Hver vill alræðisvald? Heiðar Guðjónsson skrifar 30. apríl 2020 11:10 Fjarskiptakerfi og rafkerfi eru undirstaða hinar margumtöluðu fjórðu iðnbyltingar. Það þarf því að huga vel að því hvernig uppbygging þeirra kerfa er háttað til framtíðar. Ísland stendur framarlega en þó eru lönd sem standa okkur framar og auðvelt er að leita til þeirra og læra af þeirra mistökum, frekar en að endurtaka þau. Ríkisstjórnin ákvað í snarhasti í byrjun árs að setja saman starfshóp til að skoða uppbyggingu fjarskiptakerfa á Íslandi. Aldrei var opinberað hverjir voru í þeim hópi, hvað þá gefið færi á fundum með hópnum. Varla telst það í takt við tal á tyllidögum um opna og gegnsæja stjórnsýslu. Í gær var birt skýrsla starfshópsins. Þar kemur fyrst fram hverjir skipuðu hópinn. Það er svo í takt við annað í þessu ferli að tillögurnar eru fullkomlega ólýðræðislegar. Þar er lagt til að ákvarðanir sem teknar verði muni fara algjörlega fram hjá Póst og fjarskiptastofnun, sem er eftirlitsaðili stjórnvalda á fjarskiptamarkaði. Enn fremur er lagt til að ákvarðanir verði undanþegnar reglum stjórnsýslulaga um rökstuðning og andmæli. Með öðrum orðum er lagt til að alræðisvald verði sett í hendur embættismanna ráðuneyta, sem eftirlitsstofnun má ekkert hafa um að segja og hlutaðeigandi fyrirtæki eru svipt andmælarétti. Þegar verið er að tala um uppbyggingu fjarskiptakerfa sem einkafyrirtæki hafa byggt upp af myndarskap fyrir tugi milljarða þá finnst stjórnvöldum eðlilegt að afnema alla varnagla sem þegnar hafa í samskiptum sínum við yfirvöld. Þetta hefði þótt eðlilegt í Austur-Þýskalandi fortíðar en hvernig kemur svona hugmynd fram í dag á Íslandi? Ætlar ríkisstjórnin og svo Alþingi að taka þátt í svona aðför að lýðræðinu og grundvallarréttindum þegnanna? Höfundur er forstjóri Vodafone og Stöðvar 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Heiðar Guðjónsson Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fjarskiptakerfi og rafkerfi eru undirstaða hinar margumtöluðu fjórðu iðnbyltingar. Það þarf því að huga vel að því hvernig uppbygging þeirra kerfa er háttað til framtíðar. Ísland stendur framarlega en þó eru lönd sem standa okkur framar og auðvelt er að leita til þeirra og læra af þeirra mistökum, frekar en að endurtaka þau. Ríkisstjórnin ákvað í snarhasti í byrjun árs að setja saman starfshóp til að skoða uppbyggingu fjarskiptakerfa á Íslandi. Aldrei var opinberað hverjir voru í þeim hópi, hvað þá gefið færi á fundum með hópnum. Varla telst það í takt við tal á tyllidögum um opna og gegnsæja stjórnsýslu. Í gær var birt skýrsla starfshópsins. Þar kemur fyrst fram hverjir skipuðu hópinn. Það er svo í takt við annað í þessu ferli að tillögurnar eru fullkomlega ólýðræðislegar. Þar er lagt til að ákvarðanir sem teknar verði muni fara algjörlega fram hjá Póst og fjarskiptastofnun, sem er eftirlitsaðili stjórnvalda á fjarskiptamarkaði. Enn fremur er lagt til að ákvarðanir verði undanþegnar reglum stjórnsýslulaga um rökstuðning og andmæli. Með öðrum orðum er lagt til að alræðisvald verði sett í hendur embættismanna ráðuneyta, sem eftirlitsstofnun má ekkert hafa um að segja og hlutaðeigandi fyrirtæki eru svipt andmælarétti. Þegar verið er að tala um uppbyggingu fjarskiptakerfa sem einkafyrirtæki hafa byggt upp af myndarskap fyrir tugi milljarða þá finnst stjórnvöldum eðlilegt að afnema alla varnagla sem þegnar hafa í samskiptum sínum við yfirvöld. Þetta hefði þótt eðlilegt í Austur-Þýskalandi fortíðar en hvernig kemur svona hugmynd fram í dag á Íslandi? Ætlar ríkisstjórnin og svo Alþingi að taka þátt í svona aðför að lýðræðinu og grundvallarréttindum þegnanna? Höfundur er forstjóri Vodafone og Stöðvar 2.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar