Juventus og Atalanta mættust í einum af stórleikjum ítalska boltans í kvöld. Mikið fjör var í leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli.
Eftir tæplega hálftíma var það Federico Chiesa sem kom Juventus yfir og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Gestirnir frá Atalanta, sem gustað hefur um að undanförnu, jöfnuðu á 57. mínútu. Markið skoraði Remo Freuler.
Einungis fjórum mínútum síðar fengu heimamenn í Juve þó vítaspyrnu en Pierluigi Gollini sá við honum. Lokatölur 1-1.
Cristiano Ronaldo missed only the third penalty of his Serie A career this evening:
— Squawka Football (@Squawka) December 16, 2020
24 penalties taken
21 penalties scored
Go back to the bottom left. pic.twitter.com/3eUkfMbLXU
Juventus er í þriðja sætinu með 24 stig, þremur stigum á eftir toppliði AC Milan, sem á þó leik til góða. Atalanta er í áttunda sætinu með átján stig.