Selshamurinn valin í aðalkeppni Huesca kvikmyndahátíðarinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. apríl 2020 12:00 Stilla úr stuttmyndinni Selshamurinn. Með aðalhlutverk fara Björn Thors og Bríet Sóley Valgeirsdóttir. Mynd/Markus Englmair Stuttmynd Uglu Hauksdóttur, Selshamurinn, hefur verið valin í aðalkeppni hinnar virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Huesca á Spáni. Þetta er í 48. skipti sem þessi hátíð er haldin en vegna kórónuveirunnar mun hún fara fram á stafrænu formi dagana 12. - 20. júní næstkomandi. Selshamurinn verður heimsfrumsýnd á hátíðinni. Myndin er skrifuð og leikstýrð af Uglu Hauksdóttur og framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Meðframleiðandi er Gunnhildur Helga Katrínardóttir og yfirframleiðandi Guðmundur Arnar Guðmundsson. Með aðalhlutverk fara Björn Thors og Bríet Sóley Valgeirsdóttir. „Selshamurinn fjallar um hina fimm ára gömlu Sól sem býr með föður sínum í afskekktu húsi við hafið. Ímyndunarafl hennar tekst á flug í tómarúmi einmanalegra daga á meðan faðir hennar tekst á við tónsmíðar. Þegar Sól skynjar trega föður síns, sem er henni óskiljanlegur, finnur hún hugarró í gamalli íslenskri þjóðsögu,“ segir Ugla um myndina. Mynd/Daníel Imsland Valin úr hópi 2.000 mynda Selshamurinn er ein af 31 mynd í alþjóðlegri stuttmyndakeppni hátíðarinnar en hátt í 2.000 myndir voru sendar inn frá 93 löndum. Aðeins tvær myndir voru valdar inn frá Norðurlöndunum í ár. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Huesca er á skrá Bandarísku kvikmyndaakademíunnar sem stendur fyrir Óskarsverðlaununum og vinningsmyndir hátíðarinnar koma þar með til greina í Óskarsval vegna stuttmynda. Ugla Hauksdóttir útskrifaðist sem leikstjóri og handritshöfundur úr Columbia University árið 2016 og hefur síðan þá starfað við sjónvarpsleikstjórn bæði á Íslandi og erlendis. Árið 2018 leikstýrði Ugla tveimur þáttum af Ófærð og fékk í kjölfarið boð um að leikstýra þremur þáttum af Amazon seríunni Hanna sem frumsýnd verður í sumar. Ugla Hauksdóttir leikstjóri við tökur á stuttmyndinni Selshamurinn.Julie Rowland Nýlega hlotnaðist Uglu sá mikli heiður að vera boðið inngöngu í Leikstjórasamband Bandaríkjanna eða Directors Guild of America, og mun hún á þessu ári leikstýra tveimur þáttum af Amazon seríunni The Power sem byggð er á metsölubók eftir Naomi Alderman. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
Stuttmynd Uglu Hauksdóttur, Selshamurinn, hefur verið valin í aðalkeppni hinnar virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Huesca á Spáni. Þetta er í 48. skipti sem þessi hátíð er haldin en vegna kórónuveirunnar mun hún fara fram á stafrænu formi dagana 12. - 20. júní næstkomandi. Selshamurinn verður heimsfrumsýnd á hátíðinni. Myndin er skrifuð og leikstýrð af Uglu Hauksdóttur og framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Meðframleiðandi er Gunnhildur Helga Katrínardóttir og yfirframleiðandi Guðmundur Arnar Guðmundsson. Með aðalhlutverk fara Björn Thors og Bríet Sóley Valgeirsdóttir. „Selshamurinn fjallar um hina fimm ára gömlu Sól sem býr með föður sínum í afskekktu húsi við hafið. Ímyndunarafl hennar tekst á flug í tómarúmi einmanalegra daga á meðan faðir hennar tekst á við tónsmíðar. Þegar Sól skynjar trega föður síns, sem er henni óskiljanlegur, finnur hún hugarró í gamalli íslenskri þjóðsögu,“ segir Ugla um myndina. Mynd/Daníel Imsland Valin úr hópi 2.000 mynda Selshamurinn er ein af 31 mynd í alþjóðlegri stuttmyndakeppni hátíðarinnar en hátt í 2.000 myndir voru sendar inn frá 93 löndum. Aðeins tvær myndir voru valdar inn frá Norðurlöndunum í ár. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Huesca er á skrá Bandarísku kvikmyndaakademíunnar sem stendur fyrir Óskarsverðlaununum og vinningsmyndir hátíðarinnar koma þar með til greina í Óskarsval vegna stuttmynda. Ugla Hauksdóttir útskrifaðist sem leikstjóri og handritshöfundur úr Columbia University árið 2016 og hefur síðan þá starfað við sjónvarpsleikstjórn bæði á Íslandi og erlendis. Árið 2018 leikstýrði Ugla tveimur þáttum af Ófærð og fékk í kjölfarið boð um að leikstýra þremur þáttum af Amazon seríunni Hanna sem frumsýnd verður í sumar. Ugla Hauksdóttir leikstjóri við tökur á stuttmyndinni Selshamurinn.Julie Rowland Nýlega hlotnaðist Uglu sá mikli heiður að vera boðið inngöngu í Leikstjórasamband Bandaríkjanna eða Directors Guild of America, og mun hún á þessu ári leikstýra tveimur þáttum af Amazon seríunni The Power sem byggð er á metsölubók eftir Naomi Alderman.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira