Nennti ekki að bíða lengur og byggði hjólabrettavöll frá grunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2020 09:02 Eiki Helgason snjóbrettakappi gafst upp á biðinni og henti sér sjálfur í uppbyggingu á aðstöðu fyrir hjólabrettaiðkendur á Akureyri. Vísir/Tryggvi Það styttist óðum í að draumur brettakappans Eika Helgasonar um innanhúsaðstöðu fyrir hjólabretti á Akureyri rætist. Eftir margra mánaða smíðavinnu er allt á lokametrunum. Starfsleyfið er að koma í hús en kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn varðandi opnunina. Það hefur lengi verið draumur Eika að koma upp innanhúsaðstöðu á Akureyri á borð við þá sem hann hefur unnið að á undanförnum mánuðum. Á síðasta ári nennti hann ekki að bíða lengur eftir því að einhver annar færi í málið. „Ég ákvað bara núna að fara í þetta sjálfur, leita að húsnæði, sjá hvað væri í boði og datt inn á þetta húsnæði hér og ákvað bara að henda mér í þetta,“ segir Eiki þegar fréttamaður Stöðvar 2 leit við á dögunum. Allt á kafi yfir veturinn Aðstaðan til hjólabrettaiðkunar mun því gjörbreytast en veturinn norðan heiða er oftar en ekki snjóþungur. Þannig er í augnablikinu lítið hægt að gera á útihjólabrettavöllum Akureyrar eins og sjá má meðfylgjandi mynd, allt á kafi í snjó. Og sumarið er ekki alltaf gjöfult. „Það má ekki vera rigning eða vindur þannig að þetta eru örfáir dagar á ári sem eru góðir fyrir þessa íþrótt þannig að fá innanhúsaðstöðu mun breyta þessu alveg þvílíkt,“ segir Eiki. Afar snjóþungt hefur verið þennan veturinn á Akureyri.Vísir/Tryggvi Eiki og félagar hans hafa sjálfir unnið mest alla vinnunna enda vanir því að smíða brettapalla. Aðstaðan er ætluð hjólabrettum, línuskautum, hlaupahjólum og BMX-hjólum. Eitthvað hlýtur þetta að kosta, er þetta allt að koma úr þínum eigin vasa eða hvað? „Eins og er já en það eru fyrirtæki búin að hafa samband við mig og hafa aðstoðað mig með góð verð og svo vilja koma og sponsora þetta þegar þetta er komið í loftið þannig að vonandi kem ég ekki úr alltof miklum mínus út úr þessu,“ segir Eiki. Veiran setur strik í reikninginn Áður en Eiki fór af stað með verkefnið lýstu um 100 manns yfir áhuga á því að kaupa kort þegar svæðið væri klárt. Það varð til þess að hann lét vaða. „Þannig að ég stóð við mig mitt og nú þurfa þau að standa við sitt að kaupa þetta líka.“ Eiki hafði upphaflega stefnt að því að opna hjólabrettavöllinn fljótlega og var allt á lokametrunum um það leyti sem kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar um heiminn kom til Íslands. Aðstaðan hefur tekið á sig fína mynd.Vísir/Tryggvi Líkt og komið hefur fram er allt íþróttastarf á Íslandi meira og minna í viðstöðu og því óljóst hvenær nákvæmlega fyrstu gestirnir geta farið að renna sér innandyra á hjólabrettum á Akureyri. Í færslu á Facebook-síðu Eika þar sem fylgast má með verkefninu, segir Eiki að hann muni fljótlega opna fyrir sölu á kortum inn á svæðið sem taka muni gildi þegar loksins er hægt að opna, þegar faraldurinn er afstaðinn. Hægt er að sjá nýjustu fréttir af verkefninu og fylgjast með á Facebook-síðunni Bragga Parkið. Akureyri Snjóbrettaíþróttir Hjólabretti Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Það styttist óðum í að draumur brettakappans Eika Helgasonar um innanhúsaðstöðu fyrir hjólabretti á Akureyri rætist. Eftir margra mánaða smíðavinnu er allt á lokametrunum. Starfsleyfið er að koma í hús en kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn varðandi opnunina. Það hefur lengi verið draumur Eika að koma upp innanhúsaðstöðu á Akureyri á borð við þá sem hann hefur unnið að á undanförnum mánuðum. Á síðasta ári nennti hann ekki að bíða lengur eftir því að einhver annar færi í málið. „Ég ákvað bara núna að fara í þetta sjálfur, leita að húsnæði, sjá hvað væri í boði og datt inn á þetta húsnæði hér og ákvað bara að henda mér í þetta,“ segir Eiki þegar fréttamaður Stöðvar 2 leit við á dögunum. Allt á kafi yfir veturinn Aðstaðan til hjólabrettaiðkunar mun því gjörbreytast en veturinn norðan heiða er oftar en ekki snjóþungur. Þannig er í augnablikinu lítið hægt að gera á útihjólabrettavöllum Akureyrar eins og sjá má meðfylgjandi mynd, allt á kafi í snjó. Og sumarið er ekki alltaf gjöfult. „Það má ekki vera rigning eða vindur þannig að þetta eru örfáir dagar á ári sem eru góðir fyrir þessa íþrótt þannig að fá innanhúsaðstöðu mun breyta þessu alveg þvílíkt,“ segir Eiki. Afar snjóþungt hefur verið þennan veturinn á Akureyri.Vísir/Tryggvi Eiki og félagar hans hafa sjálfir unnið mest alla vinnunna enda vanir því að smíða brettapalla. Aðstaðan er ætluð hjólabrettum, línuskautum, hlaupahjólum og BMX-hjólum. Eitthvað hlýtur þetta að kosta, er þetta allt að koma úr þínum eigin vasa eða hvað? „Eins og er já en það eru fyrirtæki búin að hafa samband við mig og hafa aðstoðað mig með góð verð og svo vilja koma og sponsora þetta þegar þetta er komið í loftið þannig að vonandi kem ég ekki úr alltof miklum mínus út úr þessu,“ segir Eiki. Veiran setur strik í reikninginn Áður en Eiki fór af stað með verkefnið lýstu um 100 manns yfir áhuga á því að kaupa kort þegar svæðið væri klárt. Það varð til þess að hann lét vaða. „Þannig að ég stóð við mig mitt og nú þurfa þau að standa við sitt að kaupa þetta líka.“ Eiki hafði upphaflega stefnt að því að opna hjólabrettavöllinn fljótlega og var allt á lokametrunum um það leyti sem kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar um heiminn kom til Íslands. Aðstaðan hefur tekið á sig fína mynd.Vísir/Tryggvi Líkt og komið hefur fram er allt íþróttastarf á Íslandi meira og minna í viðstöðu og því óljóst hvenær nákvæmlega fyrstu gestirnir geta farið að renna sér innandyra á hjólabrettum á Akureyri. Í færslu á Facebook-síðu Eika þar sem fylgast má með verkefninu, segir Eiki að hann muni fljótlega opna fyrir sölu á kortum inn á svæðið sem taka muni gildi þegar loksins er hægt að opna, þegar faraldurinn er afstaðinn. Hægt er að sjá nýjustu fréttir af verkefninu og fylgjast með á Facebook-síðunni Bragga Parkið.
Akureyri Snjóbrettaíþróttir Hjólabretti Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira