Óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Japan Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 12:53 Læknar óttast það versta í Japan. Vísir/Getty Læknar í Japan hafa varað við því að heilbrigðiskerfið þar í landi gæti hrunið vegna kórónuveirufaraldursins. Yfir tíu þúsund tilfelli hafa verið staðfest í Japan, en fyrst um sinn var útlit fyrir að yfirvöld hefðu náð að hefta útbreiðslu faraldursins. Á vef BBC segir að bráðadeildir hafi ekki náð að sinna öllum sjúklingum með alvarleg heilsufarsvandamál vegna auka álags sem hefur orðið vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Þá hafi sjúkrabíl verið vísað frá áttatíu sjúkrahúsum áður en sjúklingur sem var fluttur með bílnum gat fengið aðhlynningu. Staðan er verst í Tokyo en yfir tvö hundruð manns hafa látist í Japan. Vegna stöðunnar á sjúkrahúsum landsins hafa heimilislæknar boðið fram aðstoð sína við sýnatökur til þess að létta undir með starfsfólki sjúkrahúsanna, en Konoshin Tamura formaður samtaka heimilislækna sagði það vera gert til þess að koma í veg fyrir það að heilbrigðiskerfið myndi einfaldlega hrynja. „Allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Annars myndu sjúkrahúsin ekki hafa undan.“ Tvö læknasamtök í landinu hafa bent á alvarleika málsins og að sjúkrahús séu ekki að ná að sinna öðrum alvarlega veikum sjúklingum. Mörgum sé vísað í burtu og það sé mikið áhyggjuefni þar sem fjöldi smita er lítill í samanburði við mörg önnur lönd. Þá hefur forsætisráðherrann Shinzo Abe verið gagnrýndur fyrir hæg viðbrögð og er hann sagður hafa verið tregur til þess að setja á einhverskonar hömlur af ótta við að það myndi skaða efnahagslíf landsins. Skortur á hlífðarbúnaði á heimsvísu eykur áhyggjurnar, en læknar hafa bent á að Japan var í betri stöðu en önnur lönd til þess að búa sig undir það. Fyrsta tilfellið hafi komið upp í janúar, það fyrsta utan Kína. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Japan Samhliða því tilkynnti Shinzo Abe, forsætisráðherra, stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækja og fjölskylda. 7. apríl 2020 10:03 Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Læknar í Japan hafa varað við því að heilbrigðiskerfið þar í landi gæti hrunið vegna kórónuveirufaraldursins. Yfir tíu þúsund tilfelli hafa verið staðfest í Japan, en fyrst um sinn var útlit fyrir að yfirvöld hefðu náð að hefta útbreiðslu faraldursins. Á vef BBC segir að bráðadeildir hafi ekki náð að sinna öllum sjúklingum með alvarleg heilsufarsvandamál vegna auka álags sem hefur orðið vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Þá hafi sjúkrabíl verið vísað frá áttatíu sjúkrahúsum áður en sjúklingur sem var fluttur með bílnum gat fengið aðhlynningu. Staðan er verst í Tokyo en yfir tvö hundruð manns hafa látist í Japan. Vegna stöðunnar á sjúkrahúsum landsins hafa heimilislæknar boðið fram aðstoð sína við sýnatökur til þess að létta undir með starfsfólki sjúkrahúsanna, en Konoshin Tamura formaður samtaka heimilislækna sagði það vera gert til þess að koma í veg fyrir það að heilbrigðiskerfið myndi einfaldlega hrynja. „Allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Annars myndu sjúkrahúsin ekki hafa undan.“ Tvö læknasamtök í landinu hafa bent á alvarleika málsins og að sjúkrahús séu ekki að ná að sinna öðrum alvarlega veikum sjúklingum. Mörgum sé vísað í burtu og það sé mikið áhyggjuefni þar sem fjöldi smita er lítill í samanburði við mörg önnur lönd. Þá hefur forsætisráðherrann Shinzo Abe verið gagnrýndur fyrir hæg viðbrögð og er hann sagður hafa verið tregur til þess að setja á einhverskonar hömlur af ótta við að það myndi skaða efnahagslíf landsins. Skortur á hlífðarbúnaði á heimsvísu eykur áhyggjurnar, en læknar hafa bent á að Japan var í betri stöðu en önnur lönd til þess að búa sig undir það. Fyrsta tilfellið hafi komið upp í janúar, það fyrsta utan Kína.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Japan Samhliða því tilkynnti Shinzo Abe, forsætisráðherra, stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækja og fjölskylda. 7. apríl 2020 10:03 Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Lýsa yfir neyðarástandi í Japan Samhliða því tilkynnti Shinzo Abe, forsætisráðherra, stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækja og fjölskylda. 7. apríl 2020 10:03
Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent