131 missir vinnuna hjá Airport Associates Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2020 11:25 Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, sem þjónustar flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, sagði upp 131 starfsmanni í dag. 53 starfsmenn eru eftir hjá fyrirtækinu og segir forstjórinn að fyrirtækið þurfi áfram að afgreiða flugvélar þótt umferð sé mjög lítil. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að til aðgerðanna sé gripið vegna áhrifa af Covid-19 heimsfaraldrinum sem hefur haft þau áhrif að nær öll flugumferð í heiminum hefur stöðvast og óvíst hvenær flugsamgöngur komast í samt lag. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, segir verkefni nú aðallega snúa að fraktflugvélum auk reksturs skrifstofu þar sem unnar eru hleðsluskár fyrir flugfélögin svo eitthvað sé nefnt. Þá geti komið vélar í millilendingu þótt þær séu ekki með farþega. Óhætt er að segja að starfsöryggi hafi verið lítið undanfarin tvö ár hjá fyrirtækinu sem þjónustaði WOW air áður en fyrirtækið fór á hausinn. Þurfti fyrirtækið að ráðast í fjölmennar uppsagnir vegna erfiðleika WOW air sem lauk með gjaldþroti. Sigþór segir starfsmenn vera með þriggja mánaða uppsagnarfrest og mæti áfram til vinnu næstu mánuðina. Hann er sannfærður um að fyrirtækið komist í gegnum þennan skafl. Það byggi á sterkum stoðum og hafi verið lengi í rekstri. Þá muni verulega um aðstoð ríkisins en stjórnvöld greiða 85 prósent af launum á uppsagnarfrestinum eins og kynnt var á blaðamannafundi á þriðjudaginn. Airport Associates þjónustar um tuttugu flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Meðal viðskiptavina eru easyJet, Wizz Air, Delta Airlines, Bluebird, Nordic, British Airways, Norwegian, American Airlines og Air Canada, Neos, Jet2.com, Tui, S7, Air Baltic, Vueling og Transavia. Fyrirtækið harmar að þurfa að grípa til svo róttækra aðgerða en vonast til að geta endurráðið í störfin svo fljótt sem kostur er. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, sagði upp 131 starfsmanni í dag. 53 starfsmenn eru eftir hjá fyrirtækinu og segir forstjórinn að fyrirtækið þurfi áfram að afgreiða flugvélar þótt umferð sé mjög lítil. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að til aðgerðanna sé gripið vegna áhrifa af Covid-19 heimsfaraldrinum sem hefur haft þau áhrif að nær öll flugumferð í heiminum hefur stöðvast og óvíst hvenær flugsamgöngur komast í samt lag. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, segir verkefni nú aðallega snúa að fraktflugvélum auk reksturs skrifstofu þar sem unnar eru hleðsluskár fyrir flugfélögin svo eitthvað sé nefnt. Þá geti komið vélar í millilendingu þótt þær séu ekki með farþega. Óhætt er að segja að starfsöryggi hafi verið lítið undanfarin tvö ár hjá fyrirtækinu sem þjónustaði WOW air áður en fyrirtækið fór á hausinn. Þurfti fyrirtækið að ráðast í fjölmennar uppsagnir vegna erfiðleika WOW air sem lauk með gjaldþroti. Sigþór segir starfsmenn vera með þriggja mánaða uppsagnarfrest og mæti áfram til vinnu næstu mánuðina. Hann er sannfærður um að fyrirtækið komist í gegnum þennan skafl. Það byggi á sterkum stoðum og hafi verið lengi í rekstri. Þá muni verulega um aðstoð ríkisins en stjórnvöld greiða 85 prósent af launum á uppsagnarfrestinum eins og kynnt var á blaðamannafundi á þriðjudaginn. Airport Associates þjónustar um tuttugu flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Meðal viðskiptavina eru easyJet, Wizz Air, Delta Airlines, Bluebird, Nordic, British Airways, Norwegian, American Airlines og Air Canada, Neos, Jet2.com, Tui, S7, Air Baltic, Vueling og Transavia. Fyrirtækið harmar að þurfa að grípa til svo róttækra aðgerða en vonast til að geta endurráðið í störfin svo fljótt sem kostur er.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent