Aldís Kara er skautakona ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 15:01 Aldís Kara er skautakona ársins. Skautasamband Íslands Skautasamband Íslands hefur valið Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2020. Aldís Kara æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Darja Zajcenko. Þetta er í annað sinn sem hún hlýtur tilnefningu til skautakonu ársins, síðast árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ÍSS sendi frá sér. „Stjórn ÍSS telur Aldísi Köru verðugan fulltrúa Skautasambandsins þar sem hún hefur sýnt mikinn dugnað og metnað við iðkun sinnar íþróttar. Hún hefur skarað fram úr meðal jafningja og ber þar helst að nefna þátttöku hennar á Heimsmeistaramóti Unglinga í Tallin í mars. Var hún þá fyrst Íslendinga til þess að vinna sér inn keppnisrétt og keppa á heimsmeistaramóti í einstaklings skautum,“ segir í tilkynningunni. „Árið 2020 byrjaði hjá Aldísi Köru með keppni á RIG 2020 sem fram fór í Laugardalnum. Þar fékk hún 113.54 stig og náði einnig lágmörkum á heimsmeistarmót unglinga í stuttu prógrami, þá í annað sinn á keppnistímabilinu. Næsta mót hjá henni var Norðurlandamótið sem fram fór í Stavanger í Noregi. Þar fékk Aldís Kara 115.39 stig en það eru hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið á Norðurlandamóti. Á mótinu náði Aldís Kara lágmarks stigum fyrir heimsmeistaramót unglinga í frjálsu prógrammi og varð þar af leiðandi fyrsti skautari Íslands sem nær þeim árangri. Í byrjun mars 2020 keppti hún svo á Heimsmeistaramóti Unglinga í Tallin í Eistlandi. Þar stóð hún sig með prýði og endaði í 35. sæti af 48 keppendum. Þetta var frábær byrjun hjá Aldísi Köru á heimsmeistaramóti og gríðarlega stórt skref í íslenskri skautasögu,“ segir þar einnig. „Aldís Kara er kappsfullur íþróttamaður sem leggur sig fram í íþrótt sinni. Hún er yngri iðkendum góð fyrirmynd bæði í framkomu og viðhorfi til íþróttarinnar. Hún er því vel að þessum titli komin,“ segir að lokum. Skautaíþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Aldís Kara æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Darja Zajcenko. Þetta er í annað sinn sem hún hlýtur tilnefningu til skautakonu ársins, síðast árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ÍSS sendi frá sér. „Stjórn ÍSS telur Aldísi Köru verðugan fulltrúa Skautasambandsins þar sem hún hefur sýnt mikinn dugnað og metnað við iðkun sinnar íþróttar. Hún hefur skarað fram úr meðal jafningja og ber þar helst að nefna þátttöku hennar á Heimsmeistaramóti Unglinga í Tallin í mars. Var hún þá fyrst Íslendinga til þess að vinna sér inn keppnisrétt og keppa á heimsmeistaramóti í einstaklings skautum,“ segir í tilkynningunni. „Árið 2020 byrjaði hjá Aldísi Köru með keppni á RIG 2020 sem fram fór í Laugardalnum. Þar fékk hún 113.54 stig og náði einnig lágmörkum á heimsmeistarmót unglinga í stuttu prógrami, þá í annað sinn á keppnistímabilinu. Næsta mót hjá henni var Norðurlandamótið sem fram fór í Stavanger í Noregi. Þar fékk Aldís Kara 115.39 stig en það eru hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið á Norðurlandamóti. Á mótinu náði Aldís Kara lágmarks stigum fyrir heimsmeistaramót unglinga í frjálsu prógrammi og varð þar af leiðandi fyrsti skautari Íslands sem nær þeim árangri. Í byrjun mars 2020 keppti hún svo á Heimsmeistaramóti Unglinga í Tallin í Eistlandi. Þar stóð hún sig með prýði og endaði í 35. sæti af 48 keppendum. Þetta var frábær byrjun hjá Aldísi Köru á heimsmeistaramóti og gríðarlega stórt skref í íslenskri skautasögu,“ segir þar einnig. „Aldís Kara er kappsfullur íþróttamaður sem leggur sig fram í íþrótt sinni. Hún er yngri iðkendum góð fyrirmynd bæði í framkomu og viðhorfi til íþróttarinnar. Hún er því vel að þessum titli komin,“ segir að lokum.
Skautaíþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira