsdóttir. „Selshamurinn fjallar um hina fimm ára gömlu Sól sem býr með föður sínum í afskekktu húsi við hafið. Ímyndunarafl hennar tekst á flug í tómarúmi einmanalegra daga á meðan faðir hennar tekst á við tónsmíðar. Þegar Sól skynjar trega föður síns, sem er henni óskiljanlegur, finnur hún hugarró í gamalli íslenskri þjóðsögu,“ segir Ugla um myndina. Mynd/Daníel Imsland Valin úr hópi 2.000 mynda Selshamurinn er ein af 31 mynd í alþjóðlegri stuttmyndakeppni hátíðarinnar en hátt í 2.000 myndir voru sendar inn frá 93 löndum. Aðeins tvær myndir voru valdar inn frá Norðurlöndunum í ár. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Huesca er á skrá Bandarísku kvikmyndaakademíunnar sem stendur fyrir Óskarsverðlaununum og vinningsmyndir hátíðarinnar koma þar með til greina í Óskarsval vegna stuttmynda. Ugla Hauksdóttir útskrifaðist sem leikstjóri og handritshöfundur úr Columbia University árið 2016 og hefur síðan þá starfað við sjónvarpsleikstjórn bæði á Íslandi og erlendis. Árið 2018 leikstýrði Ugla tveimur þáttum af Ófærð og fékk í kjölfarið boð um að leikstýra þremur þáttum af Amazon seríunni Hanna sem frumsýnd verður í sumar. Ugla Hauksdóttir leikstjóri við tökur á stuttmyndinni Selshamurinn.Julie Rowland Nýlega hlotnaðist Uglu sá mikli heiður að vera boðið inngöngu í Leikstjórasamband Bandaríkjanna eða Directors Guild of America, og mun hún á þessu ári leikstýra tveimur þáttum af Amazon seríunni The Power sem byggð er á metsölubók eftir Naomi Alderman.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Sjá meira