Tveir þingmenn Viðreisnar í sóttkví Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2020 21:12 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, og Hanna Katrín Friðrikson, þingmaður flokksins, eru báðar farnar í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Þingkonurnar tilkynntu um þetta á Facebook-síðum sínum í kvöld. Þorgerður Katrín skrifar að fjölskylda hennar sé öll komin í sóttkví, þar á meðal móðir hennar á tíræðisaldri. „Það er ekkert annað í stöðunni en að taka þessu alvarlega og fara að fyrirmælum sóttvarnateymisins. Þetta er fúlasta alvara. Pössum upp á fólkið okkar, elsku vinir, og gerum þetta rétt. Því lífið heldur áfram,“ skrifar þingmaðurinn. Í samtali við Vísis segir Þorgerður Katrín að sóttvarnateymi hafi hringt í fjölskylduna í gær en þá kom í ljós að hún hafði umgengist manneskju sem greindist síðar smituð. Ekkert þeirra sé þó með einkenni. „Við gerum það sem þarf að gera, það er ekkert annað í boði. Sem betur fer er nútímatækni þóþannig að það er hægt að gera mjög margt og fylgjast með mjög mörgu og tala við marga," segir Þorgerður Katrín. Hanna Katrín segir að bæði hún og Ragnhildur Sverrisdóttir, eiginkona hennar, séu sóttkví. Þær séu einkennalausar og hressar ennþá. „Sem betur fer er Alþingi búið að koma upp eðal fjarfundabúnaði fyrir nefndafundi svo við sem erum í sóttkví, getum áfram lagt okkar af mörkum þar sem þörf krefur,“ skrifar hún. Þorgerður Katrín segir að sem betur fer sé þingið búið að koma sér upp góðum fjarfundarbúnaði fyrir nefndir. Þingmenn geti þó ekki greitt atkvæði. Hún veltir fyrir sér hvort að við stjórnarskrárvinnu sem nú stendur yfir ætti til þess að hægt verði að breyta fyrirkomulagi atkvæðagreiðsla á þingi við aðstæður eins og þær sem nú eru uppi í faraldrinum. „En að öðru leyti er þingið alltaf að verða betra og betra í því að nýta tæknina,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Viðreisn Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, og Hanna Katrín Friðrikson, þingmaður flokksins, eru báðar farnar í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Þingkonurnar tilkynntu um þetta á Facebook-síðum sínum í kvöld. Þorgerður Katrín skrifar að fjölskylda hennar sé öll komin í sóttkví, þar á meðal móðir hennar á tíræðisaldri. „Það er ekkert annað í stöðunni en að taka þessu alvarlega og fara að fyrirmælum sóttvarnateymisins. Þetta er fúlasta alvara. Pössum upp á fólkið okkar, elsku vinir, og gerum þetta rétt. Því lífið heldur áfram,“ skrifar þingmaðurinn. Í samtali við Vísis segir Þorgerður Katrín að sóttvarnateymi hafi hringt í fjölskylduna í gær en þá kom í ljós að hún hafði umgengist manneskju sem greindist síðar smituð. Ekkert þeirra sé þó með einkenni. „Við gerum það sem þarf að gera, það er ekkert annað í boði. Sem betur fer er nútímatækni þóþannig að það er hægt að gera mjög margt og fylgjast með mjög mörgu og tala við marga," segir Þorgerður Katrín. Hanna Katrín segir að bæði hún og Ragnhildur Sverrisdóttir, eiginkona hennar, séu sóttkví. Þær séu einkennalausar og hressar ennþá. „Sem betur fer er Alþingi búið að koma upp eðal fjarfundabúnaði fyrir nefndafundi svo við sem erum í sóttkví, getum áfram lagt okkar af mörkum þar sem þörf krefur,“ skrifar hún. Þorgerður Katrín segir að sem betur fer sé þingið búið að koma sér upp góðum fjarfundarbúnaði fyrir nefndir. Þingmenn geti þó ekki greitt atkvæði. Hún veltir fyrir sér hvort að við stjórnarskrárvinnu sem nú stendur yfir ætti til þess að hægt verði að breyta fyrirkomulagi atkvæðagreiðsla á þingi við aðstæður eins og þær sem nú eru uppi í faraldrinum. „En að öðru leyti er þingið alltaf að verða betra og betra í því að nýta tæknina,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Viðreisn Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira