Hver vill alræðisvald? Heiðar Guðjónsson skrifar 30. apríl 2020 11:10 Fjarskiptakerfi og rafkerfi eru undirstaða hinar margumtöluðu fjórðu iðnbyltingar. Það þarf því að huga vel að því hvernig uppbygging þeirra kerfa er háttað til framtíðar. Ísland stendur framarlega en þó eru lönd sem standa okkur framar og auðvelt er að leita til þeirra og læra af þeirra mistökum, frekar en að endurtaka þau. Ríkisstjórnin ákvað í snarhasti í byrjun árs að setja saman starfshóp til að skoða uppbyggingu fjarskiptakerfa á Íslandi. Aldrei var opinberað hverjir voru í þeim hópi, hvað þá gefið færi á fundum með hópnum. Varla telst það í takt við tal á tyllidögum um opna og gegnsæja stjórnsýslu. Í gær var birt skýrsla starfshópsins. Þar kemur fyrst fram hverjir skipuðu hópinn. Það er svo í takt við annað í þessu ferli að tillögurnar eru fullkomlega ólýðræðislegar. Þar er lagt til að ákvarðanir sem teknar verði muni fara algjörlega fram hjá Póst og fjarskiptastofnun, sem er eftirlitsaðili stjórnvalda á fjarskiptamarkaði. Enn fremur er lagt til að ákvarðanir verði undanþegnar reglum stjórnsýslulaga um rökstuðning og andmæli. Með öðrum orðum er lagt til að alræðisvald verði sett í hendur embættismanna ráðuneyta, sem eftirlitsstofnun má ekkert hafa um að segja og hlutaðeigandi fyrirtæki eru svipt andmælarétti. Þegar verið er að tala um uppbyggingu fjarskiptakerfa sem einkafyrirtæki hafa byggt upp af myndarskap fyrir tugi milljarða þá finnst stjórnvöldum eðlilegt að afnema alla varnagla sem þegnar hafa í samskiptum sínum við yfirvöld. Þetta hefði þótt eðlilegt í Austur-Þýskalandi fortíðar en hvernig kemur svona hugmynd fram í dag á Íslandi? Ætlar ríkisstjórnin og svo Alþingi að taka þátt í svona aðför að lýðræðinu og grundvallarréttindum þegnanna? Höfundur er forstjóri Vodafone og Stöðvar 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Heiðar Guðjónsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fjarskiptakerfi og rafkerfi eru undirstaða hinar margumtöluðu fjórðu iðnbyltingar. Það þarf því að huga vel að því hvernig uppbygging þeirra kerfa er háttað til framtíðar. Ísland stendur framarlega en þó eru lönd sem standa okkur framar og auðvelt er að leita til þeirra og læra af þeirra mistökum, frekar en að endurtaka þau. Ríkisstjórnin ákvað í snarhasti í byrjun árs að setja saman starfshóp til að skoða uppbyggingu fjarskiptakerfa á Íslandi. Aldrei var opinberað hverjir voru í þeim hópi, hvað þá gefið færi á fundum með hópnum. Varla telst það í takt við tal á tyllidögum um opna og gegnsæja stjórnsýslu. Í gær var birt skýrsla starfshópsins. Þar kemur fyrst fram hverjir skipuðu hópinn. Það er svo í takt við annað í þessu ferli að tillögurnar eru fullkomlega ólýðræðislegar. Þar er lagt til að ákvarðanir sem teknar verði muni fara algjörlega fram hjá Póst og fjarskiptastofnun, sem er eftirlitsaðili stjórnvalda á fjarskiptamarkaði. Enn fremur er lagt til að ákvarðanir verði undanþegnar reglum stjórnsýslulaga um rökstuðning og andmæli. Með öðrum orðum er lagt til að alræðisvald verði sett í hendur embættismanna ráðuneyta, sem eftirlitsstofnun má ekkert hafa um að segja og hlutaðeigandi fyrirtæki eru svipt andmælarétti. Þegar verið er að tala um uppbyggingu fjarskiptakerfa sem einkafyrirtæki hafa byggt upp af myndarskap fyrir tugi milljarða þá finnst stjórnvöldum eðlilegt að afnema alla varnagla sem þegnar hafa í samskiptum sínum við yfirvöld. Þetta hefði þótt eðlilegt í Austur-Þýskalandi fortíðar en hvernig kemur svona hugmynd fram í dag á Íslandi? Ætlar ríkisstjórnin og svo Alþingi að taka þátt í svona aðför að lýðræðinu og grundvallarréttindum þegnanna? Höfundur er forstjóri Vodafone og Stöðvar 2.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar