Einn leikur verður sýndur úr La Liga og þrír leikir úr Serie A þar sem hæst ber leikur Sampdoria og toppliðs AC Milan en hann hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Boðið verður upp á alvöru tvíhöfða úr NFL deildinni á Stöð 2 Sport 2 þar sem tveir leikir verða sýndir, annars vegar klukkan 18:00 og hins vegar klukkan 21:30.
Þrjú golfmót eru í gangi og því nóg að gera á fjarstýringunni hjá áhugasömum kylfingum.
Einnig verður sýndur leikur Morabanc Andorra og Real Betis úr spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.