Sportið í dag: „Fóru fram úr sér og hentu fram hlutum sem voru hvorki þeim né félaginu til framdráttar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. mars 2020 19:00 Finnur Freyr hefur starfað fyrir íslenska landsliðið undanfarin ár. Vísir/Bára Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Horsens í Danmörku og margfaldur Íslandsmeistari með KR í körfuboltanum á Íslandi, segir að Hamar hafi farið fram úr sér í umræðunni um ákvörðun KKÍ að blása körfuboltann af og láta einungis eitt lið fara upp úr 1. deildinni. Hamarsmenn hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun KKÍ að senda einungis eitt lið upp úr 1. deildinni og hafa komið fram í viðtölum. Finnur Freyr var gestur í Sportinu í dag þar sem þetta var meðal annars eitt af umræðuefnum þáttarins. „Hamarsmenn eiga allan rétt á því að vera brjálaðir og ósáttir. Mér fannst góð yfirlýsingin sem þeir komu út m eð. Á sama tíma fannst mér menn fara offorsi í viðtölum og öðru slíku. Að henda fram hlutum sem var hvorki þeim né félaginu til framdráttar,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Einu staðreyndarnar sem voru eftir þessar 21 umferð sem var búið að spila í Dominos-deild karla og allar nánast í hinum deildunum var að Valur var orðið deildarmeistari í Dominos-deild kvenna og Fjölnir var fallið í Dominos-deild karla. Grindavík var ekki fallið í kvenna og Stjarnan ekki orðið meistari í karla.“ Hann segir að þetta hafi verið ansi erfið ákvörðun hjá KKÍ og þeir hafi reynt að finna sem bestu lausnina í þessu máli. „Ég veit ekkert hvað gerðist. Ég starfa fyrir sambandið og hef verið að þjálfa þar í ansi mörg eins og margir í hreyfingunni. Mig grunar að það hafi verið erfitt að krýna Val deildarmeistara en ekki Stjörnuna karlamegin. Ég held að það hafi verið erfitt að fella Fjölni karlamegin en ekki Grindavík kvennamegin.“ „Ég held að menn hafi farið á stað þar sem lausnin var mitt á milli. Staðreyndin er sú að 1. sætið í fyrstu deildinni tryggir þér beint upp. Annað sætið gerir það ekki. Þá ferðu í úrslitakeppni að berjast um síðasta sætið. Ef að Hamar hefði farið beint upp þá hefði Breiðablik og Vestri verið mjög ósátt líka, því annað sætið fer ekki beint upp.“ Allt innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. Klippa: Sportið í kvöld: Finnur Freyr um ákvörðun KKÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Horsens í Danmörku og margfaldur Íslandsmeistari með KR í körfuboltanum á Íslandi, segir að Hamar hafi farið fram úr sér í umræðunni um ákvörðun KKÍ að blása körfuboltann af og láta einungis eitt lið fara upp úr 1. deildinni. Hamarsmenn hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun KKÍ að senda einungis eitt lið upp úr 1. deildinni og hafa komið fram í viðtölum. Finnur Freyr var gestur í Sportinu í dag þar sem þetta var meðal annars eitt af umræðuefnum þáttarins. „Hamarsmenn eiga allan rétt á því að vera brjálaðir og ósáttir. Mér fannst góð yfirlýsingin sem þeir komu út m eð. Á sama tíma fannst mér menn fara offorsi í viðtölum og öðru slíku. Að henda fram hlutum sem var hvorki þeim né félaginu til framdráttar,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Einu staðreyndarnar sem voru eftir þessar 21 umferð sem var búið að spila í Dominos-deild karla og allar nánast í hinum deildunum var að Valur var orðið deildarmeistari í Dominos-deild kvenna og Fjölnir var fallið í Dominos-deild karla. Grindavík var ekki fallið í kvenna og Stjarnan ekki orðið meistari í karla.“ Hann segir að þetta hafi verið ansi erfið ákvörðun hjá KKÍ og þeir hafi reynt að finna sem bestu lausnina í þessu máli. „Ég veit ekkert hvað gerðist. Ég starfa fyrir sambandið og hef verið að þjálfa þar í ansi mörg eins og margir í hreyfingunni. Mig grunar að það hafi verið erfitt að krýna Val deildarmeistara en ekki Stjörnuna karlamegin. Ég held að það hafi verið erfitt að fella Fjölni karlamegin en ekki Grindavík kvennamegin.“ „Ég held að menn hafi farið á stað þar sem lausnin var mitt á milli. Staðreyndin er sú að 1. sætið í fyrstu deildinni tryggir þér beint upp. Annað sætið gerir það ekki. Þá ferðu í úrslitakeppni að berjast um síðasta sætið. Ef að Hamar hefði farið beint upp þá hefði Breiðablik og Vestri verið mjög ósátt líka, því annað sætið fer ekki beint upp.“ Allt innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. Klippa: Sportið í kvöld: Finnur Freyr um ákvörðun KKÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira