Rannsaka hlutabréfaviðskipti þingmanns fyrir faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 09:02 Richard Burr var einn þriggja öldungadeildarþingmanna sem greiddu atkvæði gegn frumvarpi sem bannaði þingmönnum að stunda innherjaviðskipti árið 2012. Viðskipti hans í aðdraganda faraldursins í Bandaríkjunum eru nú til skoðunar. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. Richard Burr, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Norður-Karólínu, er formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar og situr einnig í heilbrigðis- menntamála-, atvinnumála- og lífeyrisnefnd hennar. Báðar nefndir hafa fengið reglulegar upplýsingar um veiruna og faraldurinn um margra mánaða skeið. AP-fréttastofan segir að Burr hafi selt hlutabréf hans og eiginkonu hans fyrir allt að 1,7 milljónir dollara, jafnvirði um 241 milljónar íslenskra króna, í þrjátíu skömmtum frá lokum janúar fram í um miðjan febrúar. Sum bréfin voru í hótelkeðjum sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Skömmu síðar byrjuðu fjármálamarkaðir um allan heim að hrynja vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins. Viðskipti í kauphöllinni í New York voru ítrekuð stöðvuð sjálfkrafa skömmu eftir opnun vegna þess hversu mikið hlutabréfaverð féll. Heimildir Washington Post herma að dómsmálaráðuneytið rannsaki nú viðskiptin í samvinnu við Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC). Lögmaður Burr segir að honum hafi verið heimilt að stunda hlutabréfaviðskipti á grundvelli opinberra upplýsinga líkt og öðrum Bandaríkjamönnum. Lög sem voru samþykkt árið 2012 banna þó þingmönnum, starfsmönnum þeirra og öðrum embættismönnum alríkisstjórnarinnar að stunda viðskipti sem byggjast á innherjaupplýsingum sem þeir komast yfir í opinberum störfum. Siðanefnd skoðar málið Burr neitar sök en hefur viðurkennt að hafa selt bréfin vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Hann hafi hins vegar aðeins reitt sig á almennan fréttaflutning við ákvörðunina um að selja bréfin. Að sögn AP-fréttastofunnar fékk leyniþjónustunefndin sem Burr stýrir engar skýrslur um faraldurinn í vikunni sem þingmaðurinn seldi flest hlutabréfin. Siðanefnd öldungadeildarinnar fer nú yfir hvort Burr hafi brotið siðareglur Bandaríkjaþings með viðskiptunum og heldur lögmaðurinn því fram að það hafi verið að beiðni Burr. Fleiri þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir hlutabréfaviðskipti í aðdraganda faraldursins. Þeirra á meðal er Kelly Loeffler, öldungadeildarþingkona repúblikana frá Kentucky. Hún seldi hlutabréf sama dag og hún sat fund heilbrigðismálanefndar þingsins þar sem forsvarsmenn heilbrigðiskerfisins lýstu því hvaða áhrif faraldurinn gæti haft á Bandaríkin. Bréfin hrundu í verði eftir að Loeffler seldi þau. Í staðinn keypti hún meðal annars hluti í fyrirtæki sem framleiðir fjarfundarbúnað sem mikil eftirspurn ef nú eftir vegna faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. Richard Burr, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Norður-Karólínu, er formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar og situr einnig í heilbrigðis- menntamála-, atvinnumála- og lífeyrisnefnd hennar. Báðar nefndir hafa fengið reglulegar upplýsingar um veiruna og faraldurinn um margra mánaða skeið. AP-fréttastofan segir að Burr hafi selt hlutabréf hans og eiginkonu hans fyrir allt að 1,7 milljónir dollara, jafnvirði um 241 milljónar íslenskra króna, í þrjátíu skömmtum frá lokum janúar fram í um miðjan febrúar. Sum bréfin voru í hótelkeðjum sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Skömmu síðar byrjuðu fjármálamarkaðir um allan heim að hrynja vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins. Viðskipti í kauphöllinni í New York voru ítrekuð stöðvuð sjálfkrafa skömmu eftir opnun vegna þess hversu mikið hlutabréfaverð féll. Heimildir Washington Post herma að dómsmálaráðuneytið rannsaki nú viðskiptin í samvinnu við Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC). Lögmaður Burr segir að honum hafi verið heimilt að stunda hlutabréfaviðskipti á grundvelli opinberra upplýsinga líkt og öðrum Bandaríkjamönnum. Lög sem voru samþykkt árið 2012 banna þó þingmönnum, starfsmönnum þeirra og öðrum embættismönnum alríkisstjórnarinnar að stunda viðskipti sem byggjast á innherjaupplýsingum sem þeir komast yfir í opinberum störfum. Siðanefnd skoðar málið Burr neitar sök en hefur viðurkennt að hafa selt bréfin vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Hann hafi hins vegar aðeins reitt sig á almennan fréttaflutning við ákvörðunina um að selja bréfin. Að sögn AP-fréttastofunnar fékk leyniþjónustunefndin sem Burr stýrir engar skýrslur um faraldurinn í vikunni sem þingmaðurinn seldi flest hlutabréfin. Siðanefnd öldungadeildarinnar fer nú yfir hvort Burr hafi brotið siðareglur Bandaríkjaþings með viðskiptunum og heldur lögmaðurinn því fram að það hafi verið að beiðni Burr. Fleiri þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir hlutabréfaviðskipti í aðdraganda faraldursins. Þeirra á meðal er Kelly Loeffler, öldungadeildarþingkona repúblikana frá Kentucky. Hún seldi hlutabréf sama dag og hún sat fund heilbrigðismálanefndar þingsins þar sem forsvarsmenn heilbrigðiskerfisins lýstu því hvaða áhrif faraldurinn gæti haft á Bandaríkin. Bréfin hrundu í verði eftir að Loeffler seldi þau. Í staðinn keypti hún meðal annars hluti í fyrirtæki sem framleiðir fjarfundarbúnað sem mikil eftirspurn ef nú eftir vegna faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17