ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. apríl 2020 10:33 Íslensk stjórnvöld verða að breyta því hvernig áfengi er valið í Fríhöfnina að mati ESA. Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt. Íslensk stjórnvöld verði að tryggja að þetta kerfi sé án mismununar þannig að jafnræði sé mili birgja og neytendur geti gengið að auknu vöruúrvali. Niðurstaða rökkstudd álits sem ESA, eftirlitsstofnun EFTA, gaf út í dag er á þá leið að smásala áfengis í Fríhöfninni samræmist þannig ekki EES-samningnum. Íslenskum stjórnvöldum gefast þrír mánuðir til að bæta úr málum en ESA hefur áður ávítt stjórnvöld fyrir áfengissölufyrirkomulagið í Fríhöfninni. Forsagan er sú að ESA barst kvörtun árið 2016 frá íslenskum áfengisinnflytjanda sem sagði að Fríhöfnin hefði ekki tekið upp neinar hlutlægar eða gegnsæjar reglur um innkaup. Reglurnar virtust handahófskenndar og þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki getað komið vörum sínum í hillur Fríhafnarinnar. Niðurstaða ESA var sú að sala áfengis í verslunum Fríhafnarinnar bryti í bága við EES-samninginn, nánar tiltekið 16. grein samningsins. Í raun væri ríkiseinokun í Fríhöfninni og hefði ekki tekið upp gegnsæjar reglur sem tryggðu að engum heildsölum væri mismunað í tengslum við innkaup og vöruúrval. Ísland hefur fallist á að fyrirkomulag við smásölu áfengis í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé ríkiseinkasala. Íslandi ber þess vegna að sögn ESA að tryggja að vöruvalskerfið sé i samræmi við EES-reglur. ESA bendir líka á það að markaðssetning og auglýsing á áfengum drykkjum verði að vera óhlutdræg og án mismununar. Vöruvalskerfi sem samræmist EES-reglum er ætlað að tryggja aukið vöruúrval fyrir neytendur og jafnræði milli birgja, sem fyrr segir gerir vöruvalskerfi Fríhafnarinnar það ekki. ESA sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í nóvember 2018. Þrátt fyrir að liðið sé rúmlega eitt og hálft ár hafa íslensk stjórnvöld ekki gert nauðsynlegar breytingar að mati ESA. Þess vegna gaf ESA út í dag rökstutt álit þar sem Íslandi eru gefnir þrír mánuðir til að fullnægja kröfum EES-réttar. Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. ESA getur vísað málinu til EFTA-dómstólsins bregðist íslensk stjórnvöld ekki við með fullnægjandi hætti. Keflavíkurflugvöllur Áfengi og tóbak Samkeppnismál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt. Íslensk stjórnvöld verði að tryggja að þetta kerfi sé án mismununar þannig að jafnræði sé mili birgja og neytendur geti gengið að auknu vöruúrvali. Niðurstaða rökkstudd álits sem ESA, eftirlitsstofnun EFTA, gaf út í dag er á þá leið að smásala áfengis í Fríhöfninni samræmist þannig ekki EES-samningnum. Íslenskum stjórnvöldum gefast þrír mánuðir til að bæta úr málum en ESA hefur áður ávítt stjórnvöld fyrir áfengissölufyrirkomulagið í Fríhöfninni. Forsagan er sú að ESA barst kvörtun árið 2016 frá íslenskum áfengisinnflytjanda sem sagði að Fríhöfnin hefði ekki tekið upp neinar hlutlægar eða gegnsæjar reglur um innkaup. Reglurnar virtust handahófskenndar og þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki getað komið vörum sínum í hillur Fríhafnarinnar. Niðurstaða ESA var sú að sala áfengis í verslunum Fríhafnarinnar bryti í bága við EES-samninginn, nánar tiltekið 16. grein samningsins. Í raun væri ríkiseinokun í Fríhöfninni og hefði ekki tekið upp gegnsæjar reglur sem tryggðu að engum heildsölum væri mismunað í tengslum við innkaup og vöruúrval. Ísland hefur fallist á að fyrirkomulag við smásölu áfengis í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé ríkiseinkasala. Íslandi ber þess vegna að sögn ESA að tryggja að vöruvalskerfið sé i samræmi við EES-reglur. ESA bendir líka á það að markaðssetning og auglýsing á áfengum drykkjum verði að vera óhlutdræg og án mismununar. Vöruvalskerfi sem samræmist EES-reglum er ætlað að tryggja aukið vöruúrval fyrir neytendur og jafnræði milli birgja, sem fyrr segir gerir vöruvalskerfi Fríhafnarinnar það ekki. ESA sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í nóvember 2018. Þrátt fyrir að liðið sé rúmlega eitt og hálft ár hafa íslensk stjórnvöld ekki gert nauðsynlegar breytingar að mati ESA. Þess vegna gaf ESA út í dag rökstutt álit þar sem Íslandi eru gefnir þrír mánuðir til að fullnægja kröfum EES-réttar. Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. ESA getur vísað málinu til EFTA-dómstólsins bregðist íslensk stjórnvöld ekki við með fullnægjandi hætti.
Keflavíkurflugvöllur Áfengi og tóbak Samkeppnismál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira