Saksóknarar rannsaka mann sem sankaði að sér hreinlætisvörum Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 11:53 Víða um heim hafa hreinlætisvörur eins og sótthreinsiefni selst upp. AP/Nam Y. Huh Saksóknarar í Tennessee í Bandaríkjunum hófu nýverið rannsókn á manni sem hafði sankað að sér gífurlegum birgðum af hreinsunarvörum og reyndi að selja þær á netinu með gífurlegri álagningu. Þann fyrsta mars, degi eftir að fyrsta dauðsfallið vegna nýju kórónuveirunnar var staðfest í Bandaríkjunum byrjuðu Matt Colvin og bróðir hans að sanka að vörum. Þeir vörðu þremur dögum í að keyra um ríkið og Kentucky og kaupa allt sótthreinsiefni sem þeir komu höndum yfir. Síðan reyndu þeir að selja sótthreinsiefnið á Amazon með mikilli álagningu. Amazon lokaði þó fljótt á slíka sölu og varaði við því að fólk sem reyndi að hagnast á faraldrinum yrði bannað af fyrirtækinu. Þá kvartaði Colvin yfir því í viðtali við New York Times að hann ætti 17.700 brúsa af sótthreinsiefni og gæti hvergi selt það. Colvin er líklegast einn margra í svipaðri sögu en hann varð fyrir mikilli heift á netinu og víðar. Meðal annars bárust honum morðhótanir og var hann sakaður um að reyna að hagnast á faraldrinum. Því hét hann að gefa frá sér birgðirnar. Hann leitaði hjá hjálparstarfsmanna kirkjunnar og var tveimur þriðju af birgðum hans dreift til fátækra í Tennessee. Það virðist þó hafa verið of seint, því starfsmenn ríkissaksóknara Tennessee tóku restina af birgðum Colvin og stendur til að senda það til Kentucky. Í öðru samtali við New York Times frá því í gær segist Colvin sjá eftir aðgerðum sínum og sagðist ekki hafa áttað sig á því hve umfangsmikill faraldurinn yrði og hve mikill skortur yrði á sótthreinsiefni. Hann brast í grát þegar hann lýsti þeim hótunum sem honum hafði borist og sendi blaðamönnum meðal annars póst þar sem aðili hótaði að myrða fjölskyldu hans. „Það var aldrei ætlun mín að halda nauðsynlegum heilbrigðisvörum frá þeim sem þurfa á þeim að halda,“ sagði Colvin grátandi. Samkvæmt lögum Tennessee er ólöglegt að stunda athæfi sem þetta í neyðarástandi. Mögulega verður Colvin sektaður um þúsund dali. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Saksóknarar í Tennessee í Bandaríkjunum hófu nýverið rannsókn á manni sem hafði sankað að sér gífurlegum birgðum af hreinsunarvörum og reyndi að selja þær á netinu með gífurlegri álagningu. Þann fyrsta mars, degi eftir að fyrsta dauðsfallið vegna nýju kórónuveirunnar var staðfest í Bandaríkjunum byrjuðu Matt Colvin og bróðir hans að sanka að vörum. Þeir vörðu þremur dögum í að keyra um ríkið og Kentucky og kaupa allt sótthreinsiefni sem þeir komu höndum yfir. Síðan reyndu þeir að selja sótthreinsiefnið á Amazon með mikilli álagningu. Amazon lokaði þó fljótt á slíka sölu og varaði við því að fólk sem reyndi að hagnast á faraldrinum yrði bannað af fyrirtækinu. Þá kvartaði Colvin yfir því í viðtali við New York Times að hann ætti 17.700 brúsa af sótthreinsiefni og gæti hvergi selt það. Colvin er líklegast einn margra í svipaðri sögu en hann varð fyrir mikilli heift á netinu og víðar. Meðal annars bárust honum morðhótanir og var hann sakaður um að reyna að hagnast á faraldrinum. Því hét hann að gefa frá sér birgðirnar. Hann leitaði hjá hjálparstarfsmanna kirkjunnar og var tveimur þriðju af birgðum hans dreift til fátækra í Tennessee. Það virðist þó hafa verið of seint, því starfsmenn ríkissaksóknara Tennessee tóku restina af birgðum Colvin og stendur til að senda það til Kentucky. Í öðru samtali við New York Times frá því í gær segist Colvin sjá eftir aðgerðum sínum og sagðist ekki hafa áttað sig á því hve umfangsmikill faraldurinn yrði og hve mikill skortur yrði á sótthreinsiefni. Hann brast í grát þegar hann lýsti þeim hótunum sem honum hafði borist og sendi blaðamönnum meðal annars póst þar sem aðili hótaði að myrða fjölskyldu hans. „Það var aldrei ætlun mín að halda nauðsynlegum heilbrigðisvörum frá þeim sem þurfa á þeim að halda,“ sagði Colvin grátandi. Samkvæmt lögum Tennessee er ólöglegt að stunda athæfi sem þetta í neyðarástandi. Mögulega verður Colvin sektaður um þúsund dali.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira