Brynjari fannst KKÍ fara of geyst af stað: „Hefðu átt að grípa inn í og byrja að spila í janúar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. desember 2020 12:33 Brynjar Þór Björnsson var geystur í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. @Stöð 2 Sport Skjáskot Brynjar Þór Björnsson hefði viljað sjá KKÍ og ÍSÍ taka betri ákvarðanir í kórónuveirufaraldrinum og æfingabanninu sem hefur ríkt á Íslandi síðan í byrjun október. Brynjar Þór Björnsson, körfuboltamaður í KR, segir að hann hefði viljað sjá forystu ÍSÍ koma fyrr inn og hjálpa afreksíþróttafólki að fá að æfa. Þetta sagði Brynjar í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Hvorki hefur verið leikið né æfður körfubolti síðan í byrjun október en Brynjar er reynslumikill og hann heldur sér vel við. Hann æfir vel, passar hvað hann er að borða en segir að þetta komi væntanlega verr við yngri leikmennina. „Maður reynir að halda sér í góðu standi. Maður er orðinn 32 ára og er kominn með ákveðna þekkingu í hverju maður er góður. Þetta er kannski öðruvísi ef maður væri yngri og enn æstari í að æfa. Maður reynir að hugsa vel um líkamann, borða hollt og bæta ekki of mörgum kílóum á sig. Maður reynir að bæta sig í einhverju öðru heldur en körfubolta,“ sagði Brynjar. Brynjar Þór segir að KKÍ, þegar boltinn var stöðvaður í október, hefði í fyrsta lagi átt að hefja leik í janúar. Hann skildi ekki af hverju væri verið að drífa sig svona mikið. „Auðvitað er þetta leiðigjarnt en ég hugsaði í október þegar við fórum í stopp að KKÍ hefði bara átt að grípa inn í og segja að við spilum ekki fyrr en í janúar. Mér fannst það meira segja í haust að áður en við byrjuðum að spila og æfa; af hverju erum við að drífa okkur svona mikið og af hverju eru liðin að draga þrjá til fjóra leikmenn til sín þegar óvissan er svona mikil.“ „Þetta er búið að kosta körfuboltafélög gríðarlegan pening og þetta eru peningar sem fólk er að safna saman til að borga leikmönnunum laun. Það er hart í ári en mér fannst við fara of hratt af stað í Domino's deildinni en ég vona að við fáum að spila í janúar og klára tímabilið.“ Brynjar tók ákvörðun í fyrstu bylgjunni að mæta ekki í leik KR gegn Stjörnunni. Sú ákvörðun vakti mikið umtal en eftir á að hyggja sér Brynjar ekki eftir henni. „Ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Það voru öll fyrirtæki að hætta með sínar samkomur. Það var verið að fresta árshátíðum og stórum viðburðum en íþróttafélögin sátu eftir,“ sagði Brynjar. Hann skorar einnig á forystuna að láta meira í sér heyra. „Við viljum heyra meira í ÍSÍ að fá að æfa. Mér finnst eins og forysta ÍSÍ sitji á hakanum með að taka ákvarðanir. Að beita sínum áhrifum á bæði íþróttalífið og Alþingismennirnir að pressa að við fáum að æfa. Við vonumst til þess að þau læri af þessu og verði fljótari til ef svipað kemur upp aftur. Vonandi þarf ÍSÍ þá ekki að treysta á að leikmennirnir pressi á þetta heldur en þeir sjálfir.“ Allt innslagið með umræðunni um æfingabannið má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um æfingabann Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brynjar valdi fimm manna „íslenskt“ úrvalslið áratugarins og sagði Pavel þann besta Það var líf og fjör er Brynjar Þór Björnsson heimsótti Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 20:00 „2018 tímabilið í KR var hrein martröð“ Brynjar Þór Björnsson gerði upp tímann hjá Tindastóli í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 11:31 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, körfuboltamaður í KR, segir að hann hefði viljað sjá forystu ÍSÍ koma fyrr inn og hjálpa afreksíþróttafólki að fá að æfa. Þetta sagði Brynjar í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Hvorki hefur verið leikið né æfður körfubolti síðan í byrjun október en Brynjar er reynslumikill og hann heldur sér vel við. Hann æfir vel, passar hvað hann er að borða en segir að þetta komi væntanlega verr við yngri leikmennina. „Maður reynir að halda sér í góðu standi. Maður er orðinn 32 ára og er kominn með ákveðna þekkingu í hverju maður er góður. Þetta er kannski öðruvísi ef maður væri yngri og enn æstari í að æfa. Maður reynir að hugsa vel um líkamann, borða hollt og bæta ekki of mörgum kílóum á sig. Maður reynir að bæta sig í einhverju öðru heldur en körfubolta,“ sagði Brynjar. Brynjar Þór segir að KKÍ, þegar boltinn var stöðvaður í október, hefði í fyrsta lagi átt að hefja leik í janúar. Hann skildi ekki af hverju væri verið að drífa sig svona mikið. „Auðvitað er þetta leiðigjarnt en ég hugsaði í október þegar við fórum í stopp að KKÍ hefði bara átt að grípa inn í og segja að við spilum ekki fyrr en í janúar. Mér fannst það meira segja í haust að áður en við byrjuðum að spila og æfa; af hverju erum við að drífa okkur svona mikið og af hverju eru liðin að draga þrjá til fjóra leikmenn til sín þegar óvissan er svona mikil.“ „Þetta er búið að kosta körfuboltafélög gríðarlegan pening og þetta eru peningar sem fólk er að safna saman til að borga leikmönnunum laun. Það er hart í ári en mér fannst við fara of hratt af stað í Domino's deildinni en ég vona að við fáum að spila í janúar og klára tímabilið.“ Brynjar tók ákvörðun í fyrstu bylgjunni að mæta ekki í leik KR gegn Stjörnunni. Sú ákvörðun vakti mikið umtal en eftir á að hyggja sér Brynjar ekki eftir henni. „Ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Það voru öll fyrirtæki að hætta með sínar samkomur. Það var verið að fresta árshátíðum og stórum viðburðum en íþróttafélögin sátu eftir,“ sagði Brynjar. Hann skorar einnig á forystuna að láta meira í sér heyra. „Við viljum heyra meira í ÍSÍ að fá að æfa. Mér finnst eins og forysta ÍSÍ sitji á hakanum með að taka ákvarðanir. Að beita sínum áhrifum á bæði íþróttalífið og Alþingismennirnir að pressa að við fáum að æfa. Við vonumst til þess að þau læri af þessu og verði fljótari til ef svipað kemur upp aftur. Vonandi þarf ÍSÍ þá ekki að treysta á að leikmennirnir pressi á þetta heldur en þeir sjálfir.“ Allt innslagið með umræðunni um æfingabannið má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um æfingabann Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brynjar valdi fimm manna „íslenskt“ úrvalslið áratugarins og sagði Pavel þann besta Það var líf og fjör er Brynjar Þór Björnsson heimsótti Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 20:00 „2018 tímabilið í KR var hrein martröð“ Brynjar Þór Björnsson gerði upp tímann hjá Tindastóli í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 11:31 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Sjá meira
Brynjar valdi fimm manna „íslenskt“ úrvalslið áratugarins og sagði Pavel þann besta Það var líf og fjör er Brynjar Þór Björnsson heimsótti Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 20:00
„2018 tímabilið í KR var hrein martröð“ Brynjar Þór Björnsson gerði upp tímann hjá Tindastóli í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 11:31