Tröll herja á fjarfundi alkóhólista í New York Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2020 12:07 Talsmaður Zoom segir starfsmenn fyrirtækisins miður sín vegna áreitisins. Vísir/Getty Alkóhólistar víða um heim hafa gripið til þess ráðs að halda fjarfundi þar sem mörg ríki hafa sett á samkomubönn vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York í Bandaríkjunum hefur þó orðið uppnám á fjarfundum eftir að nettröll komust inn á þá og áreittu alkóhólista með hatursfullum ummælum gagnvart konum og gyðingum auk þess sem þeir lofuðu áfengi. Í frétt Business Insider segir að margir hópar í New York hafi lent í þessu. Í einum slíkum voru meðlimir að ræða saman þegar maður byrjaði að öskra um gyðinga og konur og það hvað bjór væri góður. Þetta athæfi kallast Zoom bombing þar sem nettröll leita uppi fundi og deila hlekkjum sín á milli sem þeir nota til að skemma fundina. Alríkislögregla Bandaríkjanna gaf út viðvörun vegna þessa á mánudaginn. Þá höfðu fjarfundir skóla víða í Massachusetts orðið fyrir barðinu á tröllum þessum. Ástandið hefur leitt til þess að AA samtökin í New York hafa gefið út sérstakar leiðbeiningar um hvernig koma megi í veg fyrir aðkast sem þetta með forritinu Zoom, sem AA-hópar hafa notað. Talsmaður Zoom sagði í samtali við BI að fyrirtækið væri miður sín vegna þessa frétta og biðlaði til notenda að tilkynna slík tilvik til fyrirtækisins. Þá sagði hann mikilvægt að þeir sem stofnuðu slíka fjarfundi grandskoðuðu stillingar sínar og tryggðu að utanaðkomandi hefðu ekki aðgang að þeim. Bandaríkin Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Alkóhólistar víða um heim hafa gripið til þess ráðs að halda fjarfundi þar sem mörg ríki hafa sett á samkomubönn vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York í Bandaríkjunum hefur þó orðið uppnám á fjarfundum eftir að nettröll komust inn á þá og áreittu alkóhólista með hatursfullum ummælum gagnvart konum og gyðingum auk þess sem þeir lofuðu áfengi. Í frétt Business Insider segir að margir hópar í New York hafi lent í þessu. Í einum slíkum voru meðlimir að ræða saman þegar maður byrjaði að öskra um gyðinga og konur og það hvað bjór væri góður. Þetta athæfi kallast Zoom bombing þar sem nettröll leita uppi fundi og deila hlekkjum sín á milli sem þeir nota til að skemma fundina. Alríkislögregla Bandaríkjanna gaf út viðvörun vegna þessa á mánudaginn. Þá höfðu fjarfundir skóla víða í Massachusetts orðið fyrir barðinu á tröllum þessum. Ástandið hefur leitt til þess að AA samtökin í New York hafa gefið út sérstakar leiðbeiningar um hvernig koma megi í veg fyrir aðkast sem þetta með forritinu Zoom, sem AA-hópar hafa notað. Talsmaður Zoom sagði í samtali við BI að fyrirtækið væri miður sín vegna þessa frétta og biðlaði til notenda að tilkynna slík tilvik til fyrirtækisins. Þá sagði hann mikilvægt að þeir sem stofnuðu slíka fjarfundi grandskoðuðu stillingar sínar og tryggðu að utanaðkomandi hefðu ekki aðgang að þeim.
Bandaríkin Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira