Verkefnin of stór til að krefja ríkisstjórnina um samráð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2020 22:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir verkefnin framundan of stór til að krefja ríkisstjórnina um aukið samráð. Vísir/Vilhelm „Það er verið að grípa til margra ágætra aðgerða en þetta er allt of fálmkennt og núna verið er að bjarga fyrirtækjum, jafnvel verið að aðstoða þau við að segja upp fólki þá þarf líka að verja það fólk og heimili þess fyrir tekjufalli. Þar fyrir utan skortir algjörlega aðgerðir til að verja sveitarfélögin sem eru að sinna okkar langdýrmætustu grunnþjónustu,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist sammála þessu. Hún fagni þó þeim skrefum sem tekin hafi verið, þau séu án efa mikilvæg en þau hefðu þó mátt koma fyrr. „Mér finnst gott að hrósa ríkisstjórninni fyrir það að gagnrýni skilaði sér og það sýnir mikilvægi gagnrýnar í þessu stóra máli. Útfærslan er enn eftir og það eykur óvissu. Við í Viðreisn munum leggja mikla áherslu á það að hafa leikreglurnar almennar, einfaldar og gegnsæjar þannig að allir viti í hvað að er stefnt.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að aðstoða verði fólk sem missi vinnuna og vernda heimili þess fyrir tekjufalli.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þorgerður var einnig á línunni í Reykjavík síðdegis ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Þorgerður segir skrefin sem kynnt hafi verið í dag mikilvæg en þó þurfi að taka stærri og meira afgerandi skref. „Nokkrir aðilar úti í atvinnulífinu, bæði í veitingahúsageiranum og í ferðaþjónustunni almennt, fólk var svolítið lamað, það var slegið eftir síðasta aðgerðapakka sem var í rauninni ekki neitt neitt þannig að þau hafa hlustað á þá réttmætu gagnrýni sem þau fengu í síðustu viku og komu þannig með þetta í dag og það mun skipta mjög miklu máli fyrir atvinnulífið, fyrir ferðaþjónustuna.“ Gott að gagnrýnisraddir skiluðu sér Icelandair hefur ákveðið að grípa til fjöldauppsagna og var það kynnt í dag að rúmlega 2000 manns yrði sagt upp vinnunni fyrir mánaðamótin. Þetta er stærsta fjöldauppsögn í sögu Vinnumálastofnunar. „Þetta er ákveðinn sorgardagur þegar svona stórum hópi fólks er sagt upp og ég hef miklar áhyggjur af þessu ástandi eins og það er í dag.“ Margir þingmenn minnihlutans hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi en Þorgerður segist ekki vilja staldra við það. „Verkefnin eru miklu stærri en svo að við getum verið að krefjast þess að ríkisstjórnin verði í einhverju samráði. Þetta er leið ríkisstjórnarinnar og hún er búin að vinna svona allt kjörtímabilið og þá bara göngum við út frá því. Stóra málið er að það verði að taka hér nægilega stór skref þannig að þessi djúpa, mikla niðursveifla sem á sér enga líka verði ekki lengri en hún nauðsynlega þarf að vera.“ Hún segir að skrefin þurfi að vera stærri og afgerandi til þess að viðspyrnan og umfangið veðri í takt við það sem þessar aðstæður raunverulega kalla eftir. „Álagið á velferðarkerfið, álagið á ríkissjóð til lengri tíma, álagið núna er mjög mikið, en til lengri tíma þá verður álagið og þensla ríkissjóðs mun meiri ef að við gætum ekki að því að taka utan um þau fyrirtæki sem eru á Íslandi þannig að þau verði ekki klyfjuð hamfaraklyfjum til lengri tíma.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir jákvætt að ríkisstjórnin hafi hlustað á þær gagnrýnisraddir sem heyrðust vegna annars aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð segist sammála Þorgerði og pakkann sýna mikilvægi þess að gagnrýnar raddir geti heyrst í lýðræðissamfélagi. „Það sem gerðist í upphafi, til dæmis í tengslum við fyrsta aðgerðapakkann, var að það kunni einhvern vegin enginn við að gagnrýna en eftir annan pakkann fékk hann mjög mikla gagnrýni og eðlilega að mínu mati, að því marki að ríkisstjórnin taldi sig þurfa að bregðast við og gerir það núna.“ Hann segir svo virðast sem þessar breytingar hafi ekki átt sér langan aðdraganda en ríkisstjórnin hafi ekki einu sinni náð að kynna tillögurnar fyrir eigin þingflokkum. „Þó var alveg ljóst að það þurfti víðtækari aðgerðir fyrir mánaðamót og sú mikla gagnrýni sem kom fram hún hafði þessi áhrif á stjórnina. Hann segir mjög gott að gagnrýnin hafi skilað sér og að ríkisstjórnin hafi brugðist við þeirri gagnrýni sem barst og gert breytingar. Reykjavík síðdegis Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vonar að kjarasamningar náist fyrir þriðjudag Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag. 28. apríl 2020 19:21 „Ekki króna inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa“ „Það er ekki að koma króna ný inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, varðandi styrki frá FIFA og UEFA. Styrkirnir berast sambandinu fyrr en ella vegna kórónuveirukrísunnar. 28. apríl 2020 19:00 Flugmenn Icelandair standa með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt Alls missti 421 flugmaður vinnuna hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar þegar rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. 28. apríl 2020 19:01 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Það er verið að grípa til margra ágætra aðgerða en þetta er allt of fálmkennt og núna verið er að bjarga fyrirtækjum, jafnvel verið að aðstoða þau við að segja upp fólki þá þarf líka að verja það fólk og heimili þess fyrir tekjufalli. Þar fyrir utan skortir algjörlega aðgerðir til að verja sveitarfélögin sem eru að sinna okkar langdýrmætustu grunnþjónustu,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist sammála þessu. Hún fagni þó þeim skrefum sem tekin hafi verið, þau séu án efa mikilvæg en þau hefðu þó mátt koma fyrr. „Mér finnst gott að hrósa ríkisstjórninni fyrir það að gagnrýni skilaði sér og það sýnir mikilvægi gagnrýnar í þessu stóra máli. Útfærslan er enn eftir og það eykur óvissu. Við í Viðreisn munum leggja mikla áherslu á það að hafa leikreglurnar almennar, einfaldar og gegnsæjar þannig að allir viti í hvað að er stefnt.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að aðstoða verði fólk sem missi vinnuna og vernda heimili þess fyrir tekjufalli.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þorgerður var einnig á línunni í Reykjavík síðdegis ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Þorgerður segir skrefin sem kynnt hafi verið í dag mikilvæg en þó þurfi að taka stærri og meira afgerandi skref. „Nokkrir aðilar úti í atvinnulífinu, bæði í veitingahúsageiranum og í ferðaþjónustunni almennt, fólk var svolítið lamað, það var slegið eftir síðasta aðgerðapakka sem var í rauninni ekki neitt neitt þannig að þau hafa hlustað á þá réttmætu gagnrýni sem þau fengu í síðustu viku og komu þannig með þetta í dag og það mun skipta mjög miklu máli fyrir atvinnulífið, fyrir ferðaþjónustuna.“ Gott að gagnrýnisraddir skiluðu sér Icelandair hefur ákveðið að grípa til fjöldauppsagna og var það kynnt í dag að rúmlega 2000 manns yrði sagt upp vinnunni fyrir mánaðamótin. Þetta er stærsta fjöldauppsögn í sögu Vinnumálastofnunar. „Þetta er ákveðinn sorgardagur þegar svona stórum hópi fólks er sagt upp og ég hef miklar áhyggjur af þessu ástandi eins og það er í dag.“ Margir þingmenn minnihlutans hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi en Þorgerður segist ekki vilja staldra við það. „Verkefnin eru miklu stærri en svo að við getum verið að krefjast þess að ríkisstjórnin verði í einhverju samráði. Þetta er leið ríkisstjórnarinnar og hún er búin að vinna svona allt kjörtímabilið og þá bara göngum við út frá því. Stóra málið er að það verði að taka hér nægilega stór skref þannig að þessi djúpa, mikla niðursveifla sem á sér enga líka verði ekki lengri en hún nauðsynlega þarf að vera.“ Hún segir að skrefin þurfi að vera stærri og afgerandi til þess að viðspyrnan og umfangið veðri í takt við það sem þessar aðstæður raunverulega kalla eftir. „Álagið á velferðarkerfið, álagið á ríkissjóð til lengri tíma, álagið núna er mjög mikið, en til lengri tíma þá verður álagið og þensla ríkissjóðs mun meiri ef að við gætum ekki að því að taka utan um þau fyrirtæki sem eru á Íslandi þannig að þau verði ekki klyfjuð hamfaraklyfjum til lengri tíma.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir jákvætt að ríkisstjórnin hafi hlustað á þær gagnrýnisraddir sem heyrðust vegna annars aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð segist sammála Þorgerði og pakkann sýna mikilvægi þess að gagnrýnar raddir geti heyrst í lýðræðissamfélagi. „Það sem gerðist í upphafi, til dæmis í tengslum við fyrsta aðgerðapakkann, var að það kunni einhvern vegin enginn við að gagnrýna en eftir annan pakkann fékk hann mjög mikla gagnrýni og eðlilega að mínu mati, að því marki að ríkisstjórnin taldi sig þurfa að bregðast við og gerir það núna.“ Hann segir svo virðast sem þessar breytingar hafi ekki átt sér langan aðdraganda en ríkisstjórnin hafi ekki einu sinni náð að kynna tillögurnar fyrir eigin þingflokkum. „Þó var alveg ljóst að það þurfti víðtækari aðgerðir fyrir mánaðamót og sú mikla gagnrýni sem kom fram hún hafði þessi áhrif á stjórnina. Hann segir mjög gott að gagnrýnin hafi skilað sér og að ríkisstjórnin hafi brugðist við þeirri gagnrýni sem barst og gert breytingar.
Reykjavík síðdegis Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vonar að kjarasamningar náist fyrir þriðjudag Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag. 28. apríl 2020 19:21 „Ekki króna inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa“ „Það er ekki að koma króna ný inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, varðandi styrki frá FIFA og UEFA. Styrkirnir berast sambandinu fyrr en ella vegna kórónuveirukrísunnar. 28. apríl 2020 19:00 Flugmenn Icelandair standa með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt Alls missti 421 flugmaður vinnuna hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar þegar rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. 28. apríl 2020 19:01 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Vonar að kjarasamningar náist fyrir þriðjudag Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag. 28. apríl 2020 19:21
„Ekki króna inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa“ „Það er ekki að koma króna ný inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, varðandi styrki frá FIFA og UEFA. Styrkirnir berast sambandinu fyrr en ella vegna kórónuveirukrísunnar. 28. apríl 2020 19:00
Flugmenn Icelandair standa með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt Alls missti 421 flugmaður vinnuna hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar þegar rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. 28. apríl 2020 19:01