Burtu með biðlistana Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 15. desember 2020 11:32 Í síðastliðinni viku framkvæmdi Klíníkin við Ármúla 17 liðskiptiaðgerðir á fólki á aldrinum 23-86 ára. Ef að Klíníkin gæti haldið þessum afköstum 48 vikur á ári, yrðu þar framkvæmdar 816 aðgerðir á ári. Á biðlista eftir þessum aðgerðum í opinbera kerfinu eru í dag ca. 1000 einstaklingar. Má alveg slá því nokkuð föstu að þessir 17 einstaklingar hafi gefist upp á því að vera á þessum biðlista og ákveðið að borga sjálft ca. 1100 þús. fyrir þessar aðgerðir. Mögulega til þess að geta haldið sínum starfsferli áfram, nú eða bara til þess að fá til baka þau lífsgæði sem það bjó við áður en liðurinn gaf sig. Þrátt fyrir aukið fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu á undanförnum árum, næst illa að ná fjölda á biðlista undir 1000. Einhver gæti sagt að þá ætti bara að auka enn frekar við fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu. Það er auðvitað sjónarmið útaf fyrir sig. En liðskiptaaðgerðir eru á fullum afköstum í opinbera kerfinu, svo fremi sem forgangsaðgerðir vegna slysa eða bráðaveikinda, teppa ekki skurðstofur. Það er því nokkuð ljóst að opinbera kerfið og innviðir þess, ráða ekkert við stöðuna og meiri líkur en minni eru á því að biðlistarnir lengist frekar en hitt. Fyrir tæpan milljarð í viðbótarframlög til Sjúkratrygginga Íslands, væri með góðu móti hægt að framkvæma rúmlega 800 aðgerðir á ári á Kíníkinni , ef miðað er við afköst síðustu viku. Þar er ein besta mögulega aðstaða á landinu til slíkra aðgerða og fagfólk þar í hverri stöðu. Reyndar segir sagan það, að á meðan opinbera kerfið þarf að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki og nái jafnvel ekki að manna allar auglýstar stöður, þá geti Klíníkin valið úr fólki sem sótt hefur um störf þar að eigin frumkvæði. Það er löngu ljóst og var áður en Covidið skall á, að núverandi fyrirkomulag vegna þessara aðgerða er löngu úr sér gengið. Það eru í rauninni ekkert annað en pólitískar kreddur sem standa í vegi fyrir því að hægt verði af alvöru að hefja alvöruátak í því að ná niður biðlistum vegna þessara aðgerða. Lausnin fellst í því að nýta þau tækifæri sem bjóðast, en ekki hafna þeim af pólitískum ástæðum. Á það í reyndar líka við flest annað í heilbrigðiskerfinu sem ekki fellur undir bráða og lyflækningar. Höfundur er bílstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Í síðastliðinni viku framkvæmdi Klíníkin við Ármúla 17 liðskiptiaðgerðir á fólki á aldrinum 23-86 ára. Ef að Klíníkin gæti haldið þessum afköstum 48 vikur á ári, yrðu þar framkvæmdar 816 aðgerðir á ári. Á biðlista eftir þessum aðgerðum í opinbera kerfinu eru í dag ca. 1000 einstaklingar. Má alveg slá því nokkuð föstu að þessir 17 einstaklingar hafi gefist upp á því að vera á þessum biðlista og ákveðið að borga sjálft ca. 1100 þús. fyrir þessar aðgerðir. Mögulega til þess að geta haldið sínum starfsferli áfram, nú eða bara til þess að fá til baka þau lífsgæði sem það bjó við áður en liðurinn gaf sig. Þrátt fyrir aukið fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu á undanförnum árum, næst illa að ná fjölda á biðlista undir 1000. Einhver gæti sagt að þá ætti bara að auka enn frekar við fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu. Það er auðvitað sjónarmið útaf fyrir sig. En liðskiptaaðgerðir eru á fullum afköstum í opinbera kerfinu, svo fremi sem forgangsaðgerðir vegna slysa eða bráðaveikinda, teppa ekki skurðstofur. Það er því nokkuð ljóst að opinbera kerfið og innviðir þess, ráða ekkert við stöðuna og meiri líkur en minni eru á því að biðlistarnir lengist frekar en hitt. Fyrir tæpan milljarð í viðbótarframlög til Sjúkratrygginga Íslands, væri með góðu móti hægt að framkvæma rúmlega 800 aðgerðir á ári á Kíníkinni , ef miðað er við afköst síðustu viku. Þar er ein besta mögulega aðstaða á landinu til slíkra aðgerða og fagfólk þar í hverri stöðu. Reyndar segir sagan það, að á meðan opinbera kerfið þarf að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki og nái jafnvel ekki að manna allar auglýstar stöður, þá geti Klíníkin valið úr fólki sem sótt hefur um störf þar að eigin frumkvæði. Það er löngu ljóst og var áður en Covidið skall á, að núverandi fyrirkomulag vegna þessara aðgerða er löngu úr sér gengið. Það eru í rauninni ekkert annað en pólitískar kreddur sem standa í vegi fyrir því að hægt verði af alvöru að hefja alvöruátak í því að ná niður biðlistum vegna þessara aðgerða. Lausnin fellst í því að nýta þau tækifæri sem bjóðast, en ekki hafna þeim af pólitískum ástæðum. Á það í reyndar líka við flest annað í heilbrigðiskerfinu sem ekki fellur undir bráða og lyflækningar. Höfundur er bílstjóri.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun