Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2020 23:11 Bærinn Auðnar er í Vesturbyggð en þaðan er 78 kílómetra akstur með börnin í skóla á Patreksfirði. Styttra er til Þingeyrar, 74 kílómetrar. Ef skólinn á Birkimel væri starfandi væri 38 kílómetra akstur þangað frá Auðnum. Kort/Hafsteinn Þórðarson Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. Í fréttum Stöðvar 2 var aftur fjallað um fjölskylduna sem flutti í vor inn í nýtt hús að Auðnum í Kjálkafirði. Þau eru með þrjú börn, þar af tvö á leik- og grunnskólaaldri, 2ja og 6 ára. En þá vaknaði spurningin: Hvert áttu börnin að fara í skóla? Það flækir málin að fyrir fjórum árum lokaði bæjarstjórn Vesturbyggðar sveitaskólanum á Birkimel vegna fækkunar barna á Barðaströnd. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, er amma barnanna á Auðnum.Egill Aðalsteinsson „Því var lofað að opna hann aftur þegar tækifæri gæfist til. Nú eru komin tólf börn í sveitina, þrjú á skólaaldri og restin alveg niður í nokkurra daga gamalt. Og það á ekki að gera neitt,“ segir Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi og amma barnanna á Auðnum. Hún segir að verið sé að aka börnunum yfir stórhættulegar heiðar, til Patreksfjarðar um Kleifaheiði og Raknadalshlíð, þar sem snjóflóð séu tíð. Frá Patreksfirði. Grunnskólinn er með rauðu þökunum ofan við kirkjuna fyrir aftan sundlaugina og iþróttahúsið.Egill Aðalsteinsson Vesturbyggð býður foreldrum í sveitunum upp á skólaakstur á Patreksfjörð. Þau á Auðnum sáu hins vegar Þingeyri sem skárri valkost eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. „Síðan eru þeir að vinna í því að gera Dynjandisheiðina að alvöru vegi. Og hún á að vera opin núna allan veturinn eða fimm daga í viku,“ segir pabbi barnanna, Símon Kristinn Þorkelsson húsasmiður. Símon Kristinn Þorkelsson húsasmiður við nýja íbúðarhúsið í Kjálkafirði.Egill Aðalsteinsson Frá Auðnum að gamla skólahúsinu á Birkimel eru 38 kílómetrar, til Patreksfjarðar 78 kílómetrar en til Þingeyrar 74 kílómetrar. Valgerður á Auðshaugi, amma barnanna, segir að akstur á Patreksfjörð þýði í reynd þriggja tíma veru barnanna í skólabíl á dag, sem aki börnunum heim á bæi og síðast að Auðnum. Með því að pabbinn aki þeim á Þingeyri séu þetta tveir tímar. Frá Þingeyri. Grunnskólinn sést fremst fyrir miðri mynd.Egill Aðalsteinsson „Þau fara með sín börn á Þingeyri. Það er aðeins styttra. Og svo þegar vegurinn verður orðinn góður yfir Dynjandisheiðina – vonandi 2-3 ár kannski í það – þá verður þetta bara miklu betri leið. Miklu betra að fara þessa leið heldur en vestur eftir,“ segir Valgerður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2016 um lokun skólans á Barðaströnd: Einnig var fjallað um byggðina á Barðaströnd og skólann á Birkimel í þættinum Um land allt árið 2014, sem sjá má hér: Skóla - og menntamál Vesturbyggð Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Byggðamál Um land allt Tengdar fréttir Breiðfirsk eyðijörð byggð að nýju eftir 120 ára hlé Eyðijörð á Vestfjörðum hefur byggst á ný eftir að hafa verið mannlaus í 120 ár. Fjölskylda með þrjú börn er flutt inn í nýtt íbúðarhús á jörð í Kjálkafirði, sem fór í eyði árið 1901. 16. desember 2020 22:46 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var aftur fjallað um fjölskylduna sem flutti í vor inn í nýtt hús að Auðnum í Kjálkafirði. Þau eru með þrjú börn, þar af tvö á leik- og grunnskólaaldri, 2ja og 6 ára. En þá vaknaði spurningin: Hvert áttu börnin að fara í skóla? Það flækir málin að fyrir fjórum árum lokaði bæjarstjórn Vesturbyggðar sveitaskólanum á Birkimel vegna fækkunar barna á Barðaströnd. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, er amma barnanna á Auðnum.Egill Aðalsteinsson „Því var lofað að opna hann aftur þegar tækifæri gæfist til. Nú eru komin tólf börn í sveitina, þrjú á skólaaldri og restin alveg niður í nokkurra daga gamalt. Og það á ekki að gera neitt,“ segir Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi og amma barnanna á Auðnum. Hún segir að verið sé að aka börnunum yfir stórhættulegar heiðar, til Patreksfjarðar um Kleifaheiði og Raknadalshlíð, þar sem snjóflóð séu tíð. Frá Patreksfirði. Grunnskólinn er með rauðu þökunum ofan við kirkjuna fyrir aftan sundlaugina og iþróttahúsið.Egill Aðalsteinsson Vesturbyggð býður foreldrum í sveitunum upp á skólaakstur á Patreksfjörð. Þau á Auðnum sáu hins vegar Þingeyri sem skárri valkost eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. „Síðan eru þeir að vinna í því að gera Dynjandisheiðina að alvöru vegi. Og hún á að vera opin núna allan veturinn eða fimm daga í viku,“ segir pabbi barnanna, Símon Kristinn Þorkelsson húsasmiður. Símon Kristinn Þorkelsson húsasmiður við nýja íbúðarhúsið í Kjálkafirði.Egill Aðalsteinsson Frá Auðnum að gamla skólahúsinu á Birkimel eru 38 kílómetrar, til Patreksfjarðar 78 kílómetrar en til Þingeyrar 74 kílómetrar. Valgerður á Auðshaugi, amma barnanna, segir að akstur á Patreksfjörð þýði í reynd þriggja tíma veru barnanna í skólabíl á dag, sem aki börnunum heim á bæi og síðast að Auðnum. Með því að pabbinn aki þeim á Þingeyri séu þetta tveir tímar. Frá Þingeyri. Grunnskólinn sést fremst fyrir miðri mynd.Egill Aðalsteinsson „Þau fara með sín börn á Þingeyri. Það er aðeins styttra. Og svo þegar vegurinn verður orðinn góður yfir Dynjandisheiðina – vonandi 2-3 ár kannski í það – þá verður þetta bara miklu betri leið. Miklu betra að fara þessa leið heldur en vestur eftir,“ segir Valgerður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2016 um lokun skólans á Barðaströnd: Einnig var fjallað um byggðina á Barðaströnd og skólann á Birkimel í þættinum Um land allt árið 2014, sem sjá má hér:
Skóla - og menntamál Vesturbyggð Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Byggðamál Um land allt Tengdar fréttir Breiðfirsk eyðijörð byggð að nýju eftir 120 ára hlé Eyðijörð á Vestfjörðum hefur byggst á ný eftir að hafa verið mannlaus í 120 ár. Fjölskylda með þrjú börn er flutt inn í nýtt íbúðarhús á jörð í Kjálkafirði, sem fór í eyði árið 1901. 16. desember 2020 22:46 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Breiðfirsk eyðijörð byggð að nýju eftir 120 ára hlé Eyðijörð á Vestfjörðum hefur byggst á ný eftir að hafa verið mannlaus í 120 ár. Fjölskylda með þrjú börn er flutt inn í nýtt íbúðarhús á jörð í Kjálkafirði, sem fór í eyði árið 1901. 16. desember 2020 22:46