Heljarinnar útsending á Stöð 2: „Við tökum honum fagnandi” Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2020 12:30 Logi Bergmann og Sigrún Ósk stýra þættinum saman. Myndir/Inga Lind/vilhelm Eitt það allra fyrsta sem gerist eftir að nýjar sóttvarnarreglur taka gildi nú er að Logi Bergmann Eiðsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir koma sér fyrir á stóra sviði Borgarleikhússins og stýra þaðan jóla-, skemmti-, tónlistar- og viðtalsþættinum Látum jólin ganga, í beinni útsendingu á Stöð 2. Verður það að teljast til tíðinda að Logi Bergmann stýri þætti á Stöð 2 en hann flutti sig þaðan yfir til Sjónvarps Símans fyrir þremur árum, að vísu með sögulegu lögbanni sem varði um nokkurra mánaða skeið. Þýðir þetta að sárin hafa gróið, Logi? „Það voru engin sár, svona þannig séð. Þetta eru allt vinir mínir og gaman að koma aftur í heimsókn. Þetta er samvinnuverkefni allrar þjóðarinnar og ég er mjög glaður að Sjónvarp Símans hafi lánað mig eina kvöldstund til að reyna að koma þjóðinni í jólaskap,” segir Logi Bergmann. Maður verður að vera léttur „Já, og við tökum honum fagnandi,” bætir Sigrún Ósk við og lofar því um leið að stuðið verði mikið. „Nokkrir af kunnustu tónlistarmönnum þjóðarinnar munu koma okkur í jólaskap með flutningi á jólalögum eins og við höfum aldrei heyrt þau áður í nýrri útsetningu Karls Olgeirssonar. Við fáum til okkar Högna Egilsson, Ragnheiði Gröndal, GDNR, Króla, Bríeti, Katrínu Halldóru, barnakór og fleiri sem eru eiginlega leyndarmál enn þá,” segir Sigrún Ósk. Markmiðið með þættinum er að stappa stálinu í þjóðarsálina, hvetja landann til að kaupa íslenska framleiðslu, íslenska hönnun, innlendar vörur og þjónustu og þá af innlendum vefverslunum frekar en erlendum keppinautum. Þeir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson verða einnig á vettvangi og gera sitt allra besta til að láta hjól atvinnulífsins snúast. „Við ætlum að vera jákvæð, skemmtileg, í jólaskapi og hvetja hvert annað til að hafa keðjuverkandi áhrif og halda atvinnustarfsemi gangandi, þrátt fyrir ýmis högg á þessu ári. Maður verður nefnilega að vera léttur,” segir Logi. Þátturinn, sem Skot Productions framleiðir, er styrktur af Samtökum atvinnulífsins og aðildarfélögum sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og hefst útsendingin kl. 19:35 á fimmtudaginn og verður í opinni dagskrá á bæði Stöð 2 og hér á Vísi. Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Verður það að teljast til tíðinda að Logi Bergmann stýri þætti á Stöð 2 en hann flutti sig þaðan yfir til Sjónvarps Símans fyrir þremur árum, að vísu með sögulegu lögbanni sem varði um nokkurra mánaða skeið. Þýðir þetta að sárin hafa gróið, Logi? „Það voru engin sár, svona þannig séð. Þetta eru allt vinir mínir og gaman að koma aftur í heimsókn. Þetta er samvinnuverkefni allrar þjóðarinnar og ég er mjög glaður að Sjónvarp Símans hafi lánað mig eina kvöldstund til að reyna að koma þjóðinni í jólaskap,” segir Logi Bergmann. Maður verður að vera léttur „Já, og við tökum honum fagnandi,” bætir Sigrún Ósk við og lofar því um leið að stuðið verði mikið. „Nokkrir af kunnustu tónlistarmönnum þjóðarinnar munu koma okkur í jólaskap með flutningi á jólalögum eins og við höfum aldrei heyrt þau áður í nýrri útsetningu Karls Olgeirssonar. Við fáum til okkar Högna Egilsson, Ragnheiði Gröndal, GDNR, Króla, Bríeti, Katrínu Halldóru, barnakór og fleiri sem eru eiginlega leyndarmál enn þá,” segir Sigrún Ósk. Markmiðið með þættinum er að stappa stálinu í þjóðarsálina, hvetja landann til að kaupa íslenska framleiðslu, íslenska hönnun, innlendar vörur og þjónustu og þá af innlendum vefverslunum frekar en erlendum keppinautum. Þeir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson verða einnig á vettvangi og gera sitt allra besta til að láta hjól atvinnulífsins snúast. „Við ætlum að vera jákvæð, skemmtileg, í jólaskapi og hvetja hvert annað til að hafa keðjuverkandi áhrif og halda atvinnustarfsemi gangandi, þrátt fyrir ýmis högg á þessu ári. Maður verður nefnilega að vera léttur,” segir Logi. Þátturinn, sem Skot Productions framleiðir, er styrktur af Samtökum atvinnulífsins og aðildarfélögum sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og hefst útsendingin kl. 19:35 á fimmtudaginn og verður í opinni dagskrá á bæði Stöð 2 og hér á Vísi.
Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira