Forsætisráðherra á að halda sig heima Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 11:19 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á kynningarfundi í Hörpu um helgina þar sem efnahagsaðgerðir vegna COVID-19 voru kynntar. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur fengið tilmæli um að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatöku sem hún fór í vegna kórónuveirunnar liggur fyrir. Hún var því ekki í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun en í færslu á Facebook greinir Katrín frá því að yngsti sonur hennar sé í einum þeirra bekkja í Melaskóla sem sendir voru í sóttkví í gær. Hann og pabbi hans hafi því ákveðið að flytja út af heimilinu. „Í kjölfarið var ákveðið að ég færi í sýnatöku vegna kórónuveiru. Þar var ég beðin um að halda mig heima þar til niðurstaða kæmi úr þeirri sýnatöku. Þar sem ég hef verið dugleg að segja öllum að fylgja leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda þá geri ég það að sjálfsögðu líka – en það er ástæðan fyrir því að ég mætti ekki í óundirbúnar fyrirspurnir í morgun (en einhverjir fjölmiðlar hafa sent mér fyrirspurnir um það). Við erum nefnilega öll almannavarnir og getum öll lagt okkar af mörkum til að hemja útbreiðslu veirunnar,“ segir Katrín á Facebook. Það var í gær sem Björgvin Þór Þórhallsson, skólastjóri Melaskóla, sendi öllum foreldrum við skólann tölvupóst og sagði frá því að starfsmaður skólans sem einnig starfar í frístundaheimilinu Selinu hefði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Starfsmaðurinn væri ekki veikur en virðist hafa fengið væg einkenni. Vegna þessa hafi því nokkrir starfsmenn og nemendur í þremur bekkjum sem hittu hann undir lok síðustu viku að fara í fjórtán daga sóttkví. Í póstinum sagði jafnframt af því að síðan samkomubann tók gildi á mánudaginn í síðustu viku hafa skólabyggingarnar tvær verið aðskildar. Þá hafi enginn samgangur verið á milli hópanna sem starfa í húsunum tveimur. Farið hafi verið eftir hólfaskiptingu og þess gætt að hóparnir og teymin sem þar vinni séu aðskilin. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinstri græn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur fengið tilmæli um að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatöku sem hún fór í vegna kórónuveirunnar liggur fyrir. Hún var því ekki í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun en í færslu á Facebook greinir Katrín frá því að yngsti sonur hennar sé í einum þeirra bekkja í Melaskóla sem sendir voru í sóttkví í gær. Hann og pabbi hans hafi því ákveðið að flytja út af heimilinu. „Í kjölfarið var ákveðið að ég færi í sýnatöku vegna kórónuveiru. Þar var ég beðin um að halda mig heima þar til niðurstaða kæmi úr þeirri sýnatöku. Þar sem ég hef verið dugleg að segja öllum að fylgja leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda þá geri ég það að sjálfsögðu líka – en það er ástæðan fyrir því að ég mætti ekki í óundirbúnar fyrirspurnir í morgun (en einhverjir fjölmiðlar hafa sent mér fyrirspurnir um það). Við erum nefnilega öll almannavarnir og getum öll lagt okkar af mörkum til að hemja útbreiðslu veirunnar,“ segir Katrín á Facebook. Það var í gær sem Björgvin Þór Þórhallsson, skólastjóri Melaskóla, sendi öllum foreldrum við skólann tölvupóst og sagði frá því að starfsmaður skólans sem einnig starfar í frístundaheimilinu Selinu hefði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Starfsmaðurinn væri ekki veikur en virðist hafa fengið væg einkenni. Vegna þessa hafi því nokkrir starfsmenn og nemendur í þremur bekkjum sem hittu hann undir lok síðustu viku að fara í fjórtán daga sóttkví. Í póstinum sagði jafnframt af því að síðan samkomubann tók gildi á mánudaginn í síðustu viku hafa skólabyggingarnar tvær verið aðskildar. Þá hafi enginn samgangur verið á milli hópanna sem starfa í húsunum tveimur. Farið hafi verið eftir hólfaskiptingu og þess gætt að hóparnir og teymin sem þar vinni séu aðskilin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinstri græn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira