„Risastórt skref“ að fá rafíþróttir í sjónvarpi í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2020 07:00 Það er mikið lagt í útsendingar frá stærstu mótum heims í rafíþróttum. VÍSIR/GETTY „Það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, en útsendingar frá rafíþróttum á Stöð 2 eSport hefjast í dag. Útsendingarnar má sjá á Stöð 2 Sport 4 og þar verður í kvöld hægt að sjá fremstu lið landsins keppa í Counter-Strike og League of Legends. Hins vegar verður byrjað á að sýna frá HM í KARDS, íslenskum tölvuleik sem Ólafur Hrafn segir að komi úr smiðju reynslubolta í faginu; fyrrverandi starfsmanna CCP. „Þetta er sem sagt spilaleikur sem byggir á seinni heimsstyrjöldinni, þar sem menn safna spjöldum og búa til sinn stokk, óvinurinn býr til sinn stokk, og svo keppa þeir. Þessi leikur er ennþá í „early access“, eins og það er kallað, en fer í fulla útgáfu á næstu mánuðum. Það hefur gengið þokkalega vel með þennan leik og heildarfjöldi spilara fór yfir 100 þúsund þegar heimsmeistaramótið var í gangi, og leikurinn hefur vaxið slatta síðan þá,“ segir Ólafur Hrafn. Úrslitaleikirnir frá fyrstu leiktíðinni í íslensku rafíþróttadeildinni, sem nú ber heitið Vodafone-deildin, verða sýndir í kvöld en á miðvikudag verður fyrsta beina útsendingin frá nýrri leiktíð þegar Fylkir og Þór Akureyri keppa í Counter-Strike. Vonir standa jafnframt til þess að hægt verði að senda út frá leikjum landsliðs Íslands í Pro Evolution Soccer á mánudaginn. Tölvuleikir hafa lengi verið vinsæl afþreying og rafíþróttir eru mest vaxandi íþróttagrein í sjónvarpi í dag. „Þetta er í raun eins og áhorf á hvern annan hlut. Það er bara mjög gaman að sjá einhvern gera hlutina sem þú hefur áhuga á rosalega vel,“ segir Ólafur Hrafn og bætir við: „Það er auðvitað svolítið nýtt að færa þetta yfir í sjónvarpið, og það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi.“ Rafíþróttir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vodafone deildin hefst í næstu viku Deildin er keppni milli átta bestu liða landsins í League of Legends og Counter Strike: Global Offensive. 19. mars 2020 12:16 Ný sjónvarpsstöð fyrir rafíþróttir Í þessum mánuði fer í loftið ný sjónvarpsstöð, Stöð 2 ESPORT, sem sýna mun frá keppni í rafíþróttum á Íslandi. 18. mars 2020 06:00 „Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið er kominn í loftið og er fjallað þar um rafíþróttir. 5. mars 2020 20:00 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
„Það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, en útsendingar frá rafíþróttum á Stöð 2 eSport hefjast í dag. Útsendingarnar má sjá á Stöð 2 Sport 4 og þar verður í kvöld hægt að sjá fremstu lið landsins keppa í Counter-Strike og League of Legends. Hins vegar verður byrjað á að sýna frá HM í KARDS, íslenskum tölvuleik sem Ólafur Hrafn segir að komi úr smiðju reynslubolta í faginu; fyrrverandi starfsmanna CCP. „Þetta er sem sagt spilaleikur sem byggir á seinni heimsstyrjöldinni, þar sem menn safna spjöldum og búa til sinn stokk, óvinurinn býr til sinn stokk, og svo keppa þeir. Þessi leikur er ennþá í „early access“, eins og það er kallað, en fer í fulla útgáfu á næstu mánuðum. Það hefur gengið þokkalega vel með þennan leik og heildarfjöldi spilara fór yfir 100 þúsund þegar heimsmeistaramótið var í gangi, og leikurinn hefur vaxið slatta síðan þá,“ segir Ólafur Hrafn. Úrslitaleikirnir frá fyrstu leiktíðinni í íslensku rafíþróttadeildinni, sem nú ber heitið Vodafone-deildin, verða sýndir í kvöld en á miðvikudag verður fyrsta beina útsendingin frá nýrri leiktíð þegar Fylkir og Þór Akureyri keppa í Counter-Strike. Vonir standa jafnframt til þess að hægt verði að senda út frá leikjum landsliðs Íslands í Pro Evolution Soccer á mánudaginn. Tölvuleikir hafa lengi verið vinsæl afþreying og rafíþróttir eru mest vaxandi íþróttagrein í sjónvarpi í dag. „Þetta er í raun eins og áhorf á hvern annan hlut. Það er bara mjög gaman að sjá einhvern gera hlutina sem þú hefur áhuga á rosalega vel,“ segir Ólafur Hrafn og bætir við: „Það er auðvitað svolítið nýtt að færa þetta yfir í sjónvarpið, og það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi.“
Rafíþróttir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vodafone deildin hefst í næstu viku Deildin er keppni milli átta bestu liða landsins í League of Legends og Counter Strike: Global Offensive. 19. mars 2020 12:16 Ný sjónvarpsstöð fyrir rafíþróttir Í þessum mánuði fer í loftið ný sjónvarpsstöð, Stöð 2 ESPORT, sem sýna mun frá keppni í rafíþróttum á Íslandi. 18. mars 2020 06:00 „Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið er kominn í loftið og er fjallað þar um rafíþróttir. 5. mars 2020 20:00 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Vodafone deildin hefst í næstu viku Deildin er keppni milli átta bestu liða landsins í League of Legends og Counter Strike: Global Offensive. 19. mars 2020 12:16
Ný sjónvarpsstöð fyrir rafíþróttir Í þessum mánuði fer í loftið ný sjónvarpsstöð, Stöð 2 ESPORT, sem sýna mun frá keppni í rafíþróttum á Íslandi. 18. mars 2020 06:00
„Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið er kominn í loftið og er fjallað þar um rafíþróttir. 5. mars 2020 20:00