Löngum kafla í handboltasögunni lauk í dag þegar Guðjón Valur Sigurðsson setti punktinn aftan við glæsilegan feril.
Guðjón Valur lék í meistaraflokki í aldarfjórðung og með íslenska landsliðinu í 21 ár. Hann vann Ólympíusilfur og brons á EM með landsliðinu, varð meistari í fjórum löndum, vann Meistaradeild Evrópu, er markahæsti landsliðsmaður sögunnar, markahæstur í sögu EM, einn fárra sem hafa skorað 2000 mörk eða meira í þýsku úrvalsdeildinni og svo mætti lengi telja.
Tíðindi morgunsins vöktu mikla athygli og margir hafa lagt orð í belg um Guðjón Val á samfélagsmiðlum.
„Guðjón Valur er einn af þessum stóru. Hans frammistaða í gegnum tíðina er með ólíkindum. Hafðu þökk fyrir minn kæri vinur. Eina,“ skrifar nafni hans, Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Sýn, á Twitter.
Guðjón Valur er einn af þessum stóru. Hans frammistaða í gegnum tíðina er með ólíkindum. Hafðu þökk fyrir minn kæri vinur. Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) April 29, 2020
Annar íþróttafréttamaður, Einar Örn Jónsson, segir að nú séu þeir Guðjón Valur báðir orðnir fyrrverandi handboltamenn. Þeir léku lengi saman í landsliðinu.
Jæja, þá erum við báðir orðnir fyrrum handboltakallar, bara 19 árum eftir að þessi mynd var tekin. Ótrúlegur ferill Gogga á sér engin fordæmi í íslenskri íþróttasögu. Takk Gaui! #takkgaui pic.twitter.com/B2PzxRNPeO
— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) April 29, 2020
Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard, sem hefur séð ýmislegt á löngum ferli, segir bara: Þvílíkur ferill.
Sikke en karriere #legende #fjörugur #håndboldhttps://t.co/uWXYniYMcQ
— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) April 29, 2020
Annar danskur handboltaspekingur, Rasmus Boysen, segist einfaldlega ekki muna eftir handbolta án Guðjóns Vals.
I can t remember handball before Gudjon Valur Sigurdsson. Feels like he s always been there. An absolute legend and one of the best left wings of all time.#handball https://t.co/sbHz9KPaL4 pic.twitter.com/oSxHAyD4y3
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 29, 2020
Fleiri færslur um Guðjón Val af Twitter má sjá hér fyrir neðan.
Forréttindi að fylgjast með Guðjóni Val öll þessi ár. Stórkostlegur ferill.
— Stefán Árnason (@StefanArnason) April 29, 2020
Guðjón Valur hættur. Var farinn að halda að hann yrði eilífur í boltanum. Einn mesti og besti íþróttamaður sem þessi þjóð hefur alið og hefur fyrir löngu unnið sér inn Legend nafnbótina. Þetta er álíka stórt skarð í landsliðið og þegar Óli Stef hætti. #TakkGaui
— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) April 29, 2020
Guðjón Valur er einn besti handknattleiksmaður sögunnar, svo einfalt er það #takkgaui
— Ásgeir Jónsson (@sonurjons) April 29, 2020
Hugsa að GVS sé fyrirmynd hjá stórum hluta af íslensku íþróttafólki. Þvílíkur annar eins dugnaður, keppniskap, karakter og elja. Hreint út sagt magnaður ferill hjá honum. #takkGaui
— Lárus Helgi Ólafsson (@Lallihelgi) April 29, 2020
Thanx! #takkgaui
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) April 29, 2020
En sand legende har valgt at stoppe karrieren. Et fantastisk eksempel på professionel tilgang til det at være topatlet og samtidig ægte gentleman.
— Oliver Preben Jørgensen (@oliverpreben) April 29, 2020
Jeg havde selv fornøjelsen af en enkelt fløjtræning med ham, da jeg var U16 i AG. Kæmpe oplevelse. https://t.co/y4cmScLE5F
Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna í dag en hann er án nokkurs vafa einn besti handboltamaður sögunnar.
— KA (@KAakureyri) April 29, 2020
KA vill þakka honum fyrir hans framlag til KA sem og til landsliðsins en hann er til að mynda markahæsti landsliðsmaður í heimi!#TakkGaui pic.twitter.com/s0VQKo8Qk9