Kjartan Atli: Hefði núllað þetta tímabil út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2020 14:00 Kjartan Atli Kjartansson sér um Domno´s Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 í kvöld. Skjámynd/S2 Sport Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin. Kjartan Atli Kjartansson hefur sína skoðun á því hvað átti að gera með körfuboltatímabilið á Íslandi og er ekki sammála ákvörðun stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. „Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég núllað þetta tímabil út, enginn upp og enginn niður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport en hann og Henry Birgir Gunnarsson voru þá að ræða harðort viðtal við Máté Dalmay, þjálfara 1. deildarliðs Hamars. Umræðuna hjá Kjartani og Henry má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Kjartan Atli um hvað átti að gera við körfuboltatímabilið Máté Dalmay og Hamarsmenn eru mjög ósáttir með að Höttur hafi fengið sæti í Domino´s deild karla frekar en þeir en liðin áttu eftir að mætast í annarri af þeim tveimur umferðum sem voru ólokið í 1. deildinni. „Við erum ekki búin að klára mótið og erum ekki komin með tölfræðilega niðurstöðu. Fjölnir er eina liðið sem er fallið og eina liðið sem hefði grætt á þessu. Það hefði sama gengið yfir öll 1. deildarliðin við þau hefðum við sagt að þetta eru aðstæður sem við ráðum ekki við og það fer bara enginn upp og enginn niður. Við byrjum bara aftur á næsta ári,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er það sem ég hefði lagt til. Eftir að hafa pælt aðeins í þessu en þegar Hannes kom hérna í gær þá var maður ekki búinn að melta þetta. Ég skil alveg Hamarsmenn að vera pirraða,“ sagði Kjartan Atli „Ég er samt ekki sammála Maté að þeir séu eina liðið sem sé að tapa á þessu því ég held að stærstu klúbbarnir tapi mestu fjárhagslega. Liðin sem hefðu farið í úrslitin og undanúrslitin eru að tapa langmestu,“ sagði Kjartan Atli. Það má heyra örugglega meira um þetta í Domino´s Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld en fram að því má sjá skoðun Kjartan Atla hér fyrir ofan. Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið klukkan 20.00. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir „Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44 Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin. Kjartan Atli Kjartansson hefur sína skoðun á því hvað átti að gera með körfuboltatímabilið á Íslandi og er ekki sammála ákvörðun stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. „Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég núllað þetta tímabil út, enginn upp og enginn niður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport en hann og Henry Birgir Gunnarsson voru þá að ræða harðort viðtal við Máté Dalmay, þjálfara 1. deildarliðs Hamars. Umræðuna hjá Kjartani og Henry má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Kjartan Atli um hvað átti að gera við körfuboltatímabilið Máté Dalmay og Hamarsmenn eru mjög ósáttir með að Höttur hafi fengið sæti í Domino´s deild karla frekar en þeir en liðin áttu eftir að mætast í annarri af þeim tveimur umferðum sem voru ólokið í 1. deildinni. „Við erum ekki búin að klára mótið og erum ekki komin með tölfræðilega niðurstöðu. Fjölnir er eina liðið sem er fallið og eina liðið sem hefði grætt á þessu. Það hefði sama gengið yfir öll 1. deildarliðin við þau hefðum við sagt að þetta eru aðstæður sem við ráðum ekki við og það fer bara enginn upp og enginn niður. Við byrjum bara aftur á næsta ári,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er það sem ég hefði lagt til. Eftir að hafa pælt aðeins í þessu en þegar Hannes kom hérna í gær þá var maður ekki búinn að melta þetta. Ég skil alveg Hamarsmenn að vera pirraða,“ sagði Kjartan Atli „Ég er samt ekki sammála Maté að þeir séu eina liðið sem sé að tapa á þessu því ég held að stærstu klúbbarnir tapi mestu fjárhagslega. Liðin sem hefðu farið í úrslitin og undanúrslitin eru að tapa langmestu,“ sagði Kjartan Atli. Það má heyra örugglega meira um þetta í Domino´s Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld en fram að því má sjá skoðun Kjartan Atla hér fyrir ofan. Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið klukkan 20.00.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir „Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44 Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
„Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44
Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00
Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30
Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40