Varar við því að ferðaþjónusta fari of snemma af stað Andri Eysteinsson skrifar 26. apríl 2020 12:28 Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands. MSC/Niedermueller Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, hefur varað við mögulegum afleiðingum þess að ferðaþjónusta í Evrópu fari of snemma af stað að nýju eftir faraldur kórónuveirunnar. Vísaði Maas þar til fjölda smita sem breiddust út frá ferðamannastöðum og nefndi þar sérstaklega austurríska skíðabæinn Ischgl. Reuters greinir frá. Sjá einnig: Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu „Við höfum þegar séð hvað getur gerst þegar miðpunkt faraldurs er að finna í vinsælum ferðamannastað. Við höfum séð hvaða afleiðingar það getur haft í heimalöngum ferðamanna. Slíkt má ekki gerast aftur,“ sagði Maas. „Ef Evrópuríki keppast við að koma ferðaþjónustunni af stað að nýju gæti það haft í för með sér mikla áhættu,“ sagði ráðherrann. Eins og vitað er má rekja fjölda tilfella kórónuveirunnar á Íslandi, Norðurlöndunum og Austurríkis til bæjarins Ischgl í Ölpunum sem fyrir faraldur var þekktur fyrir skemmtanalíf jafnt sem skíðasvæði. Nýlega var takmörkunum aflétt að einhverju leiti í Ischgl en algjört útgöngubann hafði verið í gildi í rúman mánuð. Austurríki hefur leyft inngöngu ferðamanna inn í landið að nýju en þó eingöngu þýskum ferðamönnum. Ekki hafa landamærin verið opnuð að fullu líkt og raunin var fyrir faraldur. Heiko Maas sagði að Evrópa þyrfti að koma sér saman um fyrirkomulag ferðamennsku og tryggja ferðafrelsi Evrópubúa eins fljótt og auðið er en þó innan skynsamlegra marka. „Við megum ekki láta sigra síðustu vikna verða til einskis,“ sagði Maas og bætti við að ef svo yrði myndu hömlur á ferðafrelsi vara mun lengur en ella. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, hefur varað við mögulegum afleiðingum þess að ferðaþjónusta í Evrópu fari of snemma af stað að nýju eftir faraldur kórónuveirunnar. Vísaði Maas þar til fjölda smita sem breiddust út frá ferðamannastöðum og nefndi þar sérstaklega austurríska skíðabæinn Ischgl. Reuters greinir frá. Sjá einnig: Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu „Við höfum þegar séð hvað getur gerst þegar miðpunkt faraldurs er að finna í vinsælum ferðamannastað. Við höfum séð hvaða afleiðingar það getur haft í heimalöngum ferðamanna. Slíkt má ekki gerast aftur,“ sagði Maas. „Ef Evrópuríki keppast við að koma ferðaþjónustunni af stað að nýju gæti það haft í för með sér mikla áhættu,“ sagði ráðherrann. Eins og vitað er má rekja fjölda tilfella kórónuveirunnar á Íslandi, Norðurlöndunum og Austurríkis til bæjarins Ischgl í Ölpunum sem fyrir faraldur var þekktur fyrir skemmtanalíf jafnt sem skíðasvæði. Nýlega var takmörkunum aflétt að einhverju leiti í Ischgl en algjört útgöngubann hafði verið í gildi í rúman mánuð. Austurríki hefur leyft inngöngu ferðamanna inn í landið að nýju en þó eingöngu þýskum ferðamönnum. Ekki hafa landamærin verið opnuð að fullu líkt og raunin var fyrir faraldur. Heiko Maas sagði að Evrópa þyrfti að koma sér saman um fyrirkomulag ferðamennsku og tryggja ferðafrelsi Evrópubúa eins fljótt og auðið er en þó innan skynsamlegra marka. „Við megum ekki láta sigra síðustu vikna verða til einskis,“ sagði Maas og bætti við að ef svo yrði myndu hömlur á ferðafrelsi vara mun lengur en ella.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent