Aldís Kara er skautakona ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 15:01 Aldís Kara er skautakona ársins. Skautasamband Íslands Skautasamband Íslands hefur valið Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2020. Aldís Kara æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Darja Zajcenko. Þetta er í annað sinn sem hún hlýtur tilnefningu til skautakonu ársins, síðast árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ÍSS sendi frá sér. „Stjórn ÍSS telur Aldísi Köru verðugan fulltrúa Skautasambandsins þar sem hún hefur sýnt mikinn dugnað og metnað við iðkun sinnar íþróttar. Hún hefur skarað fram úr meðal jafningja og ber þar helst að nefna þátttöku hennar á Heimsmeistaramóti Unglinga í Tallin í mars. Var hún þá fyrst Íslendinga til þess að vinna sér inn keppnisrétt og keppa á heimsmeistaramóti í einstaklings skautum,“ segir í tilkynningunni. „Árið 2020 byrjaði hjá Aldísi Köru með keppni á RIG 2020 sem fram fór í Laugardalnum. Þar fékk hún 113.54 stig og náði einnig lágmörkum á heimsmeistarmót unglinga í stuttu prógrami, þá í annað sinn á keppnistímabilinu. Næsta mót hjá henni var Norðurlandamótið sem fram fór í Stavanger í Noregi. Þar fékk Aldís Kara 115.39 stig en það eru hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið á Norðurlandamóti. Á mótinu náði Aldís Kara lágmarks stigum fyrir heimsmeistaramót unglinga í frjálsu prógrammi og varð þar af leiðandi fyrsti skautari Íslands sem nær þeim árangri. Í byrjun mars 2020 keppti hún svo á Heimsmeistaramóti Unglinga í Tallin í Eistlandi. Þar stóð hún sig með prýði og endaði í 35. sæti af 48 keppendum. Þetta var frábær byrjun hjá Aldísi Köru á heimsmeistaramóti og gríðarlega stórt skref í íslenskri skautasögu,“ segir þar einnig. „Aldís Kara er kappsfullur íþróttamaður sem leggur sig fram í íþrótt sinni. Hún er yngri iðkendum góð fyrirmynd bæði í framkomu og viðhorfi til íþróttarinnar. Hún er því vel að þessum titli komin,“ segir að lokum. Skautaíþróttir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira
Aldís Kara æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Darja Zajcenko. Þetta er í annað sinn sem hún hlýtur tilnefningu til skautakonu ársins, síðast árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ÍSS sendi frá sér. „Stjórn ÍSS telur Aldísi Köru verðugan fulltrúa Skautasambandsins þar sem hún hefur sýnt mikinn dugnað og metnað við iðkun sinnar íþróttar. Hún hefur skarað fram úr meðal jafningja og ber þar helst að nefna þátttöku hennar á Heimsmeistaramóti Unglinga í Tallin í mars. Var hún þá fyrst Íslendinga til þess að vinna sér inn keppnisrétt og keppa á heimsmeistaramóti í einstaklings skautum,“ segir í tilkynningunni. „Árið 2020 byrjaði hjá Aldísi Köru með keppni á RIG 2020 sem fram fór í Laugardalnum. Þar fékk hún 113.54 stig og náði einnig lágmörkum á heimsmeistarmót unglinga í stuttu prógrami, þá í annað sinn á keppnistímabilinu. Næsta mót hjá henni var Norðurlandamótið sem fram fór í Stavanger í Noregi. Þar fékk Aldís Kara 115.39 stig en það eru hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið á Norðurlandamóti. Á mótinu náði Aldís Kara lágmarks stigum fyrir heimsmeistaramót unglinga í frjálsu prógrammi og varð þar af leiðandi fyrsti skautari Íslands sem nær þeim árangri. Í byrjun mars 2020 keppti hún svo á Heimsmeistaramóti Unglinga í Tallin í Eistlandi. Þar stóð hún sig með prýði og endaði í 35. sæti af 48 keppendum. Þetta var frábær byrjun hjá Aldísi Köru á heimsmeistaramóti og gríðarlega stórt skref í íslenskri skautasögu,“ segir þar einnig. „Aldís Kara er kappsfullur íþróttamaður sem leggur sig fram í íþrótt sinni. Hún er yngri iðkendum góð fyrirmynd bæði í framkomu og viðhorfi til íþróttarinnar. Hún er því vel að þessum titli komin,“ segir að lokum.
Skautaíþróttir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira