Sportið í dag: „Fóru fram úr sér og hentu fram hlutum sem voru hvorki þeim né félaginu til framdráttar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. mars 2020 19:00 Finnur Freyr hefur starfað fyrir íslenska landsliðið undanfarin ár. Vísir/Bára Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Horsens í Danmörku og margfaldur Íslandsmeistari með KR í körfuboltanum á Íslandi, segir að Hamar hafi farið fram úr sér í umræðunni um ákvörðun KKÍ að blása körfuboltann af og láta einungis eitt lið fara upp úr 1. deildinni. Hamarsmenn hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun KKÍ að senda einungis eitt lið upp úr 1. deildinni og hafa komið fram í viðtölum. Finnur Freyr var gestur í Sportinu í dag þar sem þetta var meðal annars eitt af umræðuefnum þáttarins. „Hamarsmenn eiga allan rétt á því að vera brjálaðir og ósáttir. Mér fannst góð yfirlýsingin sem þeir komu út m eð. Á sama tíma fannst mér menn fara offorsi í viðtölum og öðru slíku. Að henda fram hlutum sem var hvorki þeim né félaginu til framdráttar,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Einu staðreyndarnar sem voru eftir þessar 21 umferð sem var búið að spila í Dominos-deild karla og allar nánast í hinum deildunum var að Valur var orðið deildarmeistari í Dominos-deild kvenna og Fjölnir var fallið í Dominos-deild karla. Grindavík var ekki fallið í kvenna og Stjarnan ekki orðið meistari í karla.“ Hann segir að þetta hafi verið ansi erfið ákvörðun hjá KKÍ og þeir hafi reynt að finna sem bestu lausnina í þessu máli. „Ég veit ekkert hvað gerðist. Ég starfa fyrir sambandið og hef verið að þjálfa þar í ansi mörg eins og margir í hreyfingunni. Mig grunar að það hafi verið erfitt að krýna Val deildarmeistara en ekki Stjörnuna karlamegin. Ég held að það hafi verið erfitt að fella Fjölni karlamegin en ekki Grindavík kvennamegin.“ „Ég held að menn hafi farið á stað þar sem lausnin var mitt á milli. Staðreyndin er sú að 1. sætið í fyrstu deildinni tryggir þér beint upp. Annað sætið gerir það ekki. Þá ferðu í úrslitakeppni að berjast um síðasta sætið. Ef að Hamar hefði farið beint upp þá hefði Breiðablik og Vestri verið mjög ósátt líka, því annað sætið fer ekki beint upp.“ Allt innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. Klippa: Sportið í kvöld: Finnur Freyr um ákvörðun KKÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski körfuboltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Horsens í Danmörku og margfaldur Íslandsmeistari með KR í körfuboltanum á Íslandi, segir að Hamar hafi farið fram úr sér í umræðunni um ákvörðun KKÍ að blása körfuboltann af og láta einungis eitt lið fara upp úr 1. deildinni. Hamarsmenn hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun KKÍ að senda einungis eitt lið upp úr 1. deildinni og hafa komið fram í viðtölum. Finnur Freyr var gestur í Sportinu í dag þar sem þetta var meðal annars eitt af umræðuefnum þáttarins. „Hamarsmenn eiga allan rétt á því að vera brjálaðir og ósáttir. Mér fannst góð yfirlýsingin sem þeir komu út m eð. Á sama tíma fannst mér menn fara offorsi í viðtölum og öðru slíku. Að henda fram hlutum sem var hvorki þeim né félaginu til framdráttar,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Einu staðreyndarnar sem voru eftir þessar 21 umferð sem var búið að spila í Dominos-deild karla og allar nánast í hinum deildunum var að Valur var orðið deildarmeistari í Dominos-deild kvenna og Fjölnir var fallið í Dominos-deild karla. Grindavík var ekki fallið í kvenna og Stjarnan ekki orðið meistari í karla.“ Hann segir að þetta hafi verið ansi erfið ákvörðun hjá KKÍ og þeir hafi reynt að finna sem bestu lausnina í þessu máli. „Ég veit ekkert hvað gerðist. Ég starfa fyrir sambandið og hef verið að þjálfa þar í ansi mörg eins og margir í hreyfingunni. Mig grunar að það hafi verið erfitt að krýna Val deildarmeistara en ekki Stjörnuna karlamegin. Ég held að það hafi verið erfitt að fella Fjölni karlamegin en ekki Grindavík kvennamegin.“ „Ég held að menn hafi farið á stað þar sem lausnin var mitt á milli. Staðreyndin er sú að 1. sætið í fyrstu deildinni tryggir þér beint upp. Annað sætið gerir það ekki. Þá ferðu í úrslitakeppni að berjast um síðasta sætið. Ef að Hamar hefði farið beint upp þá hefði Breiðablik og Vestri verið mjög ósátt líka, því annað sætið fer ekki beint upp.“ Allt innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. Klippa: Sportið í kvöld: Finnur Freyr um ákvörðun KKÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski körfuboltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira