Trump hafnar Covid-björgunarpakkanum og segir hann vera til skammar Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 23. desember 2020 08:13 Trump vill að Bandaríkjaþing breyti frumvarpi sem snýst um neyðaraðgerðir í efnahagsmálum vegna kórónuveirufaraldursins. Getty/Al Drago Donald Trump fráfarandi forseti í Bandaríkjunum reynir enn að láta að sér kveða en í nótt neitaði hann að skrifa undir björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni. Um er að ræða efnahagsaðgerðir til að bregðast við þrengingum vegna faraldursins upp á 900 milljarða Bandaríkjadala. Bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem og öldungadeildin náðu saman um aðgerðirnar í vikunni eftir margra mánaða þref. Búist hafði verið við því að forsetinn myndi skrifa undir frumvarpið í gærkvöldi en nú krefst hann þess að breytingar verði gerðar á því og sú tala sem fara eigi til almennings verði hærri. Þá gagnrýnir hann ýmsa liði frumvarpsins sem hann segir ekki tengjast faraldrinum með nokkrum hætti. Í ræðu sem hann flutti í gærkvöldi sagði Trump björgunarpakkann vera til skammar og að hann væri fullur af bruðli. „Þetta kallast Covid-björgunarpakkinn en þetta hefur nánast ekkert með Covid að gera,“ sagði Trump. pic.twitter.com/v9Rdjz6DNu— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020 „Fullt af pening“ í útlönd, lobbíista og sérhagsmuni Á meðal þess sem kveðið er á í pakkanum er 600 dollara eingreiðsla til flestra Bandaríkjamanna en Trump vill hækka þá greiðslu í 2000 dollara og tryggja að hún verði þá 4000 dollarar fyrir pör. „Þetta frumvarp kveður á um 85,5 milljónir dollara í aðstoð við Kambódíu, 134 milljónir dollara til Búrma, 1,3 milljarða dollara til Egyptalands og egypska hersins, sem mun fara og kaupa nánast bara rússneskan herbúnað, 25 milljónir dollara í lýðræðis- og jafnréttisverkefni í Pakistan og samtals 505 milljónir dollara til Belize, Kosta Ríka, El Salvador, Gvatemala, Hondúras, Níkaragva og Panama,“ sagði Trump. Hann sagði þingið þannig hafa fundið „fullt af pening fyrir útlönd, lobbíista og sérhagsmuni á meðan minnsta mögulega pening er varið í Bandaríkjamenn sem þurfa á fjármununum að halda. Þetta var ekki þeim að kenna heldur Kína.“ Kvaðst Trump ætla að biðja þingið um að breyta frumvarpinu og „henda út bruðli og öðru ónauðsynlegu.“ „Annars mun næsta ríkisstjórn þurfa að koma með Covid-björgunarpakka,“ sagði Trump. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Um er að ræða efnahagsaðgerðir til að bregðast við þrengingum vegna faraldursins upp á 900 milljarða Bandaríkjadala. Bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem og öldungadeildin náðu saman um aðgerðirnar í vikunni eftir margra mánaða þref. Búist hafði verið við því að forsetinn myndi skrifa undir frumvarpið í gærkvöldi en nú krefst hann þess að breytingar verði gerðar á því og sú tala sem fara eigi til almennings verði hærri. Þá gagnrýnir hann ýmsa liði frumvarpsins sem hann segir ekki tengjast faraldrinum með nokkrum hætti. Í ræðu sem hann flutti í gærkvöldi sagði Trump björgunarpakkann vera til skammar og að hann væri fullur af bruðli. „Þetta kallast Covid-björgunarpakkinn en þetta hefur nánast ekkert með Covid að gera,“ sagði Trump. pic.twitter.com/v9Rdjz6DNu— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020 „Fullt af pening“ í útlönd, lobbíista og sérhagsmuni Á meðal þess sem kveðið er á í pakkanum er 600 dollara eingreiðsla til flestra Bandaríkjamanna en Trump vill hækka þá greiðslu í 2000 dollara og tryggja að hún verði þá 4000 dollarar fyrir pör. „Þetta frumvarp kveður á um 85,5 milljónir dollara í aðstoð við Kambódíu, 134 milljónir dollara til Búrma, 1,3 milljarða dollara til Egyptalands og egypska hersins, sem mun fara og kaupa nánast bara rússneskan herbúnað, 25 milljónir dollara í lýðræðis- og jafnréttisverkefni í Pakistan og samtals 505 milljónir dollara til Belize, Kosta Ríka, El Salvador, Gvatemala, Hondúras, Níkaragva og Panama,“ sagði Trump. Hann sagði þingið þannig hafa fundið „fullt af pening fyrir útlönd, lobbíista og sérhagsmuni á meðan minnsta mögulega pening er varið í Bandaríkjamenn sem þurfa á fjármununum að halda. Þetta var ekki þeim að kenna heldur Kína.“ Kvaðst Trump ætla að biðja þingið um að breyta frumvarpinu og „henda út bruðli og öðru ónauðsynlegu.“ „Annars mun næsta ríkisstjórn þurfa að koma með Covid-björgunarpakka,“ sagði Trump.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira