„Til hvers að bíða með svona erfiða ákvörðun?“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 19:34 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við gátum ekki tekið ákvörðun út frá því hvernig staðan væri núna, og hvaða félög ættu í hlut. Við tókum það allt út af borðinu. Við skoðuðum bara hvernig væri best að gera hlutina á þessum tímapunkti,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, um það með hvaða hætti körfuboltatímabilinu var slitið á dögunum. Deildarmeistarar voru krýndir í Domino‘s-deildum karla og kvenna, en engir Íslandsmeistarar verða krýndir á þessu ári. Fjölnir féll úr Domino‘s-deild karla og Grindavík úr Domino‘s-deild kvenna, en Grindavíkurkonur áttu enn von um að halda sér uppi þegar tímabilinu var slitið vegna kórónuveirunnar. Í Sportinu í dag var Hannes spurður hvort að ekki hefði verið rétt að bíða með að taka ákvarðanir um það hvaða lið féllu, hvaða lið færu upp og hvort deildar- og Íslandsmeistarar yrðu krýndir. Hvort ekki hefði verið nóg að sinni að ljúka tímabilinu? „Nei, ég held ekki. Alveg sama hvaða ákvörðun hefði verið tekin, hvort sem það var þessi eða einhver önnur, þá getur maður ekki sagt til um þetta. Ég spyr mig enn þann dag í dag; var þetta rétt eða rangt? Og ég held að ég myndi gera það líka ef ég tæki þessa ákvörðun eftir 3 vikur eða 4 vikur. Til hvers að bíða með svona erfiða ákvörðun? Stundum þarf maður að taka ákvarðanir þó að þær séu erfiðar. Stundum er ekkert betra að bíða með þær. Það er alltaf hægt að skoða allar ákvarðanir einhvern tímann seinna meir en ég held að við hefðum ekkert endilega komist að einhverri annarri niðurstöðu eftir 4-5 vikur. Við sjáum það þar sem að menn eru að taka þessar ákvarðanir seinna meir að það gerir þetta erfiðara í vöfum. Ég tek sem dæmi af félögum mínum af Norðurlöndunum sem ég er í miklu sambandi við, þeir segja sumir að þeir hefðu viljað gera þetta svipað og við, bara klára þetta strax alls staðar,“ sagði Hannes. „Ég held að í þessu tilfelli hafi verið betra að taka af allan vafa strax,“ bætti hann við. Þjálfari karlaliðs Hamars hefur gagnrýnt það harðlega hvernig tekið var á málum varðandi það hvaða lið féllu úr efstu deild og hvaða lið færu upp úr 1. deild. Hamar og Höttur áttu fyrir höndum leik sem útlit var fyrir að réði úrslitum um hvort liðanna yrði efst í 1. deild, en Höttur var ofar þegar mótinu var slitið. „Þar fórum við yfir regluverkið, fyrst að þetta kláraðist ekki inni á vellinum. Það var ekki til regla hjá okkur eða öðrum sérsamböndum ÍSÍ, eða á Norðurlöndunum. Ég talaði við marga hjá FIBA líka, og þessi regla er ekki til. Þá fórum við bara að skoða hvernig reglan ætti að vera ef að tímabili er slitið eins og þurfti að gera núna. Þá ákváðum við að það yrðu krýndir deildarmeistarar, neðstu liðin féllu, eitt lið í hvorri deild, og síðan færi þá eitt lið upp. Að sama skapi ákváðum við að krýna ekki Íslandsmeistara, vegna þess að þá þarf að fara í gegnum úrslitakeppni. Í meistaraflokkunum eru mismunandi reglur eftir deildum, og við ákváðum að það væri sama regla yfir allar deildir,“ sagði Hannes. Klippa: Sportið í dag: Hannes um ákvörðun KKÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir „Hugmyndin að spila leikinn er ein mesta vanvirðing við íslenskt heilbrigðiskerfi“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Horsens í Danmörku, segir að sú hugmynd um að spila hefði átt leik Hamars og Hattar í 1. deild karla eftir að samkomubannið var sett á, til þess að útkljá hvort liðið ætti að fara upp hafi verið vanvirðing við heilbrigðiskerfið. 28. mars 2020 18:00 Hamar telur ákvörðun KKÍ ólöglega Körfuknattleiksdeild Hamars telur ákvörðun Körfuknattleikssambands Íslands ólöglega en sambandið ákvað að keppni í körfubolta hér á landi yrði ekki kláruð. Þýddi það að Hamar fór ekki upp í Domino´s deild karla, sem stefndi í. 21. mars 2020 13:30 „Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44 Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
„Við gátum ekki tekið ákvörðun út frá því hvernig staðan væri núna, og hvaða félög ættu í hlut. Við tókum það allt út af borðinu. Við skoðuðum bara hvernig væri best að gera hlutina á þessum tímapunkti,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, um það með hvaða hætti körfuboltatímabilinu var slitið á dögunum. Deildarmeistarar voru krýndir í Domino‘s-deildum karla og kvenna, en engir Íslandsmeistarar verða krýndir á þessu ári. Fjölnir féll úr Domino‘s-deild karla og Grindavík úr Domino‘s-deild kvenna, en Grindavíkurkonur áttu enn von um að halda sér uppi þegar tímabilinu var slitið vegna kórónuveirunnar. Í Sportinu í dag var Hannes spurður hvort að ekki hefði verið rétt að bíða með að taka ákvarðanir um það hvaða lið féllu, hvaða lið færu upp og hvort deildar- og Íslandsmeistarar yrðu krýndir. Hvort ekki hefði verið nóg að sinni að ljúka tímabilinu? „Nei, ég held ekki. Alveg sama hvaða ákvörðun hefði verið tekin, hvort sem það var þessi eða einhver önnur, þá getur maður ekki sagt til um þetta. Ég spyr mig enn þann dag í dag; var þetta rétt eða rangt? Og ég held að ég myndi gera það líka ef ég tæki þessa ákvörðun eftir 3 vikur eða 4 vikur. Til hvers að bíða með svona erfiða ákvörðun? Stundum þarf maður að taka ákvarðanir þó að þær séu erfiðar. Stundum er ekkert betra að bíða með þær. Það er alltaf hægt að skoða allar ákvarðanir einhvern tímann seinna meir en ég held að við hefðum ekkert endilega komist að einhverri annarri niðurstöðu eftir 4-5 vikur. Við sjáum það þar sem að menn eru að taka þessar ákvarðanir seinna meir að það gerir þetta erfiðara í vöfum. Ég tek sem dæmi af félögum mínum af Norðurlöndunum sem ég er í miklu sambandi við, þeir segja sumir að þeir hefðu viljað gera þetta svipað og við, bara klára þetta strax alls staðar,“ sagði Hannes. „Ég held að í þessu tilfelli hafi verið betra að taka af allan vafa strax,“ bætti hann við. Þjálfari karlaliðs Hamars hefur gagnrýnt það harðlega hvernig tekið var á málum varðandi það hvaða lið féllu úr efstu deild og hvaða lið færu upp úr 1. deild. Hamar og Höttur áttu fyrir höndum leik sem útlit var fyrir að réði úrslitum um hvort liðanna yrði efst í 1. deild, en Höttur var ofar þegar mótinu var slitið. „Þar fórum við yfir regluverkið, fyrst að þetta kláraðist ekki inni á vellinum. Það var ekki til regla hjá okkur eða öðrum sérsamböndum ÍSÍ, eða á Norðurlöndunum. Ég talaði við marga hjá FIBA líka, og þessi regla er ekki til. Þá fórum við bara að skoða hvernig reglan ætti að vera ef að tímabili er slitið eins og þurfti að gera núna. Þá ákváðum við að það yrðu krýndir deildarmeistarar, neðstu liðin féllu, eitt lið í hvorri deild, og síðan færi þá eitt lið upp. Að sama skapi ákváðum við að krýna ekki Íslandsmeistara, vegna þess að þá þarf að fara í gegnum úrslitakeppni. Í meistaraflokkunum eru mismunandi reglur eftir deildum, og við ákváðum að það væri sama regla yfir allar deildir,“ sagði Hannes. Klippa: Sportið í dag: Hannes um ákvörðun KKÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir „Hugmyndin að spila leikinn er ein mesta vanvirðing við íslenskt heilbrigðiskerfi“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Horsens í Danmörku, segir að sú hugmynd um að spila hefði átt leik Hamars og Hattar í 1. deild karla eftir að samkomubannið var sett á, til þess að útkljá hvort liðið ætti að fara upp hafi verið vanvirðing við heilbrigðiskerfið. 28. mars 2020 18:00 Hamar telur ákvörðun KKÍ ólöglega Körfuknattleiksdeild Hamars telur ákvörðun Körfuknattleikssambands Íslands ólöglega en sambandið ákvað að keppni í körfubolta hér á landi yrði ekki kláruð. Þýddi það að Hamar fór ekki upp í Domino´s deild karla, sem stefndi í. 21. mars 2020 13:30 „Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44 Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
„Hugmyndin að spila leikinn er ein mesta vanvirðing við íslenskt heilbrigðiskerfi“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Horsens í Danmörku, segir að sú hugmynd um að spila hefði átt leik Hamars og Hattar í 1. deild karla eftir að samkomubannið var sett á, til þess að útkljá hvort liðið ætti að fara upp hafi verið vanvirðing við heilbrigðiskerfið. 28. mars 2020 18:00
Hamar telur ákvörðun KKÍ ólöglega Körfuknattleiksdeild Hamars telur ákvörðun Körfuknattleikssambands Íslands ólöglega en sambandið ákvað að keppni í körfubolta hér á landi yrði ekki kláruð. Þýddi það að Hamar fór ekki upp í Domino´s deild karla, sem stefndi í. 21. mars 2020 13:30
„Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44
Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00
Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40
Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02