Mikilvæg uppbygging í þágu heimilislausra Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 31. mars 2020 11:30 Sameiginlegt verkefni okkar allra. Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. Ráðist hefur verið í ýmsar bráðaaðgerðir á borð við að lengja opnun neyðarskýla og auka eftirfylgd við einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Auk þess hefur verið ráðist í breytingu á þjónustu til að tryggja smitvarnir starfsmanna og gesta; t.d með leigu á viðbótarhúsnæði. Stefna borgarinnar í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir leggur grunn að nauðsynlegri uppbyggingu í þágu heimilislausra í borginni. Stefnan er að mæta þörfum notenda hverju sinni, minnka skaðann og vinna samkvæmt hugmyndafræðinni „húsnæðið fyrst“. Reykjavíkurborg sinnir margvíslegri þjónustu fyrir einstaklinga með miklar þjónustuþarfir og er einnig í góðu samstarfi við Frú Ragnheiði sem er skaðaminnkunarverkefni Rauða Krossins. Frá því að ný stefna var samþykkt síðastliðið haust hefur nýtt sérhæft gistiskýli fyrir karla verði opnað auk heimilis fyrir konur sem glíma við fíkn og geðrænan vanda. Íbúðum í „húsnæðið fyrst“ hefur fjölgað um 11 og fest hafa verið kaup á 20 smáhýsum sem verða víðsvegar um borgina. Aukin uppbygging hefur þegar skilað sér en biðlistar eftir sértæku húsnæði fyrir heimilislausa hafa styst um þriðjung frá sama tíma í fyrra. Samhliða mikilli uppbyggingu og aukningu í þjónustu við þennan jaðarsettasta hóp samfélagsins er nauðsynlegt að vinna áfram gegn fordómum og viðurkenna mannréttindi einstaklinga í jaðarsettri stöðu. Einungis þannig getum við tryggt skilyrðislausan rétt til þjónustu. Skaðaminnkandi nálgun leiðir til meiri lífsgæða fyrir notendur þjónustunnar og dregur úr álagi á nærsamfélagið, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og dregur úr kostnaði samfélagsins. Það er gleðiefni að við sem samfélag höfum sammælst um það að aðstoða fólk með fíknvanda og veita aðstoð og þjónustu í stað þess að refsa. Við þurfum að halda áfram að byggja upp þjónustu í öllum hverfum í anda skaðaminnkandi nálgunar og „húsnæðið fyrst“-hugmyndafræðinnar. Þannig getum við skipað okkur í fremstu röð hvað varðar mannréttindi allra, líka þeirra sem oftast verða fyrir fordómum og eru jaðarsettir í samfélaginu. Það er mín einlæga ósk að við sem samfélag vinnum sameiginlega að því að sú verði raunin. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem sinna þessarri mikilvægu velferðarþjónustu á mjög krefjandi tímum. Höfundur er varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Sameiginlegt verkefni okkar allra. Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. Ráðist hefur verið í ýmsar bráðaaðgerðir á borð við að lengja opnun neyðarskýla og auka eftirfylgd við einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Auk þess hefur verið ráðist í breytingu á þjónustu til að tryggja smitvarnir starfsmanna og gesta; t.d með leigu á viðbótarhúsnæði. Stefna borgarinnar í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir leggur grunn að nauðsynlegri uppbyggingu í þágu heimilislausra í borginni. Stefnan er að mæta þörfum notenda hverju sinni, minnka skaðann og vinna samkvæmt hugmyndafræðinni „húsnæðið fyrst“. Reykjavíkurborg sinnir margvíslegri þjónustu fyrir einstaklinga með miklar þjónustuþarfir og er einnig í góðu samstarfi við Frú Ragnheiði sem er skaðaminnkunarverkefni Rauða Krossins. Frá því að ný stefna var samþykkt síðastliðið haust hefur nýtt sérhæft gistiskýli fyrir karla verði opnað auk heimilis fyrir konur sem glíma við fíkn og geðrænan vanda. Íbúðum í „húsnæðið fyrst“ hefur fjölgað um 11 og fest hafa verið kaup á 20 smáhýsum sem verða víðsvegar um borgina. Aukin uppbygging hefur þegar skilað sér en biðlistar eftir sértæku húsnæði fyrir heimilislausa hafa styst um þriðjung frá sama tíma í fyrra. Samhliða mikilli uppbyggingu og aukningu í þjónustu við þennan jaðarsettasta hóp samfélagsins er nauðsynlegt að vinna áfram gegn fordómum og viðurkenna mannréttindi einstaklinga í jaðarsettri stöðu. Einungis þannig getum við tryggt skilyrðislausan rétt til þjónustu. Skaðaminnkandi nálgun leiðir til meiri lífsgæða fyrir notendur þjónustunnar og dregur úr álagi á nærsamfélagið, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og dregur úr kostnaði samfélagsins. Það er gleðiefni að við sem samfélag höfum sammælst um það að aðstoða fólk með fíknvanda og veita aðstoð og þjónustu í stað þess að refsa. Við þurfum að halda áfram að byggja upp þjónustu í öllum hverfum í anda skaðaminnkandi nálgunar og „húsnæðið fyrst“-hugmyndafræðinnar. Þannig getum við skipað okkur í fremstu röð hvað varðar mannréttindi allra, líka þeirra sem oftast verða fyrir fordómum og eru jaðarsettir í samfélaginu. Það er mín einlæga ósk að við sem samfélag vinnum sameiginlega að því að sú verði raunin. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem sinna þessarri mikilvægu velferðarþjónustu á mjög krefjandi tímum. Höfundur er varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun