Albert Eiríksson og Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko sem framleiðir vöfflublöndu hér á landi, mættu báðir í Bítið á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni í morgun og fögnuðu alþjóðlega degi vöfflunnar í morgun.
Albert matreiddi vöfflur í viðtalinu og sagði frá nokkrum leyniuppskriftum til að gera vöfflurnar bragðbetri en hann meðal annars blandar kaffi, kradímonudropum og jafnvel vanillusykur út í blönduna áður en hún fer á vöfflujárnið.
Hér að neðan má sjá viðtalið við þá tvo hvernig Albert fer að við vöfflujárnið.