Sjá dagar koma……… Þorsteinn Sæmundsson skrifar 31. mars 2020 13:30 Margir stjórnmálamenn hafa haft á orði að við lifum nú fordæmalausa tíma. Það er margt til í því en samt sem áður er rétt að líta til baka og sjá hvort við getum dregið lærdóm af viðbrögðum forfeðranna þegar áföll skullu yfir. Sú ,,stöðvun „ heimsins sem nú ríður yfir er á öðrum skala en varð árið 1918 þegar mannskæð farsótt fór um allan heiminn. Nokkuð ljóst er að þá sýktust um 500 milljónir manna en ekki eru allir á einu máli um mannfall af völdum farsóttarinnar. Mat á fjölda dauðsfalla vegna Spænsku veikinnar hefur verið talið allt frá 17 milljónum upp í 50 milljónir en þar sem mannfjöldi á jörðinni 1918 var u.þ.b. 1,9 milljarðar má ætla að á bilinu 1 til 6% mannfjöldans hafi látist. Sóttin gekk yfir á um 24 vikum um heim allan. Sú veira sem nú herjar hefur náð undrafljótri útbreiðslu vegna aukinna samgangna og samskipta um allan heim. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hefur brugðist við holskeflunni af æðruleysi og kjarki og reynst mjög úrræðagott við erfiðar aðstæður. Öll eiga þau skilið ómælt þakklæti og virðingu fyrir hetjuskap. Ekki er hægt að hrósa stjórnvöldum sem hafa í heilt ár dregið lappirnar í að gera kjarasamning við heilbrigðisstéttir og löggæslustéttir sem nú eru í framlínu baráttunnar fyrir okkur hin. Spænska veikin 1918 gekk yfir á u.þ.b. 40 dögum hér á landi og tók 590 mannslíf. Talið er að tveir þriðju íbúa á þeim hluta landsins þar sem farsóttin geisaði hafi veikst. Á þeim tíma voru nánast engin ráð til. Fólk einfaldlega lifði sóttina af eða ekki. í dag er annað uppi á teningnum. Þótt lyfjagjöf við veirunni sé nánast á tilraunastigi bendir ýmislegt til þess að þekkt lyf komi að gagni. Við eigum einnig hátæknisjúkrahús sem eru nokkuð vel tækjum búin og koma að gagni við þessar krefjandi aðstæður. Erfitt er að gera sér í hugarlund þær aðstæður sem ríktu á Íslandi fyrir rétt rúmum 100 árum. Húsakostur var stórt yfir heldur lélegur og vistarverur kaldar. Rafmagn var nánast ekki komið á að nokkru marki heldur bjó fólk mestan part við gasljós og grútartýrur. Farsóttin var aðeins hluti þeirra þrenginga sem gengu yfir þjóðina árið 1918. Frostaveturinn mikli markaði upphaf ársins og Kötlugosið með sínu gríðarlega jökulhlaupi hófst rétt áður en farsóttin brast á og stóð yfir mestan tímann sem farsóttin geisaði. Fróðlegt er fyrir okkur og til eftirbreytni að gaumgæfa þau afrek sem íslenska þjóðin sem þá taldi einungis rúmar níutíuþúsund sálir vann þetta ár. Í miðjum hörmungunum var lýst yfir Fullveldi Íslands og nokkrir prófessorar í Háskólanum sem þá var staðsettur í Alþingishúsinu stofnuðu Vísindafélag Íslendinga sem nú heitir Vísindafélag Íslands. Þessum frumkvöðlum þótti sjálfsagt og nauðsynlegt að þar sem þjóðin væri nú fullvalda yrði að vera hér til Vísindafélag. Því eru þessir atburðir rifjaðir hér upp að þó okkur þyki hart að okkur vegið og vitandi það að hámarki sýkingarinnar sé ekki náð verðum að taka okkur að hjarta þá hugdirfsku og þá þrautseigju sem forfeður okkar sýndu á þessari raunastund. Stjórnmálaöfl hafa tekið höndum saman þó ríkjandi stjórnvöld hafi ekki hlýtt á góð ráð annarra sem skildi en enn er tími. Þjóðin hefur einnig að mestu farið að góðum ráðum yfirvalda þó gera megi enn betur. Við þurfum líka að hafa úthald og sýna aga því að nokkuð er í land að veiran leysi tökin. Þá er nauðsynlegt að fara varlega og koma í veg fyrir að sóttin blossi upp að nýju. Í hverju andstreymi felast hins vegar tækifæri og möguleikar sem þarf að grípa og nýta. Þó allt snúist þessa stundina um að lágmarka þau efnahagslegu áhrif sem heimskreppunni fylgja þurfum við nú þegar að leggja grunn að þeim markmiðum sem við viljum ná þegar sést til lands. Meira um þau markmið í næstu greinum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorsteinn Sæmundsson Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Margir stjórnmálamenn hafa haft á orði að við lifum nú fordæmalausa tíma. Það er margt til í því en samt sem áður er rétt að líta til baka og sjá hvort við getum dregið lærdóm af viðbrögðum forfeðranna þegar áföll skullu yfir. Sú ,,stöðvun „ heimsins sem nú ríður yfir er á öðrum skala en varð árið 1918 þegar mannskæð farsótt fór um allan heiminn. Nokkuð ljóst er að þá sýktust um 500 milljónir manna en ekki eru allir á einu máli um mannfall af völdum farsóttarinnar. Mat á fjölda dauðsfalla vegna Spænsku veikinnar hefur verið talið allt frá 17 milljónum upp í 50 milljónir en þar sem mannfjöldi á jörðinni 1918 var u.þ.b. 1,9 milljarðar má ætla að á bilinu 1 til 6% mannfjöldans hafi látist. Sóttin gekk yfir á um 24 vikum um heim allan. Sú veira sem nú herjar hefur náð undrafljótri útbreiðslu vegna aukinna samgangna og samskipta um allan heim. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hefur brugðist við holskeflunni af æðruleysi og kjarki og reynst mjög úrræðagott við erfiðar aðstæður. Öll eiga þau skilið ómælt þakklæti og virðingu fyrir hetjuskap. Ekki er hægt að hrósa stjórnvöldum sem hafa í heilt ár dregið lappirnar í að gera kjarasamning við heilbrigðisstéttir og löggæslustéttir sem nú eru í framlínu baráttunnar fyrir okkur hin. Spænska veikin 1918 gekk yfir á u.þ.b. 40 dögum hér á landi og tók 590 mannslíf. Talið er að tveir þriðju íbúa á þeim hluta landsins þar sem farsóttin geisaði hafi veikst. Á þeim tíma voru nánast engin ráð til. Fólk einfaldlega lifði sóttina af eða ekki. í dag er annað uppi á teningnum. Þótt lyfjagjöf við veirunni sé nánast á tilraunastigi bendir ýmislegt til þess að þekkt lyf komi að gagni. Við eigum einnig hátæknisjúkrahús sem eru nokkuð vel tækjum búin og koma að gagni við þessar krefjandi aðstæður. Erfitt er að gera sér í hugarlund þær aðstæður sem ríktu á Íslandi fyrir rétt rúmum 100 árum. Húsakostur var stórt yfir heldur lélegur og vistarverur kaldar. Rafmagn var nánast ekki komið á að nokkru marki heldur bjó fólk mestan part við gasljós og grútartýrur. Farsóttin var aðeins hluti þeirra þrenginga sem gengu yfir þjóðina árið 1918. Frostaveturinn mikli markaði upphaf ársins og Kötlugosið með sínu gríðarlega jökulhlaupi hófst rétt áður en farsóttin brast á og stóð yfir mestan tímann sem farsóttin geisaði. Fróðlegt er fyrir okkur og til eftirbreytni að gaumgæfa þau afrek sem íslenska þjóðin sem þá taldi einungis rúmar níutíuþúsund sálir vann þetta ár. Í miðjum hörmungunum var lýst yfir Fullveldi Íslands og nokkrir prófessorar í Háskólanum sem þá var staðsettur í Alþingishúsinu stofnuðu Vísindafélag Íslendinga sem nú heitir Vísindafélag Íslands. Þessum frumkvöðlum þótti sjálfsagt og nauðsynlegt að þar sem þjóðin væri nú fullvalda yrði að vera hér til Vísindafélag. Því eru þessir atburðir rifjaðir hér upp að þó okkur þyki hart að okkur vegið og vitandi það að hámarki sýkingarinnar sé ekki náð verðum að taka okkur að hjarta þá hugdirfsku og þá þrautseigju sem forfeður okkar sýndu á þessari raunastund. Stjórnmálaöfl hafa tekið höndum saman þó ríkjandi stjórnvöld hafi ekki hlýtt á góð ráð annarra sem skildi en enn er tími. Þjóðin hefur einnig að mestu farið að góðum ráðum yfirvalda þó gera megi enn betur. Við þurfum líka að hafa úthald og sýna aga því að nokkuð er í land að veiran leysi tökin. Þá er nauðsynlegt að fara varlega og koma í veg fyrir að sóttin blossi upp að nýju. Í hverju andstreymi felast hins vegar tækifæri og möguleikar sem þarf að grípa og nýta. Þó allt snúist þessa stundina um að lágmarka þau efnahagslegu áhrif sem heimskreppunni fylgja þurfum við nú þegar að leggja grunn að þeim markmiðum sem við viljum ná þegar sést til lands. Meira um þau markmið í næstu greinum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar