Tillaga um gjaldfrjálsar tíðarvörur felld á Alþingi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2020 20:46 Tíðarvörur verða ekki gjaldfrjálsar á næstunni ef marka má ákvörðun Alþingis í dag. Getty/Annette Riedl Breytingartillaga Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka, við frumvarp til fjárlaga um að gera tíðarvörur aðgengilegar án endurgjalds fyrir tiltekna hópa var í dag felld á Alþingi með einu atkvæði. Þingmenn Vinstri grænna, fyrrverandi samflokksmenn Andrésar, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fjárlagafrumvarpið var í dag afgreitt til þriðju umræðu og mun hún hefjast á mánudaginn. Tæpasta atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið var þegar tillaga mín um ókeypis tíðavörur var felld með einu atkvæði: 27-26! pic.twitter.com/TqoqHfiV32— Andrés Ingi (@andresingi) December 11, 2020 Tillaga Andrésar fólst í því að sjá til þess að öllum nemendum sé tryggt aðgengi að tíðarvörum án endurgjalds í grunn- og framhaldsskólum. Þá átti einnig að gera lágtekjufólki kleift að nálgast tíðarvörur án endurgjalds, til dæmis á heilsugæslustöðvum eða í gegn um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þingmenn Flokks fólksins, Miðflokksins, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar auk tveggja þingmanna utan flokka greiddu atkvæði með tillögunni. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fór svo að 27 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 26 með henni. Rétt rúmar tvær vikur eru liðnar síðan skoska þingið samþykkti samhljóða frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. Þá er bara eitt og hálft ár síðan Alþingi samþykkti að lækka virðisaukaskatt á tíðarvörur úr efra þrepi niður í það neðra. Með breytingunum lækkaði virðisaukaskattur á vörurnar úr 24 prósentum niður í ellefu prósent. Alþingi Heilbrigðismál Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Skotar fyrstir í heimi til að boða gjaldfrjálsa túrtappa og dömubindi Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. 25. nóvember 2020 21:30 Bjóða upp á fríar tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. 2. nóvember 2019 13:00 Vilja tíðarvörur og getnaðarvarnir í lægra þrep virðisaukaskatts: „Þetta er ákveðið réttlætismál“ Dömubindi, tíðatappar og álfabikarar gætu lækkað í verði, fari svo að frumvarpið verði að lögum. 22. september 2018 14:47 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið var í dag afgreitt til þriðju umræðu og mun hún hefjast á mánudaginn. Tæpasta atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið var þegar tillaga mín um ókeypis tíðavörur var felld með einu atkvæði: 27-26! pic.twitter.com/TqoqHfiV32— Andrés Ingi (@andresingi) December 11, 2020 Tillaga Andrésar fólst í því að sjá til þess að öllum nemendum sé tryggt aðgengi að tíðarvörum án endurgjalds í grunn- og framhaldsskólum. Þá átti einnig að gera lágtekjufólki kleift að nálgast tíðarvörur án endurgjalds, til dæmis á heilsugæslustöðvum eða í gegn um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þingmenn Flokks fólksins, Miðflokksins, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar auk tveggja þingmanna utan flokka greiddu atkvæði með tillögunni. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fór svo að 27 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 26 með henni. Rétt rúmar tvær vikur eru liðnar síðan skoska þingið samþykkti samhljóða frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. Þá er bara eitt og hálft ár síðan Alþingi samþykkti að lækka virðisaukaskatt á tíðarvörur úr efra þrepi niður í það neðra. Með breytingunum lækkaði virðisaukaskattur á vörurnar úr 24 prósentum niður í ellefu prósent.
Alþingi Heilbrigðismál Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Skotar fyrstir í heimi til að boða gjaldfrjálsa túrtappa og dömubindi Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. 25. nóvember 2020 21:30 Bjóða upp á fríar tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. 2. nóvember 2019 13:00 Vilja tíðarvörur og getnaðarvarnir í lægra þrep virðisaukaskatts: „Þetta er ákveðið réttlætismál“ Dömubindi, tíðatappar og álfabikarar gætu lækkað í verði, fari svo að frumvarpið verði að lögum. 22. september 2018 14:47 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Skotar fyrstir í heimi til að boða gjaldfrjálsa túrtappa og dömubindi Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. 25. nóvember 2020 21:30
Bjóða upp á fríar tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. 2. nóvember 2019 13:00
Vilja tíðarvörur og getnaðarvarnir í lægra þrep virðisaukaskatts: „Þetta er ákveðið réttlætismál“ Dömubindi, tíðatappar og álfabikarar gætu lækkað í verði, fari svo að frumvarpið verði að lögum. 22. september 2018 14:47