Skiptar skoðanir meðal grunnskólakennara Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 3. apríl 2020 09:30 Í Viljanum kom fram að grunnskólakennarar vilji láta loka skólum. Haft var eftir ,,áhrifamanni“ innan skólasamfélagsins að það væri ósk kennara sem hlaupi hræddir og óttaslegnir eftir göngum skólanna. Mér þykir aumt ef kennaraforystan teflir fram nafnlausum ,,áhrifamanni“ til að tala fyrir stéttina. Sjálfskipaður málssvari? Kennarasambandið ætti að leiðréttið það hið snarasta. Mjög skiptar skoðanir eru meðal kennara, rétt eins og í samfélaginu, um hvort loka eigi leik- og grunnskólum. Rök eru með og á móti. Það sem þarf að setja í forgang er hvernig hvor aðgerð fer með börnin. Þau eru fórnarkostnaðurinn í stöðu sem þessari. Formlegt og óformlegt nám á sér stað í grunnskólanum á meðan veiran herjar á heimsbyggðina. Skiptir þá engu hvort talað sé í vikum eða mánuðum. Kennarar geta ekki og eiga ekki að fylgja kennslu og námsskrá til hins ýtrasta eins og var fyrir vána. Gerir það nokkuð til? Nemendur fá annars konar nám í bland við hið hefðbundna. Ef við lítum á skólann sem m.a. stað þar sem börn eiga að þroskast, læra, mæta hlýu, fá stuðning og mat svo fátt eitt sé nefnt eigum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda skólunum opnum. Margir nemendur eiga ekki það bakland sem börn þurfa á að halda svo a.m.k. hálfur skóladagur veitir öryggi, býr til ramma og hlúir að þeim á erfiðum stundum. Skólinn og kennarinn verður kletturinn í hafinu. Jafnréttisnefnd KÍ ályktaði um aukið ofbeldi á tímum sem þessum sem ýtir undir þá staðreynd að skólum skuli haldið opið. Barnaverndir fá færri tilkynningar vegna barna og segja skert skólastarf valda því. Almenningur er beðinn að vera á varðbergi þegar börn eru annars vegar og fók hvatt til að fylgjast með nágrannabörnum og sér í lagi ef vitað er að aðstæður eru ekki góðar. Ég skil vel áhyggjur kennara sem hafa undirliggjandi sjúkdóma og treysta sér ekki til að vinna í því álagi sem myndast í samfélaginu þegar váin er annars vegar. Þeir hinir sömu verða að gera ráðstafanir í samvinnu við stjórnendur. Leyfi mér að efast að stjórnendur séu svo ferkantaðir að þeir sýni því ekki skilning. Þurfi kennari á sóttkví að halda á að sýna því skilning án málalenginga. Margir kennarar hafa tekið áskorun um fjarnám. Eitthvað sem nú er gert í meira mæli en áður og sér í lagi á unglingastigi. Af hverju ættu kennarar á mið- og yngsta stigi ekki að taka áskorun sem fylgir þessu ástandi innan veggja skólanna. Sagt með þeim fyrirvara að stjórnendur manni stöðurnar vel. Hlaupandi, hræddir kennarar er ekki lýsing sem ég kannast við frá kennurum sem ég ræði við. Ólafur Loftsson, fyrrverandi formaður Félags grunnskólakennara benti ráðherra menntamála á nauðsyn þess að búa til bakvarðasveit kennara líkt og gert er fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Hjartanlega sammála honum. Grunnskólakennarar eru mikilvægir í þessum ólgusjó og verða að hafa bakvarðasveit. Enn hefur ráðherra ekki svarað því kalli eftir því sem ég best veit. Margir kennarar eru í samfélaginu, kannski atvinnulausir nú, og hefðu hug á að leggja skólunum lið og hlaupa undir bagga þar sem vantar mannskap. Annað tveggja gæti verið ástæðan, breytt skólahald kallar á aukinn mannafla eða mikil veikindi starfsmanna skólanna. Stutt er í páskafrí. Sóttvarna- og landlæknir mega ekki láta það koma fyrir aftur að þeir tali ekki skýrt um skólahald. Í einn stað eiga foreldrar að halda börnum sínum heima og hinn stað að senda þau í skóla. Nota þarf páskahátíðina til að taka ákvörun um framhald skólahalds. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í Viljanum kom fram að grunnskólakennarar vilji láta loka skólum. Haft var eftir ,,áhrifamanni“ innan skólasamfélagsins að það væri ósk kennara sem hlaupi hræddir og óttaslegnir eftir göngum skólanna. Mér þykir aumt ef kennaraforystan teflir fram nafnlausum ,,áhrifamanni“ til að tala fyrir stéttina. Sjálfskipaður málssvari? Kennarasambandið ætti að leiðréttið það hið snarasta. Mjög skiptar skoðanir eru meðal kennara, rétt eins og í samfélaginu, um hvort loka eigi leik- og grunnskólum. Rök eru með og á móti. Það sem þarf að setja í forgang er hvernig hvor aðgerð fer með börnin. Þau eru fórnarkostnaðurinn í stöðu sem þessari. Formlegt og óformlegt nám á sér stað í grunnskólanum á meðan veiran herjar á heimsbyggðina. Skiptir þá engu hvort talað sé í vikum eða mánuðum. Kennarar geta ekki og eiga ekki að fylgja kennslu og námsskrá til hins ýtrasta eins og var fyrir vána. Gerir það nokkuð til? Nemendur fá annars konar nám í bland við hið hefðbundna. Ef við lítum á skólann sem m.a. stað þar sem börn eiga að þroskast, læra, mæta hlýu, fá stuðning og mat svo fátt eitt sé nefnt eigum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda skólunum opnum. Margir nemendur eiga ekki það bakland sem börn þurfa á að halda svo a.m.k. hálfur skóladagur veitir öryggi, býr til ramma og hlúir að þeim á erfiðum stundum. Skólinn og kennarinn verður kletturinn í hafinu. Jafnréttisnefnd KÍ ályktaði um aukið ofbeldi á tímum sem þessum sem ýtir undir þá staðreynd að skólum skuli haldið opið. Barnaverndir fá færri tilkynningar vegna barna og segja skert skólastarf valda því. Almenningur er beðinn að vera á varðbergi þegar börn eru annars vegar og fók hvatt til að fylgjast með nágrannabörnum og sér í lagi ef vitað er að aðstæður eru ekki góðar. Ég skil vel áhyggjur kennara sem hafa undirliggjandi sjúkdóma og treysta sér ekki til að vinna í því álagi sem myndast í samfélaginu þegar váin er annars vegar. Þeir hinir sömu verða að gera ráðstafanir í samvinnu við stjórnendur. Leyfi mér að efast að stjórnendur séu svo ferkantaðir að þeir sýni því ekki skilning. Þurfi kennari á sóttkví að halda á að sýna því skilning án málalenginga. Margir kennarar hafa tekið áskorun um fjarnám. Eitthvað sem nú er gert í meira mæli en áður og sér í lagi á unglingastigi. Af hverju ættu kennarar á mið- og yngsta stigi ekki að taka áskorun sem fylgir þessu ástandi innan veggja skólanna. Sagt með þeim fyrirvara að stjórnendur manni stöðurnar vel. Hlaupandi, hræddir kennarar er ekki lýsing sem ég kannast við frá kennurum sem ég ræði við. Ólafur Loftsson, fyrrverandi formaður Félags grunnskólakennara benti ráðherra menntamála á nauðsyn þess að búa til bakvarðasveit kennara líkt og gert er fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Hjartanlega sammála honum. Grunnskólakennarar eru mikilvægir í þessum ólgusjó og verða að hafa bakvarðasveit. Enn hefur ráðherra ekki svarað því kalli eftir því sem ég best veit. Margir kennarar eru í samfélaginu, kannski atvinnulausir nú, og hefðu hug á að leggja skólunum lið og hlaupa undir bagga þar sem vantar mannskap. Annað tveggja gæti verið ástæðan, breytt skólahald kallar á aukinn mannafla eða mikil veikindi starfsmanna skólanna. Stutt er í páskafrí. Sóttvarna- og landlæknir mega ekki láta það koma fyrir aftur að þeir tali ekki skýrt um skólahald. Í einn stað eiga foreldrar að halda börnum sínum heima og hinn stað að senda þau í skóla. Nota þarf páskahátíðina til að taka ákvörun um framhald skólahalds. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar