Innlent

Frostið skreið undir tuttugu stig í nótt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það var víða kalt í nótt.
Það var víða kalt í nótt. Vísir/Vilhelm

Það var ansi kalt víða á landinu í nótt, þá helst norðan til. Áfram verður kalt í innsveitum norðaustantil en hlýnar víða annars staðar.

Lægstu tölur sem sáust á mælum Veðurstofunnar í nótt voru við Mývatn þar sem frostið náði -20,6 gráðum. Á Mývatnsöræum og á Möðruvöllum mældist -19,8 gráðu frost. Kaldast var á Möðrudal, -22,5 gráður.

Veðurstopfan spáir hægri suðlægri eða breytilegri átt og þurrviðri nú í morgunsárið, en 5-10 m/s og dálítil snjókoma við vesturströndina.

Frost núll til sjö stig, en sums staðar talsvert kaldara norðaustantil á landinu, en þar skreið frostið undir tuttugu stig á nokkrum stöðum í nótt.

Síðdegis gengur í suðaustan 8-15 m/s á Suður- og Vesturlandi með snjókomu á köflum, en í kvöld og nótt hlánar og úrkoman breytist í slyddu eða rigningu á láglendi. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi með björtu veðri og minnkandi frosti.

Sunnan og suðaustan 5-13 á morgun og dálítil rigning eða snjókoma með köflum, einkum vestast á landinu. Hiti um og yfir frostmarki. Þurrt norðan- og austanlands og frost eitt til sjö stig.

Veðurhorfur á landinu

Hæg suðlæg eða breytileg átt og þurrt, en 5-10 m/s og dálítil snjókoma við vesturströndina. Frost 2 til 17 stig, kaldast í innsveitum norðaustantil. Gengur í suðaustan 8-15 m/s á Suður- og Vesturlandi síðdegis með snjókomu á köflum, en hlánar í kvöld og nótt með slyddu eða rigningu á láglendi. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi með björtu veðri og minnkandi frosti.

Sunnan og suðaustan 5-13 á morgun og dálítil rigning eða snjókoma með köflum, einkum vestast á landinu. Hiti um og yfir frostmarki. Þurrt norðan- og austanlands og frost 1 til 7 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Sunnan og suðaustan 5-13 m/s og rigning eða snjókoma með köflum, einkum vestast á landinu. Hiti um og yfir frostmarki. Víða bjartviðri á Norður- og Austurlandi og frost 1 til 7 stig.

Á þriðjudag:

Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og dálítil snjókoma af og til, en rigning við suðvesturströndina. Hiti kringum frostmark. Þurrt um landið austanvert og frost 1 til 6 stig. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið

Á miðvikudag:

Suðaustan 13-20 og rigning eða slydda, hiti 1 til 7 stig. Heldur hægari vindur og dálítil snjókoma um landið norðanvert, hiti um frostmark.

Á fimmtudag:

Sunnanátt og rigning eða skúrir, en þurrt norðanlands. Hiti 2 til 8 stig.

Á föstudag og laugardag:

Austlæg átt og rigning með köflum suðaustantil, annars úrkomulítið. Fremur milt í veðri.


Tengdar fréttir

Aldrei fundið svona kulda

Íbúi á Hvanneyri segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum kulda og nú en þar hefur hitastig mælst lægst mínus 16,8 gráður í dag.

Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan

Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×