Markmiðið að tryggja afkomu fólks á óvissutímum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2020 19:22 „Það er auðvitað verið að horfa til ýmissa þeirra athugasemda sem hafa komið fram, til dæmis varðandi starfshlutfall og annað slíkt og þetta þarf auðvitað allt að kostnaðarmeta og setja í samhengi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þegar hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. Þá tilkynnti Seðlabankinn það fyrr í dag að hann hygðist aðstoða viðskiptabankana og að gjaldeyrisforðinn væri gríðarlega öflugur. Bankarnir stæðu á traustum fótum og að þeir gætu auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef þörf væri á. „Seðlabankinn er að taka niðursveifluaukann svokallaðan auk þess að lækka vexti sem hafa aldrei verið lægri. Hvað þýðir þetta? Jú, þetta þýðir það að bankarnir, fjármálafyrirtækin hafa töluvert aukið svigrúm til að veita fyrirtækjum fyrirgreiðslu, og heimilum. Það hjálpar líka að koma fólki og fyrirtækjum í gegn um skaflinn,“ sagði Katrín. Þá staðfesti hún að verið væri að skoða frumvarpið hjá velferðarnefnd Alþingis og þangað hafi verið fengnir fjöldi gesta til að fara yfir málin. Ríkisstjórnin sjálf hafi þar að auki farið yfir athugasemdir sem hafi borist. „Ég átti sjálf fund með til að mynda fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar í gærdag sem og fulltrúum atvinnurekenda,“ sagði Katrín. „Félags- og barnamálaráðherra vinnur nú að því að leggja til breytingar sem velferðarnefnd mun taka til skoðunar.“ „Stóra markmiðið með þessu máli er að við tryggjum afkomu fólks í gegn um þessar tímabundnu þrengingar og það markmið er auðvitað það sem er okkar leiðarljós í allri þessari vinnu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07 Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. 18. mars 2020 13:03 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það er auðvitað verið að horfa til ýmissa þeirra athugasemda sem hafa komið fram, til dæmis varðandi starfshlutfall og annað slíkt og þetta þarf auðvitað allt að kostnaðarmeta og setja í samhengi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þegar hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. Þá tilkynnti Seðlabankinn það fyrr í dag að hann hygðist aðstoða viðskiptabankana og að gjaldeyrisforðinn væri gríðarlega öflugur. Bankarnir stæðu á traustum fótum og að þeir gætu auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef þörf væri á. „Seðlabankinn er að taka niðursveifluaukann svokallaðan auk þess að lækka vexti sem hafa aldrei verið lægri. Hvað þýðir þetta? Jú, þetta þýðir það að bankarnir, fjármálafyrirtækin hafa töluvert aukið svigrúm til að veita fyrirtækjum fyrirgreiðslu, og heimilum. Það hjálpar líka að koma fólki og fyrirtækjum í gegn um skaflinn,“ sagði Katrín. Þá staðfesti hún að verið væri að skoða frumvarpið hjá velferðarnefnd Alþingis og þangað hafi verið fengnir fjöldi gesta til að fara yfir málin. Ríkisstjórnin sjálf hafi þar að auki farið yfir athugasemdir sem hafi borist. „Ég átti sjálf fund með til að mynda fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar í gærdag sem og fulltrúum atvinnurekenda,“ sagði Katrín. „Félags- og barnamálaráðherra vinnur nú að því að leggja til breytingar sem velferðarnefnd mun taka til skoðunar.“ „Stóra markmiðið með þessu máli er að við tryggjum afkomu fólks í gegn um þessar tímabundnu þrengingar og það markmið er auðvitað það sem er okkar leiðarljós í allri þessari vinnu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07 Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. 18. mars 2020 13:03 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07
Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. 18. mars 2020 13:03
Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05