Krefjast viðræðna við forsætisráðherra um spilakassa Alma Hafsteinsdóttir skrifar 27. apríl 2020 16:00 Til ríkisstjórnar Íslands, b/t Katrín Jakobsdóttir Bréf þetta sendum við forsætisráðherra vegna þess að efni bréfsins heyrir undir fleiri en eitt ráðuneyti en það snýr að rekstri spilakassa og spilasala ásamt málefnum spilafíkla. Hinn 16. mars 2020 var tekin ákvörðun um að loka spilasölum og spilakössum vegna smithættu af völdum Covid-19 faraldursins. Nú er komin nokkur reynsla af þessari lokun þó að ekki sé ýkja langt um liðið. Það er sóttvarnaryfirvalda að meta þessa lokun út frá smithættu en ástæða er til að benda jafnframt á aðra þætti sem snerta lýðheilsu, efnahagsleg áhrif og samfélagslega ábyrgð og tengjast þessum mjög svo vafasama rekstri á spilakössum. Samtökin hafa fengið ábendingar frá spilafíklum svo og atvinnurekendum sem staðhæfa að lokun spilakassanna hafi þegar haft merkjanleg mjög jákvæð áhrif. Spilafíklar hafa sagt að lokunin sé þeim sem frelsun og atvinnurekendur, sem hafa í sinni vinnu einstaklinga sem eiga við spilafíkn að stríða, segja að lokunin hafi í för með sér bætta líðan, minni fjarveru og fyrir vikið bættan vinnuanda. Þá hafa aðstandendur spilafíkla sagt að innan veggja heimilis hafi lokunin haft mjög jákvæð áhrif og hafa fjármunir verið að skila sér í heimilisrekstur og í grunnþarfir svo sem greiðslur á húsnæði og matarinnkaup. Á tímum þrenginga og angistar margra þarf að mati samtakanna að hyggja sérstaklega að þessum þætti lýðheilsunnar, andlegri líðan fólks og fjárhagslegum afleiðingum. Hvernig styrkja megi einstaklinga og fjölskyldur og stuðla að velferð í samfélagi okkar almennt. Að sjálfsögðu væri farsælast að opna hvorki fyrir spilun í einstökum spilakössum eða í spilasölum fyrr en búið er að gera viðeigandi breytingar á aðgengi og takmörkunum hvað varðar upphæðir og tíma sem hægt er að eyða í þessa spilakassa. Mikilvægt er að hafa þann hátt á að spilafíklar verði ekki skildir eftir berskjaldaðir að glíma við fíkn sína, eins og því miður hefur verið síðan árið 1993. Samtökin óska því strax eftir viðræðum við stjórnvöld um hvaða fyrirkomulag megi hafa og hvaða reglum beri að hlíta fari svo að banni á spilakassa verði aflétt. Því fyrr sem þessar viðræður gætu hafist þeim mun betra, en það liggur í augum uppi að þær þurfa að eiga sér stað áður en til umræðu kemur hvort og þá hvenær aflétta eigi banninu. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn og skrifar fyrir hönd stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alma Hafsteinsdóttir Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Sjá meira
Til ríkisstjórnar Íslands, b/t Katrín Jakobsdóttir Bréf þetta sendum við forsætisráðherra vegna þess að efni bréfsins heyrir undir fleiri en eitt ráðuneyti en það snýr að rekstri spilakassa og spilasala ásamt málefnum spilafíkla. Hinn 16. mars 2020 var tekin ákvörðun um að loka spilasölum og spilakössum vegna smithættu af völdum Covid-19 faraldursins. Nú er komin nokkur reynsla af þessari lokun þó að ekki sé ýkja langt um liðið. Það er sóttvarnaryfirvalda að meta þessa lokun út frá smithættu en ástæða er til að benda jafnframt á aðra þætti sem snerta lýðheilsu, efnahagsleg áhrif og samfélagslega ábyrgð og tengjast þessum mjög svo vafasama rekstri á spilakössum. Samtökin hafa fengið ábendingar frá spilafíklum svo og atvinnurekendum sem staðhæfa að lokun spilakassanna hafi þegar haft merkjanleg mjög jákvæð áhrif. Spilafíklar hafa sagt að lokunin sé þeim sem frelsun og atvinnurekendur, sem hafa í sinni vinnu einstaklinga sem eiga við spilafíkn að stríða, segja að lokunin hafi í för með sér bætta líðan, minni fjarveru og fyrir vikið bættan vinnuanda. Þá hafa aðstandendur spilafíkla sagt að innan veggja heimilis hafi lokunin haft mjög jákvæð áhrif og hafa fjármunir verið að skila sér í heimilisrekstur og í grunnþarfir svo sem greiðslur á húsnæði og matarinnkaup. Á tímum þrenginga og angistar margra þarf að mati samtakanna að hyggja sérstaklega að þessum þætti lýðheilsunnar, andlegri líðan fólks og fjárhagslegum afleiðingum. Hvernig styrkja megi einstaklinga og fjölskyldur og stuðla að velferð í samfélagi okkar almennt. Að sjálfsögðu væri farsælast að opna hvorki fyrir spilun í einstökum spilakössum eða í spilasölum fyrr en búið er að gera viðeigandi breytingar á aðgengi og takmörkunum hvað varðar upphæðir og tíma sem hægt er að eyða í þessa spilakassa. Mikilvægt er að hafa þann hátt á að spilafíklar verði ekki skildir eftir berskjaldaðir að glíma við fíkn sína, eins og því miður hefur verið síðan árið 1993. Samtökin óska því strax eftir viðræðum við stjórnvöld um hvaða fyrirkomulag megi hafa og hvaða reglum beri að hlíta fari svo að banni á spilakassa verði aflétt. Því fyrr sem þessar viðræður gætu hafist þeim mun betra, en það liggur í augum uppi að þær þurfa að eiga sér stað áður en til umræðu kemur hvort og þá hvenær aflétta eigi banninu. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn og skrifar fyrir hönd stjórnar.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar