Geðveikt nýtt ár? Starri Reynisson skrifar 30. desember 2020 10:30 Nýtt ár er rétt handan við hornið. Árið sem er að líða hefur verið erfitt þar sem heimsfaraldur hefur sett líf allra úr skorðum. Það eru þó bjartari tímar framundan, bóluefni komið til landsins og líklegt að hægt verði að ná tökum á faraldrinum á fyrri hluta næsta árs. Þessi heimsfaraldur er þó ekki eini heilsufarsvandinn sem þjóðin glímir við. Ísland glímir við langvarandi geðheilbrigðisvanda. Sjálfsvígstíðni er há, sérstaklega meðal ungra karlmanna, stærstur hluti örorkubóta er vegna geðrænna veikinda og við eigum heimsmetið í notkun þunglyndislyfja. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu myndi slá vel á þennan vanda, en þrátt fyrir að frumvarp þess efnis hafi hlotið einróma samþykki Alþingis í vor neitar ríkisstjórnin að fjármagna niðurgreiðsluna. Örorkubætur vegna geðrænna veikinda kosta ríkissjóð rúma 20 milljarða á ári. Tap samfélagsins mældur í skatttekjum og fleiru sem tapast vegna geðrænna veikinda nemur um 30 milljörðum á ári. Kostnaður samfélagsins er óendanlega mikill þegar hann er mældur í fjölda fólks sem glímir við vanlíðan, tækifærum sem glatast og fjölda sjálfsvíga. Á móti myndi það aðeins kosta um 1.2 milljarða að niðurgreiða sálfræðiþjónustu þannig að hún yrði aðgengileg flestum. Slík niðurgreiðsla er því augljóslega ábyrg fjárfesting af hálfu ríkissjóðs, sem myndi skila sér margfalt til baka. Ríkisstjórnin segist þó ekki vilja fjármagna niðurgreiðsluna vegna þess að það sé of kostnaðarsamt. Félagsleg einangrun og ástvinamissir síðasta árs hafar haft gífurleg áhrif á andlega líðan fólks og aukið við geðheilbrigðisvandann sem var til staðar fyrir, um það leikur enginn vafi. Þó við sjáum fram á lok þessa heimsfaraldurs verður geðheilbrigðisvandinn enn til staðar og þörfin fyrir sálfræðiþjónustu hefur aldrei verið meiri. Það er ekki til bóluefni við andlegum veikindum. Nú eru aðeins tveir dagar eftir af undirskriftasöfnun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að standa við niðurgreiðsluna og fjármagna hana að fullu. Hér er hægt að skrifa undir. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár er rétt handan við hornið. Árið sem er að líða hefur verið erfitt þar sem heimsfaraldur hefur sett líf allra úr skorðum. Það eru þó bjartari tímar framundan, bóluefni komið til landsins og líklegt að hægt verði að ná tökum á faraldrinum á fyrri hluta næsta árs. Þessi heimsfaraldur er þó ekki eini heilsufarsvandinn sem þjóðin glímir við. Ísland glímir við langvarandi geðheilbrigðisvanda. Sjálfsvígstíðni er há, sérstaklega meðal ungra karlmanna, stærstur hluti örorkubóta er vegna geðrænna veikinda og við eigum heimsmetið í notkun þunglyndislyfja. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu myndi slá vel á þennan vanda, en þrátt fyrir að frumvarp þess efnis hafi hlotið einróma samþykki Alþingis í vor neitar ríkisstjórnin að fjármagna niðurgreiðsluna. Örorkubætur vegna geðrænna veikinda kosta ríkissjóð rúma 20 milljarða á ári. Tap samfélagsins mældur í skatttekjum og fleiru sem tapast vegna geðrænna veikinda nemur um 30 milljörðum á ári. Kostnaður samfélagsins er óendanlega mikill þegar hann er mældur í fjölda fólks sem glímir við vanlíðan, tækifærum sem glatast og fjölda sjálfsvíga. Á móti myndi það aðeins kosta um 1.2 milljarða að niðurgreiða sálfræðiþjónustu þannig að hún yrði aðgengileg flestum. Slík niðurgreiðsla er því augljóslega ábyrg fjárfesting af hálfu ríkissjóðs, sem myndi skila sér margfalt til baka. Ríkisstjórnin segist þó ekki vilja fjármagna niðurgreiðsluna vegna þess að það sé of kostnaðarsamt. Félagsleg einangrun og ástvinamissir síðasta árs hafar haft gífurleg áhrif á andlega líðan fólks og aukið við geðheilbrigðisvandann sem var til staðar fyrir, um það leikur enginn vafi. Þó við sjáum fram á lok þessa heimsfaraldurs verður geðheilbrigðisvandinn enn til staðar og þörfin fyrir sálfræðiþjónustu hefur aldrei verið meiri. Það er ekki til bóluefni við andlegum veikindum. Nú eru aðeins tveir dagar eftir af undirskriftasöfnun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að standa við niðurgreiðsluna og fjármagna hana að fullu. Hér er hægt að skrifa undir. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar