Kirkja Sigmundar Davíðs Bjarni Karlsson skrifar 28. desember 2020 08:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði áhugaverða grein í enska miðilinn The Spectator nýlega sem hlotið hefur nokkra umfjöllun. Þar lýsir hann áhyggjum sínum af kirkju og kristni hér á landi sem á vesturlöndum. Hann snýr gagnrýni sinni að leiðtogum kirkjustofnana sem vilji sættast við tíðarandann með fylgispekt við róttækar hreyfingar umhverfis- og mannréttindasinna. Frekar en að standa í fæturna og boða hefðbundin gildi sé nú Greta Thunberg jafnvel oftar nefnd á nafn í ræðum sumra presta en Jesús sjálfur. Sigmundur aðvarar kirkjuna; ætli hún að hoppa upp á vinsældarvagna tíðarandans muni henni mistakast hrapalega. Í því sambandi rifjar hann upp hvernig kristnin hafi mótað söguna á öldum áður fremur en að lúta straumum samtímans. Hann nefnir forystu kirkjunnar í mennta- og velferðarmálum á liðnum öldum, aðild kristinna leiðtoga að afnámi þrælahalds og andóf þeirra gegn kynþáttahyggju. Þá rifjar hann upp framgöngu kristinnar kirkju í Póllandi og Austur-Þýskalandi sem ekki beygði sig fyrir hinu kommúníska valdi á dögum múrsins. Í þessu ljósi hvetur hann til þess að kristin kirkja leiti nú róta sinna. Frekar en að endurhanna sig í ljósi vinsælda skuli hún endurvinna raunverulega sjálfsmynd sína og hætta að biðjast afsökunar á sjálfri sér með átakanlegum æfingum líkt og sjá mátti þegar íslenska Þjóðkirkjan telfldi fram trans-Jesú umliðið haust. Engum þarf að leiðast að lesa skrif Sigmundar Davíðs og ég er viss um að velvild hans í garð kristni og kirkju er heil af hans hálfu. Það breytir þó ekki því að hann er svo einarður nýtingarsinni að kristin kirkja er þar ekki undan skilin frekar en náttúran sjálf. Kemur afstaða hans skýrt fram í því að hann telur daður kirkjunnar við náttúruverndarhreyfingar óþarfar þar eð kristin trúarhugsun tileinki manninum þá sérstöðu í náttúrunni að hann hafi umboð til að nota umhverfið og vernda sjálfum sér til handa. Um leið og mér hlýnar sem kirkjunnar manni við velvilja Sigmundar Davíðs þá verð ég að andmæla því áliti hans að náttúran sé handa mannkyninu samkvæmt kristinni trú. Hvort heldur horft er til Lútherska heimssambandsins, páfagarðs eða hvert annað í litrófi kristninnar þá er nú víðast viðtekin sú afstaða að maðurinn sé þátttakandi í vistkerfinu en ekki eigandi þess og að sérstaða hans felist einkum í getu hans til að vera ábyrgur í þágu heildarinnar. Opinber hnattræn orðræða, veraldleg jafnt sem trúarleg, hefur færst frá mannmiðlægni til lífmiðlægni síðustu áratugi. Það gerðist ekki óvart. Sigmundur Davíð lyftir fram samleið kristinnar kirkju og vestrænnar menningar og nefnir kristni og verstræn gildi hiklaust í sama orði. Það er raunhæft. Einmitt á þeim forsendum vil ég, vegna ástar minnar á Jesú og kirkju hans, endurskoða kirkjuna af sömu óvægnu ákefð og við hljótum nú að endurskoða vestrænan nútíma. Hvernig gat það gerst að kristin kirkja yrði meðhöfundur að því menningarástandi sem við köllum nútíma? Menningarástandi sem einkennist af öfgafullri mannmiðlægni og einstaklingshyggju, gengur þvert á grunngildi kristinnar trúar og stendur nú gjaldþrota í svimandi vistkerfisskuld sem enginn veit hvernig greiða skal en öll óttast hvar muni lenda. Já, kæri Sigmundur Davíð, andstæðingum kirkjunnar hættir til að gleyma þeim fræjum mildi, mannúðar og mennta sem kristnin vissulega hefur sáð um aldir. En við sem trúum á Jesú verðum jafnframt að horfast í augu við afglöp kirkjunnar í sögunni. Líklega rís þar hæst þrjúhundruðára bandalag hennar við hagkerfi og ríkisvald í vestrænum nútíma þar sem hinum náttúrulega heimi var vikið til hliðar og hann skilgreindur sem hráefni en maðurinn skilgreindur eigandi og einyrki. Tillögur Sigmundar Davíðs til kirkjunnar í nefndri grein eru sannarlega áhugaverðar og ekki unnt að reifa þær hér, nema að því leyti að hann biður um samtal á forsendum lýðræðis. Það tek ég undir. Að öðru leyti virðast mér tillögur hans allar vera um það að kirkjan komi aftur „heim“ til liðs við ríkisvald og hagkerfi með því að hún láti af þátttöku sinni í gagnrýninni og greinandi þjóðfélagsumræðu. Það getur hún ekki í Jesú nafni. Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði áhugaverða grein í enska miðilinn The Spectator nýlega sem hlotið hefur nokkra umfjöllun. Þar lýsir hann áhyggjum sínum af kirkju og kristni hér á landi sem á vesturlöndum. Hann snýr gagnrýni sinni að leiðtogum kirkjustofnana sem vilji sættast við tíðarandann með fylgispekt við róttækar hreyfingar umhverfis- og mannréttindasinna. Frekar en að standa í fæturna og boða hefðbundin gildi sé nú Greta Thunberg jafnvel oftar nefnd á nafn í ræðum sumra presta en Jesús sjálfur. Sigmundur aðvarar kirkjuna; ætli hún að hoppa upp á vinsældarvagna tíðarandans muni henni mistakast hrapalega. Í því sambandi rifjar hann upp hvernig kristnin hafi mótað söguna á öldum áður fremur en að lúta straumum samtímans. Hann nefnir forystu kirkjunnar í mennta- og velferðarmálum á liðnum öldum, aðild kristinna leiðtoga að afnámi þrælahalds og andóf þeirra gegn kynþáttahyggju. Þá rifjar hann upp framgöngu kristinnar kirkju í Póllandi og Austur-Þýskalandi sem ekki beygði sig fyrir hinu kommúníska valdi á dögum múrsins. Í þessu ljósi hvetur hann til þess að kristin kirkja leiti nú róta sinna. Frekar en að endurhanna sig í ljósi vinsælda skuli hún endurvinna raunverulega sjálfsmynd sína og hætta að biðjast afsökunar á sjálfri sér með átakanlegum æfingum líkt og sjá mátti þegar íslenska Þjóðkirkjan telfldi fram trans-Jesú umliðið haust. Engum þarf að leiðast að lesa skrif Sigmundar Davíðs og ég er viss um að velvild hans í garð kristni og kirkju er heil af hans hálfu. Það breytir þó ekki því að hann er svo einarður nýtingarsinni að kristin kirkja er þar ekki undan skilin frekar en náttúran sjálf. Kemur afstaða hans skýrt fram í því að hann telur daður kirkjunnar við náttúruverndarhreyfingar óþarfar þar eð kristin trúarhugsun tileinki manninum þá sérstöðu í náttúrunni að hann hafi umboð til að nota umhverfið og vernda sjálfum sér til handa. Um leið og mér hlýnar sem kirkjunnar manni við velvilja Sigmundar Davíðs þá verð ég að andmæla því áliti hans að náttúran sé handa mannkyninu samkvæmt kristinni trú. Hvort heldur horft er til Lútherska heimssambandsins, páfagarðs eða hvert annað í litrófi kristninnar þá er nú víðast viðtekin sú afstaða að maðurinn sé þátttakandi í vistkerfinu en ekki eigandi þess og að sérstaða hans felist einkum í getu hans til að vera ábyrgur í þágu heildarinnar. Opinber hnattræn orðræða, veraldleg jafnt sem trúarleg, hefur færst frá mannmiðlægni til lífmiðlægni síðustu áratugi. Það gerðist ekki óvart. Sigmundur Davíð lyftir fram samleið kristinnar kirkju og vestrænnar menningar og nefnir kristni og verstræn gildi hiklaust í sama orði. Það er raunhæft. Einmitt á þeim forsendum vil ég, vegna ástar minnar á Jesú og kirkju hans, endurskoða kirkjuna af sömu óvægnu ákefð og við hljótum nú að endurskoða vestrænan nútíma. Hvernig gat það gerst að kristin kirkja yrði meðhöfundur að því menningarástandi sem við köllum nútíma? Menningarástandi sem einkennist af öfgafullri mannmiðlægni og einstaklingshyggju, gengur þvert á grunngildi kristinnar trúar og stendur nú gjaldþrota í svimandi vistkerfisskuld sem enginn veit hvernig greiða skal en öll óttast hvar muni lenda. Já, kæri Sigmundur Davíð, andstæðingum kirkjunnar hættir til að gleyma þeim fræjum mildi, mannúðar og mennta sem kristnin vissulega hefur sáð um aldir. En við sem trúum á Jesú verðum jafnframt að horfast í augu við afglöp kirkjunnar í sögunni. Líklega rís þar hæst þrjúhundruðára bandalag hennar við hagkerfi og ríkisvald í vestrænum nútíma þar sem hinum náttúrulega heimi var vikið til hliðar og hann skilgreindur sem hráefni en maðurinn skilgreindur eigandi og einyrki. Tillögur Sigmundar Davíðs til kirkjunnar í nefndri grein eru sannarlega áhugaverðar og ekki unnt að reifa þær hér, nema að því leyti að hann biður um samtal á forsendum lýðræðis. Það tek ég undir. Að öðru leyti virðast mér tillögur hans allar vera um það að kirkjan komi aftur „heim“ til liðs við ríkisvald og hagkerfi með því að hún láti af þátttöku sinni í gagnrýninni og greinandi þjóðfélagsumræðu. Það getur hún ekki í Jesú nafni. Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun