„Púðurtunnan“ Afríka ætti að „búa sig undir það versta“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2020 11:03 Maður sótthreinsar rútu í Kenía. Vísir/AP Yfirvöld Afríkuríkja ættu að búa sig undir það versta. Þó faraldur nýju kórónuveirunnar sé til tölulega nýbúinn að ná til heimsálfunnar er smitum farið að fjölga hratt og sérfræðingar segja að Afríka sé í slæmri stöðu þegar kemur að því að takast á við afleiðingar faraldursins og það eigi jafnvel við ríkustu þjóðirnar þar. „Ég held að Afríka ætti að vakna. Heimsálfan mín þarf að vakna,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, á blaðamannafundi í gær. Hann er frá Eþíópíu og sagði að Afríka ætti að búa sig undir það versta. Í dag var búið er að staðfesta 633 Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, í Afríku og ná þau til 33 ríkja. Minnst sautján hafa dáið og á undanförnum sólarhring tilkynntu Gambía, Máritanía og Sambía um fyrstu tilfellin. 633 confirmed #COVID19 cases in #Africa in 33 countries and 17 deaths. In past 24 hrs, The Gambia, Mauritius & Zambia have announced first cases. @WHO is supporting countries with surveillance, diagnostics & treatment. https://t.co/V0fkK8dYTg pic.twitter.com/5EP26IT3Yh— WHO African Region (@WHOAFRO) March 19, 2020 Sérfræðingar óttast að fátækt fólk í Afríku geti ekki tekið sér frí frá vinnu vegna smits og þar að auki er nokkuð um fátækrahverfi þar sem fólk býr mjög þétt og getur ekki farið í sóttkví heima hjá sér. AP fréttaveitan segir ástandið hvað verst í Suður-Afríku. Þar tvöfölduðust staðfest tilfelli á tveimur dögum en þau eru 116. Blaðamaður BBC heimsótti eitt fátækrahverfi í Jóhannesarborg og ræddi við heimamenn. Þau voru flest þeirrar skoðunar að þau hefðu nánast engar leiðir til að verjast veirunni, ef hún bærist þangað. Bara það að þvo sér um hendurnar reynist mörgum erfitt sem hafa ekki aðgang að vatni og sápu. Fangelsisrefsing fyrir að dreifa ósannindum Sérfræðingar sem BBC ræddi við líkja Afríku við púðurtunnu og segja gífurlega mikilvægt að sporna gegn dreifingu veirunnar þar. Yfirvöld Suður-Afríku virðast þó hafa lært af útbreiðslu veirunnar í Asíu og í Evrópu og hefur þeim verið hrósað fyrir viðbrögð gegn dreifingu hennar. Samkomubann hefur verið sett á, skólum hefur verið lokað og dregið hefur verið úr aðgengi erlendra aðila að landinu. Þá hafa lög verið sett sem segja til um að þeir sem dreifa ósannindum um faraldurinn og veiruna geta verið fangelsaðir í allt að hálft ár. Yfirvöld víða í Afríku hafa gripið til sambærilegra aðgerða, jafnvel þó að ekki sé búið að staðfesta tilfelli þar, eins og í Úganda. Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk með öndunar- og lungnavandamál í mestri hættu af COVID-19 Þeir sem eru með undirliggjandi öndunar- eða lungnavandamál eru í sérstökum áhættuhópi um að fá alvarleg einkenni af COVID-19-sjúkdómnum samkvæmt nýrri rannsókn. 18. mars 2020 23:28 Spánverjar loka hótelum og senda alla heim Yfirvöld Spánar hafa tekið þá ákvörðun að loka hótelum og öðrum gististöðum á landinu fyrir þriðjudaginn í næstu viku. 18. mars 2020 15:59 Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra til að styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins. 18. mars 2020 11:16 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Yfirvöld Afríkuríkja ættu að búa sig undir það versta. Þó faraldur nýju kórónuveirunnar sé til tölulega nýbúinn að ná til heimsálfunnar er smitum farið að fjölga hratt og sérfræðingar segja að Afríka sé í slæmri stöðu þegar kemur að því að takast á við afleiðingar faraldursins og það eigi jafnvel við ríkustu þjóðirnar þar. „Ég held að Afríka ætti að vakna. Heimsálfan mín þarf að vakna,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, á blaðamannafundi í gær. Hann er frá Eþíópíu og sagði að Afríka ætti að búa sig undir það versta. Í dag var búið er að staðfesta 633 Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, í Afríku og ná þau til 33 ríkja. Minnst sautján hafa dáið og á undanförnum sólarhring tilkynntu Gambía, Máritanía og Sambía um fyrstu tilfellin. 633 confirmed #COVID19 cases in #Africa in 33 countries and 17 deaths. In past 24 hrs, The Gambia, Mauritius & Zambia have announced first cases. @WHO is supporting countries with surveillance, diagnostics & treatment. https://t.co/V0fkK8dYTg pic.twitter.com/5EP26IT3Yh— WHO African Region (@WHOAFRO) March 19, 2020 Sérfræðingar óttast að fátækt fólk í Afríku geti ekki tekið sér frí frá vinnu vegna smits og þar að auki er nokkuð um fátækrahverfi þar sem fólk býr mjög þétt og getur ekki farið í sóttkví heima hjá sér. AP fréttaveitan segir ástandið hvað verst í Suður-Afríku. Þar tvöfölduðust staðfest tilfelli á tveimur dögum en þau eru 116. Blaðamaður BBC heimsótti eitt fátækrahverfi í Jóhannesarborg og ræddi við heimamenn. Þau voru flest þeirrar skoðunar að þau hefðu nánast engar leiðir til að verjast veirunni, ef hún bærist þangað. Bara það að þvo sér um hendurnar reynist mörgum erfitt sem hafa ekki aðgang að vatni og sápu. Fangelsisrefsing fyrir að dreifa ósannindum Sérfræðingar sem BBC ræddi við líkja Afríku við púðurtunnu og segja gífurlega mikilvægt að sporna gegn dreifingu veirunnar þar. Yfirvöld Suður-Afríku virðast þó hafa lært af útbreiðslu veirunnar í Asíu og í Evrópu og hefur þeim verið hrósað fyrir viðbrögð gegn dreifingu hennar. Samkomubann hefur verið sett á, skólum hefur verið lokað og dregið hefur verið úr aðgengi erlendra aðila að landinu. Þá hafa lög verið sett sem segja til um að þeir sem dreifa ósannindum um faraldurinn og veiruna geta verið fangelsaðir í allt að hálft ár. Yfirvöld víða í Afríku hafa gripið til sambærilegra aðgerða, jafnvel þó að ekki sé búið að staðfesta tilfelli þar, eins og í Úganda.
Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk með öndunar- og lungnavandamál í mestri hættu af COVID-19 Þeir sem eru með undirliggjandi öndunar- eða lungnavandamál eru í sérstökum áhættuhópi um að fá alvarleg einkenni af COVID-19-sjúkdómnum samkvæmt nýrri rannsókn. 18. mars 2020 23:28 Spánverjar loka hótelum og senda alla heim Yfirvöld Spánar hafa tekið þá ákvörðun að loka hótelum og öðrum gististöðum á landinu fyrir þriðjudaginn í næstu viku. 18. mars 2020 15:59 Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra til að styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins. 18. mars 2020 11:16 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Fólk með öndunar- og lungnavandamál í mestri hættu af COVID-19 Þeir sem eru með undirliggjandi öndunar- eða lungnavandamál eru í sérstökum áhættuhópi um að fá alvarleg einkenni af COVID-19-sjúkdómnum samkvæmt nýrri rannsókn. 18. mars 2020 23:28
Spánverjar loka hótelum og senda alla heim Yfirvöld Spánar hafa tekið þá ákvörðun að loka hótelum og öðrum gististöðum á landinu fyrir þriðjudaginn í næstu viku. 18. mars 2020 15:59
Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra til að styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins. 18. mars 2020 11:16