Fókus á börnin Ásmundur Einar Daðason skrifar 28. mars 2020 12:28 Börn eru einn viðkvæmasti hópur samfélagsins á óvissutímum, hvort sem er vegna náttúruhamfara, efnahagslegra niðursveiflna eða heilsufarsógna, á borð við COVID-19 faraldurinn, sem við glímum við núna. Þó veiran herji samkvæmt heimildum ekki á börn með sama hætti og ýmsa aðra hópa skapar sú óvissa og álag sem honum fylgir aukna hættu er varðar öryggi og velferð barna. Á einungis nokkrum vikum hefur faraldurinn raskað lífi barna og fjölskyldna um allan heim og nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og stuðningskerfi margra barna. Álag og streita sem getur skapast í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og takmarkaðra aðgengi að stuðningskerfum, ásamt skertu samneyti við vini og fjölskyldumeðlimi, getur skapað aukna hættu fyrir viðkvæma hópa barna. Það hefur til að mynda mikil áhrif á fötluð og langveik börn að komast lítið eða ekki í skóla eða frístundastarf. Röskun á rútínu getur reynst börnum sérstaklega erfið og rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi eykst þar sem álag er mikið á fjölskyldur. Reynsla af faröldrum síðustu áratuga, og nýleg reynsla frá Kína, hefur sýnt að börn eru í aukinni hættu á að sæta vanrækslu, ofbeldi, misnotkun og félagslegri útilokun í kjölfar samkomubanns eða lokunar skóla. Í Kína varð töluverð aukning á heimilisofbeldi í kjölfar faraldursins og þar í landi hafa áhrif hans náð til barna og fjölskyldna langt umfram þá sem sýkst hafa. Stuðningur við barnavernd er því hluti af öllum viðbragðsáætlunum félagsmálaráðuneytisins vegna COVID-19 og byggja þær á samráði við fagaðila hér á landi, reynslu frá öðrum ríkjum og leiðbeinandi viðmiðum frá alþjóðlegum stofnunum. Í ljósi þessa hef ég sett af stað vinnu í ráðuneyti mínu sem miðar að því að efla og styðja við börn og foreldra sem eru í viðkvæmri stöðu. Við ætlum að setja fókusinn á börnin og munum kynna aðgerðir stjórnvalda hvað það varða á næstu dögum. Við munum beina sjónum sérstaklega að því að styðja við foreldra í viðkvæmri stöðu, efla samfélagið allt til að láta vita ef áhyggjur vakna af barni, ásamt því að stuðla að því að foreldrar og börn hafi sem greiðastan aðgang að stuðningi og þjónustu þegar á reynir. Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Félagsmál Ásmundur Einar Daðason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Börn eru einn viðkvæmasti hópur samfélagsins á óvissutímum, hvort sem er vegna náttúruhamfara, efnahagslegra niðursveiflna eða heilsufarsógna, á borð við COVID-19 faraldurinn, sem við glímum við núna. Þó veiran herji samkvæmt heimildum ekki á börn með sama hætti og ýmsa aðra hópa skapar sú óvissa og álag sem honum fylgir aukna hættu er varðar öryggi og velferð barna. Á einungis nokkrum vikum hefur faraldurinn raskað lífi barna og fjölskyldna um allan heim og nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og stuðningskerfi margra barna. Álag og streita sem getur skapast í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og takmarkaðra aðgengi að stuðningskerfum, ásamt skertu samneyti við vini og fjölskyldumeðlimi, getur skapað aukna hættu fyrir viðkvæma hópa barna. Það hefur til að mynda mikil áhrif á fötluð og langveik börn að komast lítið eða ekki í skóla eða frístundastarf. Röskun á rútínu getur reynst börnum sérstaklega erfið og rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi eykst þar sem álag er mikið á fjölskyldur. Reynsla af faröldrum síðustu áratuga, og nýleg reynsla frá Kína, hefur sýnt að börn eru í aukinni hættu á að sæta vanrækslu, ofbeldi, misnotkun og félagslegri útilokun í kjölfar samkomubanns eða lokunar skóla. Í Kína varð töluverð aukning á heimilisofbeldi í kjölfar faraldursins og þar í landi hafa áhrif hans náð til barna og fjölskyldna langt umfram þá sem sýkst hafa. Stuðningur við barnavernd er því hluti af öllum viðbragðsáætlunum félagsmálaráðuneytisins vegna COVID-19 og byggja þær á samráði við fagaðila hér á landi, reynslu frá öðrum ríkjum og leiðbeinandi viðmiðum frá alþjóðlegum stofnunum. Í ljósi þessa hef ég sett af stað vinnu í ráðuneyti mínu sem miðar að því að efla og styðja við börn og foreldra sem eru í viðkvæmri stöðu. Við ætlum að setja fókusinn á börnin og munum kynna aðgerðir stjórnvalda hvað það varða á næstu dögum. Við munum beina sjónum sérstaklega að því að styðja við foreldra í viðkvæmri stöðu, efla samfélagið allt til að láta vita ef áhyggjur vakna af barni, ásamt því að stuðla að því að foreldrar og börn hafi sem greiðastan aðgang að stuðningi og þjónustu þegar á reynir. Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun