Borgarstjóri vill ræða götulokanir til að tryggja tveggja metra regluna Andri Eysteinsson skrifar 25. apríl 2020 22:05 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur ætlar að ræða hugsanlegar götulokanir við Almannavarnir og Sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er að loka fyrir bílaumferð í miðbænum til þess að tryggja það að hægt verði að fylgja tveggja metra reglunni. Borgarstjóri segist munu ræða málið við almannavarnir og sóttvarnalækni. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, svaraði í dag fyrirspurn sem honum barst í gegnum Twitter. Sneri fyrirspurnin að því hvort mögulega væri unnt að loka fyrir bílaumferð um götur miðbæjarins. Það var PAKKAÐ af fólki niðri í bæ í dag. Enginn gat virt 2 metra regluna af því allar götur miðbæjarins voru opnar. Nú eru #göngugötur mikilvægari en nokkru sinni, ekki satt @Dagurb @SigurborgOsk og @reykjavik ?— Kristján Hrannar (@KristjanHrannar) April 25, 2020 Twitter notandinn Kristján Hrannar beindi spurningunni að þeim Degi og Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur formanns Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Sagði Kristján í færslu sinni að „pakkað væri af fólki niðri í bæ í dag.“ Velti hann því hugsanlegum lokunum því fyrir sér. Dagur svaraði fyrirspurninni á þá leið að hún væri eðlileg og benti á að margar borgir hefðu lokað fyrir bílaumferð á götum að undanförnu til þess að gangandi vegfarendur gæti fylgt tveggja metra reglu sóttvarnayfirvalda. Takk! Mjög eðlilegar ábendingar og áhyggjur - og margar borgir sem hafa lokað fyrir bílaumferð á fjölmörgum götum að undanförnu til að gangandi geti virt 2 metra regluna. Tek upp við Þórólf sóttvarnarlækni og @VidirReynisson hjá almannavörnum eftir helgi.— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) April 25, 2020 Kvaðst Dagur þá ætla að ræða málið við Sóttvarnalækni, Þórólf Guðnason og Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra eftir helgina. Reykjavík Skipulag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Borgarstjórn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Til skoðunar er að loka fyrir bílaumferð í miðbænum til þess að tryggja það að hægt verði að fylgja tveggja metra reglunni. Borgarstjóri segist munu ræða málið við almannavarnir og sóttvarnalækni. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, svaraði í dag fyrirspurn sem honum barst í gegnum Twitter. Sneri fyrirspurnin að því hvort mögulega væri unnt að loka fyrir bílaumferð um götur miðbæjarins. Það var PAKKAÐ af fólki niðri í bæ í dag. Enginn gat virt 2 metra regluna af því allar götur miðbæjarins voru opnar. Nú eru #göngugötur mikilvægari en nokkru sinni, ekki satt @Dagurb @SigurborgOsk og @reykjavik ?— Kristján Hrannar (@KristjanHrannar) April 25, 2020 Twitter notandinn Kristján Hrannar beindi spurningunni að þeim Degi og Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur formanns Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Sagði Kristján í færslu sinni að „pakkað væri af fólki niðri í bæ í dag.“ Velti hann því hugsanlegum lokunum því fyrir sér. Dagur svaraði fyrirspurninni á þá leið að hún væri eðlileg og benti á að margar borgir hefðu lokað fyrir bílaumferð á götum að undanförnu til þess að gangandi vegfarendur gæti fylgt tveggja metra reglu sóttvarnayfirvalda. Takk! Mjög eðlilegar ábendingar og áhyggjur - og margar borgir sem hafa lokað fyrir bílaumferð á fjölmörgum götum að undanförnu til að gangandi geti virt 2 metra regluna. Tek upp við Þórólf sóttvarnarlækni og @VidirReynisson hjá almannavörnum eftir helgi.— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) April 25, 2020 Kvaðst Dagur þá ætla að ræða málið við Sóttvarnalækni, Þórólf Guðnason og Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra eftir helgina.
Reykjavík Skipulag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Borgarstjórn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira