Varar við því að ferðaþjónusta fari of snemma af stað Andri Eysteinsson skrifar 26. apríl 2020 12:28 Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands. MSC/Niedermueller Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, hefur varað við mögulegum afleiðingum þess að ferðaþjónusta í Evrópu fari of snemma af stað að nýju eftir faraldur kórónuveirunnar. Vísaði Maas þar til fjölda smita sem breiddust út frá ferðamannastöðum og nefndi þar sérstaklega austurríska skíðabæinn Ischgl. Reuters greinir frá. Sjá einnig: Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu „Við höfum þegar séð hvað getur gerst þegar miðpunkt faraldurs er að finna í vinsælum ferðamannastað. Við höfum séð hvaða afleiðingar það getur haft í heimalöngum ferðamanna. Slíkt má ekki gerast aftur,“ sagði Maas. „Ef Evrópuríki keppast við að koma ferðaþjónustunni af stað að nýju gæti það haft í för með sér mikla áhættu,“ sagði ráðherrann. Eins og vitað er má rekja fjölda tilfella kórónuveirunnar á Íslandi, Norðurlöndunum og Austurríkis til bæjarins Ischgl í Ölpunum sem fyrir faraldur var þekktur fyrir skemmtanalíf jafnt sem skíðasvæði. Nýlega var takmörkunum aflétt að einhverju leiti í Ischgl en algjört útgöngubann hafði verið í gildi í rúman mánuð. Austurríki hefur leyft inngöngu ferðamanna inn í landið að nýju en þó eingöngu þýskum ferðamönnum. Ekki hafa landamærin verið opnuð að fullu líkt og raunin var fyrir faraldur. Heiko Maas sagði að Evrópa þyrfti að koma sér saman um fyrirkomulag ferðamennsku og tryggja ferðafrelsi Evrópubúa eins fljótt og auðið er en þó innan skynsamlegra marka. „Við megum ekki láta sigra síðustu vikna verða til einskis,“ sagði Maas og bætti við að ef svo yrði myndu hömlur á ferðafrelsi vara mun lengur en ella. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, hefur varað við mögulegum afleiðingum þess að ferðaþjónusta í Evrópu fari of snemma af stað að nýju eftir faraldur kórónuveirunnar. Vísaði Maas þar til fjölda smita sem breiddust út frá ferðamannastöðum og nefndi þar sérstaklega austurríska skíðabæinn Ischgl. Reuters greinir frá. Sjá einnig: Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu „Við höfum þegar séð hvað getur gerst þegar miðpunkt faraldurs er að finna í vinsælum ferðamannastað. Við höfum séð hvaða afleiðingar það getur haft í heimalöngum ferðamanna. Slíkt má ekki gerast aftur,“ sagði Maas. „Ef Evrópuríki keppast við að koma ferðaþjónustunni af stað að nýju gæti það haft í för með sér mikla áhættu,“ sagði ráðherrann. Eins og vitað er má rekja fjölda tilfella kórónuveirunnar á Íslandi, Norðurlöndunum og Austurríkis til bæjarins Ischgl í Ölpunum sem fyrir faraldur var þekktur fyrir skemmtanalíf jafnt sem skíðasvæði. Nýlega var takmörkunum aflétt að einhverju leiti í Ischgl en algjört útgöngubann hafði verið í gildi í rúman mánuð. Austurríki hefur leyft inngöngu ferðamanna inn í landið að nýju en þó eingöngu þýskum ferðamönnum. Ekki hafa landamærin verið opnuð að fullu líkt og raunin var fyrir faraldur. Heiko Maas sagði að Evrópa þyrfti að koma sér saman um fyrirkomulag ferðamennsku og tryggja ferðafrelsi Evrópubúa eins fljótt og auðið er en þó innan skynsamlegra marka. „Við megum ekki láta sigra síðustu vikna verða til einskis,“ sagði Maas og bætti við að ef svo yrði myndu hömlur á ferðafrelsi vara mun lengur en ella.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira