Fjörutíu prósent koma ítrekað á bráðamóttöku með áverka eftir heimilisofbeldi: Tíu prósent teknar kyrkingartaki Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. apríl 2020 19:00 Fjörutíu prósent kvenna sem leita á Landspítala með áverka eftir heimilsofbeldi koma ítrekað á spítalann vegna ofbeldis. Þetta sýnir ný rannsókn. Algengastir eru áverkar á höfði, í andliti og á hálsi. Ein af hverjum tíu hafði verið tekin kyrkingartaki. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands, hefur síðustu ár rannsakað umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Þetta er umfangsmesta rannsókn um heimilisofbeldi sem gerð hefur verið á Íslandi. Niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar sýna að að meðaltali eru hundrað og fimmtíu komur á Landspítalann á hverju ári þar sem kona kemur með áverka eftir heimilisofbeldi. Stór hluti kemur ítrekað. „Þrjátíu og átta prósent af þeim voru að koma aftur og það er þá ekki aftur eins og að koma eftir viku í saumatöku eða eftirfylgni af fyrri komu, heldur ný koma. Þannig ég kem á mánudeg og svo kem ég aftur í næsta mánuði með nýtt og nýtt atvik, semsagt ný líkamsárás. Þannig að fjörutíu prósent af þessum konum voru í þeirri stöðu,“ segir Drífa. Tíu prósent tekin hálstaki Sú sem hafði komið oftast með áverka eftir heimilisofbeldi, hafði komið sjö sinnum. „Það er verið að slá og kýla og berja en það er líka verið að sparka og hrinda og draga um á hárinu og svo þessar kyrkingar,“ segir Drífa. Tíu prósent kvennanna höfðu verið teknar hálstaki. Þrjátíu og sjö prósent voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi, átta prósent með áverka á brjóstkassa, fimm prósent með áverka á hrygg og tíu prósent með dreifða áverka. „Það er alveg stór hluti, tíu prósent, sem eru að segja að þær hafi verið teknar kyrkingartaki í síðustu líkamsárás sem er náttúrulega mikið áhyggjuefni. Það er stórhættulegt,“ segir Drífa. Um þrjú prósent kvennanna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Meðalaldur kvennanna sem leituðu á spítalann eru 34 ár. Drífa telur að talsvert fleiri konur komi á spítala með áverka eftir heimilisofbeldi. „Konur segja ekkert alltaf frá og þetta er svona bara toppurinn á ísjakanum. Þær geta líka farið á aðrar heilbrigðisstofnanir. Kannski kemur makinn með þeim og þá geta þær ekki sagt frá að hann gerði þetta, þær segjast bara hafa dottið og svona,“ segir Drífa. Heimilisofbeldi Landspítalinn Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Fjörutíu prósent kvenna sem leita á Landspítala með áverka eftir heimilsofbeldi koma ítrekað á spítalann vegna ofbeldis. Þetta sýnir ný rannsókn. Algengastir eru áverkar á höfði, í andliti og á hálsi. Ein af hverjum tíu hafði verið tekin kyrkingartaki. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands, hefur síðustu ár rannsakað umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Þetta er umfangsmesta rannsókn um heimilisofbeldi sem gerð hefur verið á Íslandi. Niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar sýna að að meðaltali eru hundrað og fimmtíu komur á Landspítalann á hverju ári þar sem kona kemur með áverka eftir heimilisofbeldi. Stór hluti kemur ítrekað. „Þrjátíu og átta prósent af þeim voru að koma aftur og það er þá ekki aftur eins og að koma eftir viku í saumatöku eða eftirfylgni af fyrri komu, heldur ný koma. Þannig ég kem á mánudeg og svo kem ég aftur í næsta mánuði með nýtt og nýtt atvik, semsagt ný líkamsárás. Þannig að fjörutíu prósent af þessum konum voru í þeirri stöðu,“ segir Drífa. Tíu prósent tekin hálstaki Sú sem hafði komið oftast með áverka eftir heimilisofbeldi, hafði komið sjö sinnum. „Það er verið að slá og kýla og berja en það er líka verið að sparka og hrinda og draga um á hárinu og svo þessar kyrkingar,“ segir Drífa. Tíu prósent kvennanna höfðu verið teknar hálstaki. Þrjátíu og sjö prósent voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi, átta prósent með áverka á brjóstkassa, fimm prósent með áverka á hrygg og tíu prósent með dreifða áverka. „Það er alveg stór hluti, tíu prósent, sem eru að segja að þær hafi verið teknar kyrkingartaki í síðustu líkamsárás sem er náttúrulega mikið áhyggjuefni. Það er stórhættulegt,“ segir Drífa. Um þrjú prósent kvennanna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Meðalaldur kvennanna sem leituðu á spítalann eru 34 ár. Drífa telur að talsvert fleiri konur komi á spítala með áverka eftir heimilisofbeldi. „Konur segja ekkert alltaf frá og þetta er svona bara toppurinn á ísjakanum. Þær geta líka farið á aðrar heilbrigðisstofnanir. Kannski kemur makinn með þeim og þá geta þær ekki sagt frá að hann gerði þetta, þær segjast bara hafa dottið og svona,“ segir Drífa.
Heimilisofbeldi Landspítalinn Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira