Sportið í dag: „Fóru fram úr sér og hentu fram hlutum sem voru hvorki þeim né félaginu til framdráttar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. mars 2020 19:00 Finnur Freyr hefur starfað fyrir íslenska landsliðið undanfarin ár. Vísir/Bára Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Horsens í Danmörku og margfaldur Íslandsmeistari með KR í körfuboltanum á Íslandi, segir að Hamar hafi farið fram úr sér í umræðunni um ákvörðun KKÍ að blása körfuboltann af og láta einungis eitt lið fara upp úr 1. deildinni. Hamarsmenn hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun KKÍ að senda einungis eitt lið upp úr 1. deildinni og hafa komið fram í viðtölum. Finnur Freyr var gestur í Sportinu í dag þar sem þetta var meðal annars eitt af umræðuefnum þáttarins. „Hamarsmenn eiga allan rétt á því að vera brjálaðir og ósáttir. Mér fannst góð yfirlýsingin sem þeir komu út m eð. Á sama tíma fannst mér menn fara offorsi í viðtölum og öðru slíku. Að henda fram hlutum sem var hvorki þeim né félaginu til framdráttar,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Einu staðreyndarnar sem voru eftir þessar 21 umferð sem var búið að spila í Dominos-deild karla og allar nánast í hinum deildunum var að Valur var orðið deildarmeistari í Dominos-deild kvenna og Fjölnir var fallið í Dominos-deild karla. Grindavík var ekki fallið í kvenna og Stjarnan ekki orðið meistari í karla.“ Hann segir að þetta hafi verið ansi erfið ákvörðun hjá KKÍ og þeir hafi reynt að finna sem bestu lausnina í þessu máli. „Ég veit ekkert hvað gerðist. Ég starfa fyrir sambandið og hef verið að þjálfa þar í ansi mörg eins og margir í hreyfingunni. Mig grunar að það hafi verið erfitt að krýna Val deildarmeistara en ekki Stjörnuna karlamegin. Ég held að það hafi verið erfitt að fella Fjölni karlamegin en ekki Grindavík kvennamegin.“ „Ég held að menn hafi farið á stað þar sem lausnin var mitt á milli. Staðreyndin er sú að 1. sætið í fyrstu deildinni tryggir þér beint upp. Annað sætið gerir það ekki. Þá ferðu í úrslitakeppni að berjast um síðasta sætið. Ef að Hamar hefði farið beint upp þá hefði Breiðablik og Vestri verið mjög ósátt líka, því annað sætið fer ekki beint upp.“ Allt innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. Klippa: Sportið í kvöld: Finnur Freyr um ákvörðun KKÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Horsens í Danmörku og margfaldur Íslandsmeistari með KR í körfuboltanum á Íslandi, segir að Hamar hafi farið fram úr sér í umræðunni um ákvörðun KKÍ að blása körfuboltann af og láta einungis eitt lið fara upp úr 1. deildinni. Hamarsmenn hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun KKÍ að senda einungis eitt lið upp úr 1. deildinni og hafa komið fram í viðtölum. Finnur Freyr var gestur í Sportinu í dag þar sem þetta var meðal annars eitt af umræðuefnum þáttarins. „Hamarsmenn eiga allan rétt á því að vera brjálaðir og ósáttir. Mér fannst góð yfirlýsingin sem þeir komu út m eð. Á sama tíma fannst mér menn fara offorsi í viðtölum og öðru slíku. Að henda fram hlutum sem var hvorki þeim né félaginu til framdráttar,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Einu staðreyndarnar sem voru eftir þessar 21 umferð sem var búið að spila í Dominos-deild karla og allar nánast í hinum deildunum var að Valur var orðið deildarmeistari í Dominos-deild kvenna og Fjölnir var fallið í Dominos-deild karla. Grindavík var ekki fallið í kvenna og Stjarnan ekki orðið meistari í karla.“ Hann segir að þetta hafi verið ansi erfið ákvörðun hjá KKÍ og þeir hafi reynt að finna sem bestu lausnina í þessu máli. „Ég veit ekkert hvað gerðist. Ég starfa fyrir sambandið og hef verið að þjálfa þar í ansi mörg eins og margir í hreyfingunni. Mig grunar að það hafi verið erfitt að krýna Val deildarmeistara en ekki Stjörnuna karlamegin. Ég held að það hafi verið erfitt að fella Fjölni karlamegin en ekki Grindavík kvennamegin.“ „Ég held að menn hafi farið á stað þar sem lausnin var mitt á milli. Staðreyndin er sú að 1. sætið í fyrstu deildinni tryggir þér beint upp. Annað sætið gerir það ekki. Þá ferðu í úrslitakeppni að berjast um síðasta sætið. Ef að Hamar hefði farið beint upp þá hefði Breiðablik og Vestri verið mjög ósátt líka, því annað sætið fer ekki beint upp.“ Allt innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. Klippa: Sportið í kvöld: Finnur Freyr um ákvörðun KKÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira