Fjörutíu prósent koma ítrekað á bráðamóttöku með áverka eftir heimilisofbeldi: Tíu prósent teknar kyrkingartaki Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. apríl 2020 19:00 Fjörutíu prósent kvenna sem leita á Landspítala með áverka eftir heimilsofbeldi koma ítrekað á spítalann vegna ofbeldis. Þetta sýnir ný rannsókn. Algengastir eru áverkar á höfði, í andliti og á hálsi. Ein af hverjum tíu hafði verið tekin kyrkingartaki. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands, hefur síðustu ár rannsakað umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Þetta er umfangsmesta rannsókn um heimilisofbeldi sem gerð hefur verið á Íslandi. Niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar sýna að að meðaltali eru hundrað og fimmtíu komur á Landspítalann á hverju ári þar sem kona kemur með áverka eftir heimilisofbeldi. Stór hluti kemur ítrekað. „Þrjátíu og átta prósent af þeim voru að koma aftur og það er þá ekki aftur eins og að koma eftir viku í saumatöku eða eftirfylgni af fyrri komu, heldur ný koma. Þannig ég kem á mánudeg og svo kem ég aftur í næsta mánuði með nýtt og nýtt atvik, semsagt ný líkamsárás. Þannig að fjörutíu prósent af þessum konum voru í þeirri stöðu,“ segir Drífa. Tíu prósent tekin hálstaki Sú sem hafði komið oftast með áverka eftir heimilisofbeldi, hafði komið sjö sinnum. „Það er verið að slá og kýla og berja en það er líka verið að sparka og hrinda og draga um á hárinu og svo þessar kyrkingar,“ segir Drífa. Tíu prósent kvennanna höfðu verið teknar hálstaki. Þrjátíu og sjö prósent voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi, átta prósent með áverka á brjóstkassa, fimm prósent með áverka á hrygg og tíu prósent með dreifða áverka. „Það er alveg stór hluti, tíu prósent, sem eru að segja að þær hafi verið teknar kyrkingartaki í síðustu líkamsárás sem er náttúrulega mikið áhyggjuefni. Það er stórhættulegt,“ segir Drífa. Um þrjú prósent kvennanna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Meðalaldur kvennanna sem leituðu á spítalann eru 34 ár. Drífa telur að talsvert fleiri konur komi á spítala með áverka eftir heimilisofbeldi. „Konur segja ekkert alltaf frá og þetta er svona bara toppurinn á ísjakanum. Þær geta líka farið á aðrar heilbrigðisstofnanir. Kannski kemur makinn með þeim og þá geta þær ekki sagt frá að hann gerði þetta, þær segjast bara hafa dottið og svona,“ segir Drífa. Heimilisofbeldi Landspítalinn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira
Fjörutíu prósent kvenna sem leita á Landspítala með áverka eftir heimilsofbeldi koma ítrekað á spítalann vegna ofbeldis. Þetta sýnir ný rannsókn. Algengastir eru áverkar á höfði, í andliti og á hálsi. Ein af hverjum tíu hafði verið tekin kyrkingartaki. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands, hefur síðustu ár rannsakað umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Þetta er umfangsmesta rannsókn um heimilisofbeldi sem gerð hefur verið á Íslandi. Niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar sýna að að meðaltali eru hundrað og fimmtíu komur á Landspítalann á hverju ári þar sem kona kemur með áverka eftir heimilisofbeldi. Stór hluti kemur ítrekað. „Þrjátíu og átta prósent af þeim voru að koma aftur og það er þá ekki aftur eins og að koma eftir viku í saumatöku eða eftirfylgni af fyrri komu, heldur ný koma. Þannig ég kem á mánudeg og svo kem ég aftur í næsta mánuði með nýtt og nýtt atvik, semsagt ný líkamsárás. Þannig að fjörutíu prósent af þessum konum voru í þeirri stöðu,“ segir Drífa. Tíu prósent tekin hálstaki Sú sem hafði komið oftast með áverka eftir heimilisofbeldi, hafði komið sjö sinnum. „Það er verið að slá og kýla og berja en það er líka verið að sparka og hrinda og draga um á hárinu og svo þessar kyrkingar,“ segir Drífa. Tíu prósent kvennanna höfðu verið teknar hálstaki. Þrjátíu og sjö prósent voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi, átta prósent með áverka á brjóstkassa, fimm prósent með áverka á hrygg og tíu prósent með dreifða áverka. „Það er alveg stór hluti, tíu prósent, sem eru að segja að þær hafi verið teknar kyrkingartaki í síðustu líkamsárás sem er náttúrulega mikið áhyggjuefni. Það er stórhættulegt,“ segir Drífa. Um þrjú prósent kvennanna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Meðalaldur kvennanna sem leituðu á spítalann eru 34 ár. Drífa telur að talsvert fleiri konur komi á spítala með áverka eftir heimilisofbeldi. „Konur segja ekkert alltaf frá og þetta er svona bara toppurinn á ísjakanum. Þær geta líka farið á aðrar heilbrigðisstofnanir. Kannski kemur makinn með þeim og þá geta þær ekki sagt frá að hann gerði þetta, þær segjast bara hafa dottið og svona,“ segir Drífa.
Heimilisofbeldi Landspítalinn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira