Stúlka lést í stóra skjálftanum í Króatíu og fjöldi fastur í húsarústum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. desember 2020 15:27 Borgarstjórinn segir að hálf borgin sé eyðilögð eftir stóra skjálftann sem varð um hádegisbil. Getty/Stipe Majic/Anadolu Agency Tólf ára stúlka lést í kröftugum jarðskjálfta sem varð nærri Zagreb í Króatíu um hádegisbil. Skjálftinn mældist 6,4 að stærð. Adrej Plenkovic, forsætisráðherra, ávarpaði landsmenn í borginni Petrinju sem varð verst úti í skjálftanum. Hann sagði að eina dauðsfallið sem væri hægt að staðfesta að svo stöddu væri stúlkunnar er að fjöldi hefði stærst og margir alvarlega. Björgunaraðgerðir eru í fullum gangi en fjölmargir eru enn fastir í húsarústum. Leikskóli í Petrinja hrundi til grunna en tilviljun ein réði því að engin börn voru innanhúss. Darinko Dumbovic, borgarstjóri, sagði í ávarpi að í raun hefði helmingur borgarinnar eyðilagst í skjálftanum en sjálf skjálftamiðjan var í Petrinju. Borgin er rétt suðaustan við Zagreb og er fátækasta svæðið á stórhöfuðborgarsvæðinu. Fjöldi landa hefur boðið fram aðstoð sína og á vettvangi Evrópusambandsins er verið að skipuleggja neyðaraðstoð. Herinn, lögreglumenn, almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar hafa verið sendir frá höfuðborginni og til Petrinju með sérþjálfaða leitarhunda. Herþyrlur hafa þá verið sendar af stað til að sækja slasaða en stjórnvöld segja að ekki sé óhætt að vera í borginni og því þarf að rýma allavega hluta hennar sem allra fyrst. Nágrannaþjóðin Slóvenía hefur slökkt á kjarnorkuveri sínu til að gæta varúðar en það er um 100 kílómetra frá skjálftamiðjunni. Stjórnendur Paks kjarnorkuversins í Ungverjalandi hafa viðurkennt að skjálftinn hafi fundist vel þar en að þeir ætluðu sér engu að síður ekki að slökkva á verinu. Eldgos og jarðhræringar Króatía Tengdar fréttir Skjálfti 6,3 að stærð í Króatíu Jarðskjálfti 6,3 að stærð varð í Króatíu, um 46 kílómetrum suðaustur af höfuðborginni Zagreb um hádegisbil í dag. 29. desember 2020 11:52 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Hann sagði að eina dauðsfallið sem væri hægt að staðfesta að svo stöddu væri stúlkunnar er að fjöldi hefði stærst og margir alvarlega. Björgunaraðgerðir eru í fullum gangi en fjölmargir eru enn fastir í húsarústum. Leikskóli í Petrinja hrundi til grunna en tilviljun ein réði því að engin börn voru innanhúss. Darinko Dumbovic, borgarstjóri, sagði í ávarpi að í raun hefði helmingur borgarinnar eyðilagst í skjálftanum en sjálf skjálftamiðjan var í Petrinju. Borgin er rétt suðaustan við Zagreb og er fátækasta svæðið á stórhöfuðborgarsvæðinu. Fjöldi landa hefur boðið fram aðstoð sína og á vettvangi Evrópusambandsins er verið að skipuleggja neyðaraðstoð. Herinn, lögreglumenn, almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar hafa verið sendir frá höfuðborginni og til Petrinju með sérþjálfaða leitarhunda. Herþyrlur hafa þá verið sendar af stað til að sækja slasaða en stjórnvöld segja að ekki sé óhætt að vera í borginni og því þarf að rýma allavega hluta hennar sem allra fyrst. Nágrannaþjóðin Slóvenía hefur slökkt á kjarnorkuveri sínu til að gæta varúðar en það er um 100 kílómetra frá skjálftamiðjunni. Stjórnendur Paks kjarnorkuversins í Ungverjalandi hafa viðurkennt að skjálftinn hafi fundist vel þar en að þeir ætluðu sér engu að síður ekki að slökkva á verinu.
Eldgos og jarðhræringar Króatía Tengdar fréttir Skjálfti 6,3 að stærð í Króatíu Jarðskjálfti 6,3 að stærð varð í Króatíu, um 46 kílómetrum suðaustur af höfuðborginni Zagreb um hádegisbil í dag. 29. desember 2020 11:52 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Skjálfti 6,3 að stærð í Króatíu Jarðskjálfti 6,3 að stærð varð í Króatíu, um 46 kílómetrum suðaustur af höfuðborginni Zagreb um hádegisbil í dag. 29. desember 2020 11:52