Bubbi sendir Seyðfirðingum kveðju og býður þeim öllum á Þorláksmessutónleikana Stefán Árni Pálsson skrifar 21. desember 2020 11:04 Bubbi flutti brot úr laginu Regnbogans stræti. Bubbi Morthens sendir kveðju til Seyðfirðinga eftir atburði síðustu daga og býður þorpsbúum á tónleika. Hann segir að lag hans Regnbogans stræti hafi orðið til einmitt þegar hann gekk um Regnbogans stræti á Seyðisfirði. Sagði þá við vin sinn Davíð Kristinsson athafnamann þar eystra, að einn dag myndi hann semja lag sem héti þetta. „Á sínum tíma tók hann mig með í gönguferð, fyrir mörg ár, og sýndi mér Regnbogans stræti,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann segir þetta löngu áður en Skólavörðuholtið kom inn með sín lituðu stræti. Kveikjan að Regnbogans stræti á Seyðisfirði „Og ég var svo uppnuminn, var með tónleika í kirkjunni og Regnbogans stræti lá eiginlega bara inn í kirkjuna. Mér fannst þetta svo stórfenglegt að eitthvað fólk hafi farið að mála þetta sólarhring áður en gleðigangan var á Seyðisfirði. Þú varst að gefa mér hugmynd að lagi sem ég hef beðið lengi eftir.“ Bubbi segir erindi í þessu lagi eiga vel við nú eftir hinar hræðilegu hremmingar sem vatnsviðrið og aurskriðurnar hafa kallað yfir bæinn og bæjarbúa. Bubbi birtir myndband á Facebook þar sem hann flytur brot úr laginu og segist vitaskuld hafa hugsað til Seyðfirðinga og fallega bæjarins sem er einn af fallegustu bæjum landsins. Hann bauð svo öllum Seyðfirðingum á Þorláksmessutónleika sína sem verða í beinu streymi á myndlyklum Vodafone, Símans og í streymi í gegnum Tix.is. „Svo sá ég þessa yfirgengilegu hörmungar sem þeir Seyðfirðingar eru að lenda í og Davíð í viðtölum. Mér þótti glatað að hann skyldi missa allt vínilsafnið áritað, Bubbasafnið, ég verð að reyna að sefa þetta og bjóða honum og öllu þorpinu frítt streymi.“ Og húsin þau hverfa í aurinn Bubbi er nú að vinna í að Davíð vinur hans fái aðrar plötur í stað þeirra sem fóru. „Hvort það væri ekki hægt að færa honum þetta að gjöf. Við verðum að bregðast við og sýna samhug. Og kærleika.“ Bubbi hefur alltaf haft til að bera ríkulega samkennd með þeim sem eru í vanda, eiga undir högg að sækja sem svo birtist í lögum hans. Eitt allra áhrifaríkasta lag Bubba var til dæmis samið um snjóflóðin fyrir vestan og heitir Með vindinum kemur kvíðinn. Bubbi segir þetta lag eiga vel við núna: Fjallið það öskrar, svo fellur öll hlíðin, og húsin þau hverfa í kófið. Eða aurinn núna. „Já, þetta er hrikalegt. Erfitt að setja sig í þessar stellingar. Þó ég búi undir fjalli eins og er.“ Aurskriður á Seyðisfirði Tónlist Jól Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hann segir að lag hans Regnbogans stræti hafi orðið til einmitt þegar hann gekk um Regnbogans stræti á Seyðisfirði. Sagði þá við vin sinn Davíð Kristinsson athafnamann þar eystra, að einn dag myndi hann semja lag sem héti þetta. „Á sínum tíma tók hann mig með í gönguferð, fyrir mörg ár, og sýndi mér Regnbogans stræti,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann segir þetta löngu áður en Skólavörðuholtið kom inn með sín lituðu stræti. Kveikjan að Regnbogans stræti á Seyðisfirði „Og ég var svo uppnuminn, var með tónleika í kirkjunni og Regnbogans stræti lá eiginlega bara inn í kirkjuna. Mér fannst þetta svo stórfenglegt að eitthvað fólk hafi farið að mála þetta sólarhring áður en gleðigangan var á Seyðisfirði. Þú varst að gefa mér hugmynd að lagi sem ég hef beðið lengi eftir.“ Bubbi segir erindi í þessu lagi eiga vel við nú eftir hinar hræðilegu hremmingar sem vatnsviðrið og aurskriðurnar hafa kallað yfir bæinn og bæjarbúa. Bubbi birtir myndband á Facebook þar sem hann flytur brot úr laginu og segist vitaskuld hafa hugsað til Seyðfirðinga og fallega bæjarins sem er einn af fallegustu bæjum landsins. Hann bauð svo öllum Seyðfirðingum á Þorláksmessutónleika sína sem verða í beinu streymi á myndlyklum Vodafone, Símans og í streymi í gegnum Tix.is. „Svo sá ég þessa yfirgengilegu hörmungar sem þeir Seyðfirðingar eru að lenda í og Davíð í viðtölum. Mér þótti glatað að hann skyldi missa allt vínilsafnið áritað, Bubbasafnið, ég verð að reyna að sefa þetta og bjóða honum og öllu þorpinu frítt streymi.“ Og húsin þau hverfa í aurinn Bubbi er nú að vinna í að Davíð vinur hans fái aðrar plötur í stað þeirra sem fóru. „Hvort það væri ekki hægt að færa honum þetta að gjöf. Við verðum að bregðast við og sýna samhug. Og kærleika.“ Bubbi hefur alltaf haft til að bera ríkulega samkennd með þeim sem eru í vanda, eiga undir högg að sækja sem svo birtist í lögum hans. Eitt allra áhrifaríkasta lag Bubba var til dæmis samið um snjóflóðin fyrir vestan og heitir Með vindinum kemur kvíðinn. Bubbi segir þetta lag eiga vel við núna: Fjallið það öskrar, svo fellur öll hlíðin, og húsin þau hverfa í kófið. Eða aurinn núna. „Já, þetta er hrikalegt. Erfitt að setja sig í þessar stellingar. Þó ég búi undir fjalli eins og er.“
Aurskriður á Seyðisfirði Tónlist Jól Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“