Aftur leggur Trump stein í götu þingsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2020 22:14 Donald Trump veifar bless. Ap/Patrick Semansky Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, beitti neitunarvaldi sínu í dag þegar hann neitaði að skrifa undir lög um útgjöld vegna varnarmála. Lögin voru samþykkt í báðum deildum Bandaríkjaþings með yfirgnæfandi meirihluta. Trump segist hafa neitað að skrifa undir lögin þar sem hann sé mótfallinn því að í þeim felist takmarkanir á því hversu marga hermenn verði hægt að draga til baka frá Evrópu. Þá er hann einnig ósáttur við að í lögunum er veitt heimild til þess að fjarlægja nöfn leiðtoga Suðurríkjanna sálugu af herstöðvum. Í morgun var greint frá því að Trump hafi krafist breytinga ájörgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni, án þess þó að hafa beitt neitunarvaldinu sjálfu. Þingið getur hunsað neitunina með nægum stuðningi Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna í báðum deildum þingsins höfðu samþykkt varnarmálafjárlögin. Þingdeildirnar báðar geta hafnað neitunarvaldi forsetans ef tveir af hverjum þremur þingmönnum beggja deilda samþykkja það. Frumvarpið verður þá að lögum. Samflokksmaður Trump, öldungardeildarþingmaðurinn Jim Inhofe, formaður hermálanefndar deildarinnar, gagnrýndi Trump fyrir að hafa neitað að skrifa undir frumvarpið. Sambærileg frumvörp, sem samþykkja þarf ár hvert til þess að fjármagna varnarmál Bandaríkjanna, hafi verið samþykkt hvert einasta ár undanfarin 59 ár. Demókratar í báðum deildum segjast hlakka til þess að geta hafnað neitun forsetans, en spekingar ytra hafa velt því upp hvort að Repúblikanar muni styðja slíka tillögu í jafn miklu mæli og þeir studdu frumvarpið sjálft. Það styttist í annan endann á forsetatíð Trump en demókratinn Joe Biden mun taka við völdum þann 20. janúar næstkomandi. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. 23. desember 2020 16:04 Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46 Trump hafnar Covid-björgunarpakkanum og segir hann vera til skammar Donald Trump fráfarandi forseti í Bandaríkjunum reynir enn að láta að sér kveða en í nótt neitaði hann að skrifa undir björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni. 23. desember 2020 08:13 Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. 22. desember 2020 14:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Trump segist hafa neitað að skrifa undir lögin þar sem hann sé mótfallinn því að í þeim felist takmarkanir á því hversu marga hermenn verði hægt að draga til baka frá Evrópu. Þá er hann einnig ósáttur við að í lögunum er veitt heimild til þess að fjarlægja nöfn leiðtoga Suðurríkjanna sálugu af herstöðvum. Í morgun var greint frá því að Trump hafi krafist breytinga ájörgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni, án þess þó að hafa beitt neitunarvaldinu sjálfu. Þingið getur hunsað neitunina með nægum stuðningi Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna í báðum deildum þingsins höfðu samþykkt varnarmálafjárlögin. Þingdeildirnar báðar geta hafnað neitunarvaldi forsetans ef tveir af hverjum þremur þingmönnum beggja deilda samþykkja það. Frumvarpið verður þá að lögum. Samflokksmaður Trump, öldungardeildarþingmaðurinn Jim Inhofe, formaður hermálanefndar deildarinnar, gagnrýndi Trump fyrir að hafa neitað að skrifa undir frumvarpið. Sambærileg frumvörp, sem samþykkja þarf ár hvert til þess að fjármagna varnarmál Bandaríkjanna, hafi verið samþykkt hvert einasta ár undanfarin 59 ár. Demókratar í báðum deildum segjast hlakka til þess að geta hafnað neitun forsetans, en spekingar ytra hafa velt því upp hvort að Repúblikanar muni styðja slíka tillögu í jafn miklu mæli og þeir studdu frumvarpið sjálft. Það styttist í annan endann á forsetatíð Trump en demókratinn Joe Biden mun taka við völdum þann 20. janúar næstkomandi.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. 23. desember 2020 16:04 Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46 Trump hafnar Covid-björgunarpakkanum og segir hann vera til skammar Donald Trump fráfarandi forseti í Bandaríkjunum reynir enn að láta að sér kveða en í nótt neitaði hann að skrifa undir björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni. 23. desember 2020 08:13 Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. 22. desember 2020 14:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. 23. desember 2020 16:04
Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46
Trump hafnar Covid-björgunarpakkanum og segir hann vera til skammar Donald Trump fráfarandi forseti í Bandaríkjunum reynir enn að láta að sér kveða en í nótt neitaði hann að skrifa undir björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni. 23. desember 2020 08:13
Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. 22. desember 2020 14:30