Borche með tvö plön: „Hann er eins og amaba“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 20:00 Borche Ilievski ræddi málin í Mjóddinni í dag. SKJÁSKOT/STÖÐ 2 SPORT Borche Ilievski, þjálfari ÍR, er með plan A og plan B fyrir næstu leiktíð í Domino‘s-deild karla í körfubolta en kórónuveirufaraldurinn veldur mikilli óvissu um það úr hve miklu fé ÍR-ingar munu hafa úr að moða. Borche hefur náð góðum árangri með ÍR síðustu fjögur tímabil og hefur nú skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2023. Hann segir hins vegar erfitt að segja til um hvernig lið ÍR muni líta út á næstu leiktíð: „Það er erfitt að gera áætlanir í þessari stöðu þegar allur heimurinn þjáist vegna þessarar kórónuveiru. En ég veit að þessu mun ljúka fljótlega, kannski eftir hálfan mánuð, og vonandi getum við gleymt þessu og farið að lifa okkar venjulega lífi aftur. Ég er með plan A og plan B. Í plani A erum við með peninga til að spila úr, en þetta ástand hefur auðvitað áhrif á efnahaginn og þess vegna höfum við plan B ef að það verða engir peningar til að nota. Hvað sem gerist ætlum við alltaf að vera á toppnum,“ sagði Borche við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Kjartan Atli rifjaði svo upp með Henry Birgi Gunnarssyni matarboð með Borche og hrósaði þjálfaranum í hástert: „Þetta er ofboðslega góður og gefandi maður. Þjálffræðilega er hann eins og amaba. Amöbur eru einfrumungar sem laga sig að umhverfi sínu. Hann var með eitt besta varnarlið deildarinnar, missir hryggjarstykkið úr liðinu sem fór í úrslit í fyrra, og byggir svo upp það lið sem skorar hvað mest í deildinni í vetur en fékk líka á sig mikið af stigum. Hann endurskipulagði allt í kringum liðið,“ sagði Kjartan Atli. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Borche með plan A og plan B Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Sportið í dag ÍR Tengdar fréttir Borche í Breiðholtinu til 2023 Borche Ilievski hefur skrifað undir nýjan samning um að þjálfa meistarflokk karla í körfubolta hjá ÍR næstu þrjú árin, eða til ársins 2023. 31. mars 2020 20:15 Borche: Frábært að komast í úrslitakeppni fjórða árið í röð ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. 2. mars 2020 20:33 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Borche Ilievski, þjálfari ÍR, er með plan A og plan B fyrir næstu leiktíð í Domino‘s-deild karla í körfubolta en kórónuveirufaraldurinn veldur mikilli óvissu um það úr hve miklu fé ÍR-ingar munu hafa úr að moða. Borche hefur náð góðum árangri með ÍR síðustu fjögur tímabil og hefur nú skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2023. Hann segir hins vegar erfitt að segja til um hvernig lið ÍR muni líta út á næstu leiktíð: „Það er erfitt að gera áætlanir í þessari stöðu þegar allur heimurinn þjáist vegna þessarar kórónuveiru. En ég veit að þessu mun ljúka fljótlega, kannski eftir hálfan mánuð, og vonandi getum við gleymt þessu og farið að lifa okkar venjulega lífi aftur. Ég er með plan A og plan B. Í plani A erum við með peninga til að spila úr, en þetta ástand hefur auðvitað áhrif á efnahaginn og þess vegna höfum við plan B ef að það verða engir peningar til að nota. Hvað sem gerist ætlum við alltaf að vera á toppnum,“ sagði Borche við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Kjartan Atli rifjaði svo upp með Henry Birgi Gunnarssyni matarboð með Borche og hrósaði þjálfaranum í hástert: „Þetta er ofboðslega góður og gefandi maður. Þjálffræðilega er hann eins og amaba. Amöbur eru einfrumungar sem laga sig að umhverfi sínu. Hann var með eitt besta varnarlið deildarinnar, missir hryggjarstykkið úr liðinu sem fór í úrslit í fyrra, og byggir svo upp það lið sem skorar hvað mest í deildinni í vetur en fékk líka á sig mikið af stigum. Hann endurskipulagði allt í kringum liðið,“ sagði Kjartan Atli. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Borche með plan A og plan B Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Sportið í dag ÍR Tengdar fréttir Borche í Breiðholtinu til 2023 Borche Ilievski hefur skrifað undir nýjan samning um að þjálfa meistarflokk karla í körfubolta hjá ÍR næstu þrjú árin, eða til ársins 2023. 31. mars 2020 20:15 Borche: Frábært að komast í úrslitakeppni fjórða árið í röð ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. 2. mars 2020 20:33 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Borche í Breiðholtinu til 2023 Borche Ilievski hefur skrifað undir nýjan samning um að þjálfa meistarflokk karla í körfubolta hjá ÍR næstu þrjú árin, eða til ársins 2023. 31. mars 2020 20:15
Borche: Frábært að komast í úrslitakeppni fjórða árið í röð ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. 2. mars 2020 20:33