Fyrstu skammtar til heilbrigðisstarfsfólks Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. desember 2020 19:36 Bróðurpartur bóluefnisins sem kemur til landsins verður nýttur í að bólusetja framlínustarfsfólks, en langflestir þeirra starfa á Landspítalanum. Vísir/Egill Um tíu þúsund manns munu að óbreyttu fá bóluefni við kórónuveirunni um áramót eftir samkomulag heilbrigðisráðuneytisins og lyfjaframleiðandans Pfizer í dag. Stærstur hluti þessarar fyrstu sendingar verður nýttur í að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk. Að óbreyttu munu 21 þúsund skammtar fyrir um 10.600 manns koma til landsins um áramót en þeir verða að mestu nýttir í að bólusetja forgangshópa út frá forgangslista heilbrigðisráðuneytisins; heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur á bráðamóttöku og gjörgæsludeild, covid-19 göngudeild og sem framkvæmir sýnatökur vegna covid, svo dæmi séu tekin. Sömuleiðis fá einstaklingar sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa bólusetningu. Þessir 21 þúsund skammtar eru um 3,8 prósent af því bóluefni sem ríkið er búið að tryggja sér. Það mun hins vegar ekki koma í ljós hvort Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu fyrr en 29. desember þegar stofnunin tekur afstöðu til þess hvort hún geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. „Nefnd hjá Lyfjastofnun Evrópu metur í rauninni árangur og aukaverkanir af bólusetningu og það veitir einungis markaðsleyfi ef það álítur árangurinn vera þannig að þetta gagnist fólki meira. Það er dagsetningin sem horft er svolítið á. Auðvitað vitum við ekki hvað kemur út úr honum. En þá er ekki bara metið hvort það komi markaðsleyfi eða ekki heldur hvað er ekki vitað, hvað viljum við vita betur. Þó við vitum ekki eitthvað, er það samt nægilega öruggt til að það sé hægt að fara að nota það. Þannig að sú niðurstaða kemur vonandi 29. desember,“ segir Hrefna Guðmundsdóttir, læknir hjá Lyfjastofnun. Hrefna segir að mikið ákall sé um gegnsæi í tengslum við bólusetningar og því hafi Lyfjastofnun Evrópu boðað til opins fundar fyrir almenning til að fara yfir þróun bóluefna og ástæður þess hve stuttan tíma þróunin hefur tekið. „Þegar lyfjafyrirtæki sækja um markaðsleyfi þá gera þau nánast allar rannsóknirnar áður en það er sótt um leyfið. Og þetta getur tekið nokkur ár. Í þessu áfangamati varðandi bóluefnin að þá eru gögn send inn til Lyfjastofnunar Evrópu bara þegar niðurstöður úr dýratilraunum liggja fyrir eða fyrstu rannsóknir á mönnum, og þá er það metið og gefið álit á því hvað þurfi að gera meira og svo framvegis. Þannig að þetta er allt metið í áföngum í staðinn fyrir að meta allt í einum pakka,“ segir Hrefna, aðspurð um hvernig hægt sé að stytta tímann í þróuninni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Að óbreyttu munu 21 þúsund skammtar fyrir um 10.600 manns koma til landsins um áramót en þeir verða að mestu nýttir í að bólusetja forgangshópa út frá forgangslista heilbrigðisráðuneytisins; heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur á bráðamóttöku og gjörgæsludeild, covid-19 göngudeild og sem framkvæmir sýnatökur vegna covid, svo dæmi séu tekin. Sömuleiðis fá einstaklingar sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa bólusetningu. Þessir 21 þúsund skammtar eru um 3,8 prósent af því bóluefni sem ríkið er búið að tryggja sér. Það mun hins vegar ekki koma í ljós hvort Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu fyrr en 29. desember þegar stofnunin tekur afstöðu til þess hvort hún geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. „Nefnd hjá Lyfjastofnun Evrópu metur í rauninni árangur og aukaverkanir af bólusetningu og það veitir einungis markaðsleyfi ef það álítur árangurinn vera þannig að þetta gagnist fólki meira. Það er dagsetningin sem horft er svolítið á. Auðvitað vitum við ekki hvað kemur út úr honum. En þá er ekki bara metið hvort það komi markaðsleyfi eða ekki heldur hvað er ekki vitað, hvað viljum við vita betur. Þó við vitum ekki eitthvað, er það samt nægilega öruggt til að það sé hægt að fara að nota það. Þannig að sú niðurstaða kemur vonandi 29. desember,“ segir Hrefna Guðmundsdóttir, læknir hjá Lyfjastofnun. Hrefna segir að mikið ákall sé um gegnsæi í tengslum við bólusetningar og því hafi Lyfjastofnun Evrópu boðað til opins fundar fyrir almenning til að fara yfir þróun bóluefna og ástæður þess hve stuttan tíma þróunin hefur tekið. „Þegar lyfjafyrirtæki sækja um markaðsleyfi þá gera þau nánast allar rannsóknirnar áður en það er sótt um leyfið. Og þetta getur tekið nokkur ár. Í þessu áfangamati varðandi bóluefnin að þá eru gögn send inn til Lyfjastofnunar Evrópu bara þegar niðurstöður úr dýratilraunum liggja fyrir eða fyrstu rannsóknir á mönnum, og þá er það metið og gefið álit á því hvað þurfi að gera meira og svo framvegis. Þannig að þetta er allt metið í áföngum í staðinn fyrir að meta allt í einum pakka,“ segir Hrefna, aðspurð um hvernig hægt sé að stytta tímann í þróuninni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira